Við eigum allt að vinna Ásta Kristín Sigurjónsdóttir og Ketill Berg Magnússon skrifar 17. júlí 2018 07:00 Ferðaþjónustan á Íslandi er í alþjóðlegri samkeppni um hylli ferðafólks. Rétt eins og íslenskt íþróttafólk sem keppir á HM þá þarf ferðaþjónustan að vera með skýr markmið, hafa gott leikskipulag og sjá til þess að hver einasti leikmaður sýni sínar bestu hliðar. Við eigum að hugsa stórt og spyrja „hvernig getur ferðaþjónustan skilað okkur velmegun til lengri tíma?“ og í stóra samhenginu, „hvernig getur Ísland orðið fyrirmynd annarra þjóða í sjálfbærri ferðaþjónustu?“. Hraður vöxtur ferðaþjónustu á Íslandi hefur haft mjög jákvæð áhrif á okkur sem þjóð. Það er óumdeilt að efnahagslegu áhrifin eru mjög mikil, bæði fyrir þjóðarbúið í heild og allan þann fjölda landsmanna sem hafa lífsviðurværi af því að þjónusta ferðafólk. En ferðaþjónustan hefur ekki bara efnahagsleg áhrif. Hún hefur líka félagsleg áhrif á alla einstaklinga og samfélög sem hún snertir. Þar að auki skilur þessi mikli straumur ferðafólks eftir sig spor á umhverfið og þau sömu náttúrugæði sem flest ferðafólk kemur hingað til að njóta. Það blasir því við að til þess að ferðaþjónustan hér á landi verði alþjóðleg fyrirmynd þurfum við að tryggja jafnvægi svo að áhrif hennar á alla þessa þrjá þætti, efnahag, samfélag og umhverfið verði jákvæð. Þegar þannig tekst til getum við sagt að atvinnugreinin í heild sé í heimsklassa, sé arðsöm, samfélagslega ábyrg og stuðli að sjálfbærni.Ketill Berg Magnússon framkvæmdastjóri Festu miðstöðvar um samfélagsábyrgðÞað eru ekki bara íþróttir sem ferðaþjónustan getur leitað fyrirmynda í. Íslenskt atvinnulíf hefur þurft að þróast mun hraðar en í öðrum löndum sem við jafnan berum okkur saman við og má þannig segja að við hreinlega hoppuðum yfir allt að 100 ár í iðnbyltingunni þegar við vorum hernumin í seinni heimstyrjöldinni. Við þutum í gegnum þróun á hverri atvinnugreininni á fætur annarri, byggðum hús, þorp, bæi og borg. Hvort sem við horfum á landbúnað eða sjávarútveg þá hefur þróunin skilað okkur bættum afköstum, betri nýtingu og aukinni verðmætasköpun sem flestar þjóðir myndu vilja státa af. Þannig eigum við til að mynda fiskveiðistjórnunarkerfi sem tekur mið af fiskistofnum okkar og verndar þá fyrir ofveiði, sumir myndu jafnvel segja að við værum búin að byggja sjálfbærasta fiskveiðistjórnunarkerfi í heimi. Hvernig væri að læra það besta af sjávarútveginum og verða alþjóðleg fyrirmynd í sjálfbærri ferðaþjónustu þannig að til Íslands yrði litið sem skólabókardæmis um það hvernig stjórnun samfélagslegra, efnahagslegra og umhverfislegra þátta er háttað? Við eigum allt að vinna í þeim efnum þar sem engin grein er eins samofin íslensku mannlífi og möguleikum á langtíma hagsæld líkt og ferðaþjónusta. Engin grein snertir jafn marga þætti samfélagsins með eins áhrifaríkum hætti og reiðir sig á þátttöku jafn fjölbreytts hóps. Ytri þættir eru ferðaþjónustunni afar hliðhollir, eins og lega landsins, náttúrfegurð, smæð, endurnýjanleg orka og áhugi alþjóðapressunnar út af íþróttum, listum og eldgosum. Það er hins vegar á okkar valdi, líkt og í sjávarútveginum og íslenskum íþróttaliðum, að setja skýra framtíðarsýn, samstillt gildismat, gott leikskipulag og ekki síst að tryggja vel þjálfað og hæfileikaríkt starfsfólk. Frá því í janúar 2017 hafa Íslenski ferðaklasinn og Festa, miðstöð um samfélagsábyrgð staðið fyrir hvatningarverkefninu Ábyrg ferðaþjónusta. Verkefnið er unnið í breiðu samstarfi allra helstu hagaðila í ferðaþjónustu með þátttöku yfir 340 fyrirtækja. Fyrirtækin hafa skuldbundið sig til að framfylgja fjórum einföldum þáttum en þeir snúa að náttúrunni, nærsamfélaginu, starfsfólki og öryggi gesta. Fyrirtækin geta einnig, með aðstoð Íslandsstofu, hvatt ferðafólk til ábyrgrar ferðahegðunar. Það er undir fyrirtækjunum sjálfum komið að koma boðskap sínum og markmiðum á framfæri, en stuðning, verkfæri og þjálfun geta þau sótt til framkvæmdaaðila. Verkefnið styður við þá skýru framtíðarsýn að við verðum, innan fárra ára, með réttu hugarfari, samvinnu, liðsheild og krafti, alþjóðleg fyrirmynd að sjálfbærri og ábyrgri ferðaþjónustu.Höfundar: Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans Ketill Berg Magnússon, framkvæmdastjóri Festu miðstöðvar um samfélagsábyrgð Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Ketill Berg Magnússon Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Guðbjörg Eva Albertsdóttir,Vera Mist Magnúsdóttir Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Guðbjörg Eva Albertsdóttir,Vera Mist Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Sjá meira
Ferðaþjónustan á Íslandi er í alþjóðlegri samkeppni um hylli ferðafólks. Rétt eins og íslenskt íþróttafólk sem keppir á HM þá þarf ferðaþjónustan að vera með skýr markmið, hafa gott leikskipulag og sjá til þess að hver einasti leikmaður sýni sínar bestu hliðar. Við eigum að hugsa stórt og spyrja „hvernig getur ferðaþjónustan skilað okkur velmegun til lengri tíma?“ og í stóra samhenginu, „hvernig getur Ísland orðið fyrirmynd annarra þjóða í sjálfbærri ferðaþjónustu?“. Hraður vöxtur ferðaþjónustu á Íslandi hefur haft mjög jákvæð áhrif á okkur sem þjóð. Það er óumdeilt að efnahagslegu áhrifin eru mjög mikil, bæði fyrir þjóðarbúið í heild og allan þann fjölda landsmanna sem hafa lífsviðurværi af því að þjónusta ferðafólk. En ferðaþjónustan hefur ekki bara efnahagsleg áhrif. Hún hefur líka félagsleg áhrif á alla einstaklinga og samfélög sem hún snertir. Þar að auki skilur þessi mikli straumur ferðafólks eftir sig spor á umhverfið og þau sömu náttúrugæði sem flest ferðafólk kemur hingað til að njóta. Það blasir því við að til þess að ferðaþjónustan hér á landi verði alþjóðleg fyrirmynd þurfum við að tryggja jafnvægi svo að áhrif hennar á alla þessa þrjá þætti, efnahag, samfélag og umhverfið verði jákvæð. Þegar þannig tekst til getum við sagt að atvinnugreinin í heild sé í heimsklassa, sé arðsöm, samfélagslega ábyrg og stuðli að sjálfbærni.Ketill Berg Magnússon framkvæmdastjóri Festu miðstöðvar um samfélagsábyrgðÞað eru ekki bara íþróttir sem ferðaþjónustan getur leitað fyrirmynda í. Íslenskt atvinnulíf hefur þurft að þróast mun hraðar en í öðrum löndum sem við jafnan berum okkur saman við og má þannig segja að við hreinlega hoppuðum yfir allt að 100 ár í iðnbyltingunni þegar við vorum hernumin í seinni heimstyrjöldinni. Við þutum í gegnum þróun á hverri atvinnugreininni á fætur annarri, byggðum hús, þorp, bæi og borg. Hvort sem við horfum á landbúnað eða sjávarútveg þá hefur þróunin skilað okkur bættum afköstum, betri nýtingu og aukinni verðmætasköpun sem flestar þjóðir myndu vilja státa af. Þannig eigum við til að mynda fiskveiðistjórnunarkerfi sem tekur mið af fiskistofnum okkar og verndar þá fyrir ofveiði, sumir myndu jafnvel segja að við værum búin að byggja sjálfbærasta fiskveiðistjórnunarkerfi í heimi. Hvernig væri að læra það besta af sjávarútveginum og verða alþjóðleg fyrirmynd í sjálfbærri ferðaþjónustu þannig að til Íslands yrði litið sem skólabókardæmis um það hvernig stjórnun samfélagslegra, efnahagslegra og umhverfislegra þátta er háttað? Við eigum allt að vinna í þeim efnum þar sem engin grein er eins samofin íslensku mannlífi og möguleikum á langtíma hagsæld líkt og ferðaþjónusta. Engin grein snertir jafn marga þætti samfélagsins með eins áhrifaríkum hætti og reiðir sig á þátttöku jafn fjölbreytts hóps. Ytri þættir eru ferðaþjónustunni afar hliðhollir, eins og lega landsins, náttúrfegurð, smæð, endurnýjanleg orka og áhugi alþjóðapressunnar út af íþróttum, listum og eldgosum. Það er hins vegar á okkar valdi, líkt og í sjávarútveginum og íslenskum íþróttaliðum, að setja skýra framtíðarsýn, samstillt gildismat, gott leikskipulag og ekki síst að tryggja vel þjálfað og hæfileikaríkt starfsfólk. Frá því í janúar 2017 hafa Íslenski ferðaklasinn og Festa, miðstöð um samfélagsábyrgð staðið fyrir hvatningarverkefninu Ábyrg ferðaþjónusta. Verkefnið er unnið í breiðu samstarfi allra helstu hagaðila í ferðaþjónustu með þátttöku yfir 340 fyrirtækja. Fyrirtækin hafa skuldbundið sig til að framfylgja fjórum einföldum þáttum en þeir snúa að náttúrunni, nærsamfélaginu, starfsfólki og öryggi gesta. Fyrirtækin geta einnig, með aðstoð Íslandsstofu, hvatt ferðafólk til ábyrgrar ferðahegðunar. Það er undir fyrirtækjunum sjálfum komið að koma boðskap sínum og markmiðum á framfæri, en stuðning, verkfæri og þjálfun geta þau sótt til framkvæmdaaðila. Verkefnið styður við þá skýru framtíðarsýn að við verðum, innan fárra ára, með réttu hugarfari, samvinnu, liðsheild og krafti, alþjóðleg fyrirmynd að sjálfbærri og ábyrgri ferðaþjónustu.Höfundar: Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans Ketill Berg Magnússon, framkvæmdastjóri Festu miðstöðvar um samfélagsábyrgð
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Guðbjörg Eva Albertsdóttir,Vera Mist Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Guðbjörg Eva Albertsdóttir,Vera Mist Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Guðbjörg Eva Albertsdóttir,Vera Mist Magnúsdóttir Skoðun