Sturla og Gissur Óttar Guðmundsson skrifar 7. júlí 2018 10:00 Við Guðni Ágústsson stóðum fyrir fjölmennri skemmti- og sögugöngu um Þingvelli á dögunum. Umræðuefni kvöldsins voru foringjar Sturlungaaldar og átök þeirra. Guðni ræddi hlýlega og af mikilli aðdáun um frænda sinn Gissur jarl Þorvaldsson bæði á Hakinu og í Almannagjá. Jörmundur Ingi fyrrverandi allsherjargoði blessaði þingheim. Við kirkjuna sleit ég þessum viðburði með pólitískri ræðu um ágæti Sturlunga og bar blak af frænda mínum, ættarlauknum Sturlu Sighvatssyni. Karlakór Kjalnesinga söng. Guðni lét hrópa húrra fyrir jarlinum í gjánni og tóku aðdáendur Gissurar hraustlega undir. Við fylgismenn Sturlunga þögðum þunnu hljóði með ólundarsvip. Það var athyglisvert að flokkadrættir Sturlungaaldar voru enn að valda mönnum geðshræringu. Sturla og Gissur áttu sér dygga fylgismenn í hópnum þótt tæp 800 ár séu liðin frá blóðugum átökum þeirra. En hver hefðu orðið örlög þessara glæstu höfðingja á okkar tímum? Sveimhuginn Sturla Sighvatsson hefði áttað sig fljótlega á því að hann átti ekkert erindi í pólitík sakir ákvarðanafælni. Hann hefði fetað í fótspor Snorra frænda síns og orðið rithöfundur og síðan forstjóri hugbúnaðarfyrirtækis. Glæsileiki og mikil kvenhylli hefðu fleytt honum langt í heimi viðskipta og lista. Gissur hefði orðið óumdeildur leiðtogi þjóðarinnar enda vel til þess fallinn að vera nútímapólitíkus. Hann var miskunnarlaus og ófyrirleitinn, sór eiða sem hann rauf jafnharðan og hikaði ekki við að beita sögulegum fölsunum í tækifærisræðum. Gissur kom Íslandi undir Noregskonung enda var hann fyrsti raunverulegi Evrópusinninn. Jarlinn hefði leitt Ísland farsællega inn í Evrópusambandið og náð langt sem einn af leiðtogum sameinaðrar Evrópu. Hann hefði látið sig engu skipta hvort frændum hans í Framsóknarflokknum líkaði það betur eða verr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Sjá meira
Við Guðni Ágústsson stóðum fyrir fjölmennri skemmti- og sögugöngu um Þingvelli á dögunum. Umræðuefni kvöldsins voru foringjar Sturlungaaldar og átök þeirra. Guðni ræddi hlýlega og af mikilli aðdáun um frænda sinn Gissur jarl Þorvaldsson bæði á Hakinu og í Almannagjá. Jörmundur Ingi fyrrverandi allsherjargoði blessaði þingheim. Við kirkjuna sleit ég þessum viðburði með pólitískri ræðu um ágæti Sturlunga og bar blak af frænda mínum, ættarlauknum Sturlu Sighvatssyni. Karlakór Kjalnesinga söng. Guðni lét hrópa húrra fyrir jarlinum í gjánni og tóku aðdáendur Gissurar hraustlega undir. Við fylgismenn Sturlunga þögðum þunnu hljóði með ólundarsvip. Það var athyglisvert að flokkadrættir Sturlungaaldar voru enn að valda mönnum geðshræringu. Sturla og Gissur áttu sér dygga fylgismenn í hópnum þótt tæp 800 ár séu liðin frá blóðugum átökum þeirra. En hver hefðu orðið örlög þessara glæstu höfðingja á okkar tímum? Sveimhuginn Sturla Sighvatsson hefði áttað sig fljótlega á því að hann átti ekkert erindi í pólitík sakir ákvarðanafælni. Hann hefði fetað í fótspor Snorra frænda síns og orðið rithöfundur og síðan forstjóri hugbúnaðarfyrirtækis. Glæsileiki og mikil kvenhylli hefðu fleytt honum langt í heimi viðskipta og lista. Gissur hefði orðið óumdeildur leiðtogi þjóðarinnar enda vel til þess fallinn að vera nútímapólitíkus. Hann var miskunnarlaus og ófyrirleitinn, sór eiða sem hann rauf jafnharðan og hikaði ekki við að beita sögulegum fölsunum í tækifærisræðum. Gissur kom Íslandi undir Noregskonung enda var hann fyrsti raunverulegi Evrópusinninn. Jarlinn hefði leitt Ísland farsællega inn í Evrópusambandið og náð langt sem einn af leiðtogum sameinaðrar Evrópu. Hann hefði látið sig engu skipta hvort frændum hans í Framsóknarflokknum líkaði það betur eða verr.
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar