Draumasumar ofnæmispésans á Suðvesturlandi Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 9. júlí 2018 12:45 Slegið í Grindavík með frjálsri aðferð í síðustu viku. Fréttablaðið/Eyþór Eins og alþjóð veit hefur sumarið ekki leikið við íbúa höfuðborgarsvæðisins þetta sumarið. Mikil úrkoma og kuldi hefur meðal annars haft þau áhrif að Íslendingar flykkjast í ferðir til suðrænni landa. Veðrið hefur þó ekki verið alslæmt fyrir þá sem þjást af frjókornaofnæmi, þar sem heildarfjöldi frjókorna var mjög lítill á höfuðborgarsvæðinu í júní. Frjó mældust alla daga mánaðarins en í litlu magni. Á Akureyri, þar sem sólskinsstundir voru 15 fleiri en á meðal ári og meðalhiti hærri en síðustu ár mældist heildarfjöldi frjókorna einnig yfir meðallagi. Ellý Renée Guðjohnsen, líffræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, segir að rigningasumarið í Reykjavík fari heldur betur vel í ofnæmispésana.Lítið var um frjó í lofti á höfuðborgarsvæðinu í júní.Náttúrufræðistofnun Íslands„Það fer vel í það hérna suðvestanlands. Það er mjög lítið af frjókornum. Eins og sést þegar styttir upp og hlýnar þá eru frjókorn á ferli en að öðru leyti þá liggja þau niðri,“ segir Ellý í samtali við Vísi.Í hugleiðingum veðurfræðings í morgun er gert ráð fyrir að það hlýni í veðri á vestanverðu landinu í næstu viku og Ellý segir að þá megi gera ráð fyrir að frjókornin fari á kreik. „Ég veit ekki alveg hvernig spáin er út júlí en um leið og veðrið batnar þá verða grasfrjókorn í loftinu.“ Illa hefur gengið að slá gras vegna vætu víða á landinu og Ellý segir að búast megi við töluverðu magni frjókorna í loftinu um leið og það styttir upp og hlýnar, en grasafrjó mælist oftast mest í júlí og ágúst. Það er því betra að slá blettinn um leið og færi gefst. Á vef Astma- og ofnæmisfélags Íslands eru gefin góð ráð gegn frjókornaofnæmi:Hægt er að takmarka gróður í nánasta umhverfi viðkvæmra einstaklinga þó að fæstir vilji hafa malbikaðan garð.Þurrkið ekki þvott á snúru utandyra þegar mikið er af frjókornum í loftinu því að þau setjast í föt og lín.Látið ekki barnavagna standa utandyra og safna í sig frjókornum.Reynið að útiloka plöntur innandyra ef þær valda ofnæmi.Hafir þú ofnæmi fyrir grasi skalt þú reyna að fá einhvern annan til að slá blettinn.Farðu alltaf eftir ráðleggingum læknis um notkun ofnæmislyfja, hafir þú fengið slík lyf. Veður Tengdar fréttir Veðrið hrekur Íslendinga í skyndiferðir á vit sólarinnar Forsvarsmenn ferðaskrifstofa í höfuðborginni segja greinilega aukningu í sölu á utanlandsferðum í rigningartíðinni og þá ber á því að fólk panti ferðir með skemmri fyrirvara en ella. Margir virðast einnig sækja í sólina á Austurlandi. 29. júní 2018 13:00 Sólarleysið í borginni komið í heimsfréttirnar Sólarleysið hefur ekki farið framhjá blaðamönnum Guardian og AP sem undanfarna daga hafa fjallað um veðrið á Íslandi. 6. júlí 2018 20:00 Líkur á sól og hlýindum á vestanverðu landinu í næstu viku Lægð suður af landinu gæti blásið austanvindum sem myndu orsaka þurrk og hlýindi á vestanverðu landinu. 9. júlí 2018 10:33 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Fleiri fréttir „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Sjá meira
Eins og alþjóð veit hefur sumarið ekki leikið við íbúa höfuðborgarsvæðisins þetta sumarið. Mikil úrkoma og kuldi hefur meðal annars haft þau áhrif að Íslendingar flykkjast í ferðir til suðrænni landa. Veðrið hefur þó ekki verið alslæmt fyrir þá sem þjást af frjókornaofnæmi, þar sem heildarfjöldi frjókorna var mjög lítill á höfuðborgarsvæðinu í júní. Frjó mældust alla daga mánaðarins en í litlu magni. Á Akureyri, þar sem sólskinsstundir voru 15 fleiri en á meðal ári og meðalhiti hærri en síðustu ár mældist heildarfjöldi frjókorna einnig yfir meðallagi. Ellý Renée Guðjohnsen, líffræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, segir að rigningasumarið í Reykjavík fari heldur betur vel í ofnæmispésana.Lítið var um frjó í lofti á höfuðborgarsvæðinu í júní.Náttúrufræðistofnun Íslands„Það fer vel í það hérna suðvestanlands. Það er mjög lítið af frjókornum. Eins og sést þegar styttir upp og hlýnar þá eru frjókorn á ferli en að öðru leyti þá liggja þau niðri,“ segir Ellý í samtali við Vísi.Í hugleiðingum veðurfræðings í morgun er gert ráð fyrir að það hlýni í veðri á vestanverðu landinu í næstu viku og Ellý segir að þá megi gera ráð fyrir að frjókornin fari á kreik. „Ég veit ekki alveg hvernig spáin er út júlí en um leið og veðrið batnar þá verða grasfrjókorn í loftinu.“ Illa hefur gengið að slá gras vegna vætu víða á landinu og Ellý segir að búast megi við töluverðu magni frjókorna í loftinu um leið og það styttir upp og hlýnar, en grasafrjó mælist oftast mest í júlí og ágúst. Það er því betra að slá blettinn um leið og færi gefst. Á vef Astma- og ofnæmisfélags Íslands eru gefin góð ráð gegn frjókornaofnæmi:Hægt er að takmarka gróður í nánasta umhverfi viðkvæmra einstaklinga þó að fæstir vilji hafa malbikaðan garð.Þurrkið ekki þvott á snúru utandyra þegar mikið er af frjókornum í loftinu því að þau setjast í föt og lín.Látið ekki barnavagna standa utandyra og safna í sig frjókornum.Reynið að útiloka plöntur innandyra ef þær valda ofnæmi.Hafir þú ofnæmi fyrir grasi skalt þú reyna að fá einhvern annan til að slá blettinn.Farðu alltaf eftir ráðleggingum læknis um notkun ofnæmislyfja, hafir þú fengið slík lyf.
Veður Tengdar fréttir Veðrið hrekur Íslendinga í skyndiferðir á vit sólarinnar Forsvarsmenn ferðaskrifstofa í höfuðborginni segja greinilega aukningu í sölu á utanlandsferðum í rigningartíðinni og þá ber á því að fólk panti ferðir með skemmri fyrirvara en ella. Margir virðast einnig sækja í sólina á Austurlandi. 29. júní 2018 13:00 Sólarleysið í borginni komið í heimsfréttirnar Sólarleysið hefur ekki farið framhjá blaðamönnum Guardian og AP sem undanfarna daga hafa fjallað um veðrið á Íslandi. 6. júlí 2018 20:00 Líkur á sól og hlýindum á vestanverðu landinu í næstu viku Lægð suður af landinu gæti blásið austanvindum sem myndu orsaka þurrk og hlýindi á vestanverðu landinu. 9. júlí 2018 10:33 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Fleiri fréttir „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Sjá meira
Veðrið hrekur Íslendinga í skyndiferðir á vit sólarinnar Forsvarsmenn ferðaskrifstofa í höfuðborginni segja greinilega aukningu í sölu á utanlandsferðum í rigningartíðinni og þá ber á því að fólk panti ferðir með skemmri fyrirvara en ella. Margir virðast einnig sækja í sólina á Austurlandi. 29. júní 2018 13:00
Sólarleysið í borginni komið í heimsfréttirnar Sólarleysið hefur ekki farið framhjá blaðamönnum Guardian og AP sem undanfarna daga hafa fjallað um veðrið á Íslandi. 6. júlí 2018 20:00
Líkur á sól og hlýindum á vestanverðu landinu í næstu viku Lægð suður af landinu gæti blásið austanvindum sem myndu orsaka þurrk og hlýindi á vestanverðu landinu. 9. júlí 2018 10:33