Draumasumar ofnæmispésans á Suðvesturlandi Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 9. júlí 2018 12:45 Slegið í Grindavík með frjálsri aðferð í síðustu viku. Fréttablaðið/Eyþór Eins og alþjóð veit hefur sumarið ekki leikið við íbúa höfuðborgarsvæðisins þetta sumarið. Mikil úrkoma og kuldi hefur meðal annars haft þau áhrif að Íslendingar flykkjast í ferðir til suðrænni landa. Veðrið hefur þó ekki verið alslæmt fyrir þá sem þjást af frjókornaofnæmi, þar sem heildarfjöldi frjókorna var mjög lítill á höfuðborgarsvæðinu í júní. Frjó mældust alla daga mánaðarins en í litlu magni. Á Akureyri, þar sem sólskinsstundir voru 15 fleiri en á meðal ári og meðalhiti hærri en síðustu ár mældist heildarfjöldi frjókorna einnig yfir meðallagi. Ellý Renée Guðjohnsen, líffræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, segir að rigningasumarið í Reykjavík fari heldur betur vel í ofnæmispésana.Lítið var um frjó í lofti á höfuðborgarsvæðinu í júní.Náttúrufræðistofnun Íslands„Það fer vel í það hérna suðvestanlands. Það er mjög lítið af frjókornum. Eins og sést þegar styttir upp og hlýnar þá eru frjókorn á ferli en að öðru leyti þá liggja þau niðri,“ segir Ellý í samtali við Vísi.Í hugleiðingum veðurfræðings í morgun er gert ráð fyrir að það hlýni í veðri á vestanverðu landinu í næstu viku og Ellý segir að þá megi gera ráð fyrir að frjókornin fari á kreik. „Ég veit ekki alveg hvernig spáin er út júlí en um leið og veðrið batnar þá verða grasfrjókorn í loftinu.“ Illa hefur gengið að slá gras vegna vætu víða á landinu og Ellý segir að búast megi við töluverðu magni frjókorna í loftinu um leið og það styttir upp og hlýnar, en grasafrjó mælist oftast mest í júlí og ágúst. Það er því betra að slá blettinn um leið og færi gefst. Á vef Astma- og ofnæmisfélags Íslands eru gefin góð ráð gegn frjókornaofnæmi:Hægt er að takmarka gróður í nánasta umhverfi viðkvæmra einstaklinga þó að fæstir vilji hafa malbikaðan garð.Þurrkið ekki þvott á snúru utandyra þegar mikið er af frjókornum í loftinu því að þau setjast í föt og lín.Látið ekki barnavagna standa utandyra og safna í sig frjókornum.Reynið að útiloka plöntur innandyra ef þær valda ofnæmi.Hafir þú ofnæmi fyrir grasi skalt þú reyna að fá einhvern annan til að slá blettinn.Farðu alltaf eftir ráðleggingum læknis um notkun ofnæmislyfja, hafir þú fengið slík lyf. Veður Tengdar fréttir Veðrið hrekur Íslendinga í skyndiferðir á vit sólarinnar Forsvarsmenn ferðaskrifstofa í höfuðborginni segja greinilega aukningu í sölu á utanlandsferðum í rigningartíðinni og þá ber á því að fólk panti ferðir með skemmri fyrirvara en ella. Margir virðast einnig sækja í sólina á Austurlandi. 29. júní 2018 13:00 Sólarleysið í borginni komið í heimsfréttirnar Sólarleysið hefur ekki farið framhjá blaðamönnum Guardian og AP sem undanfarna daga hafa fjallað um veðrið á Íslandi. 6. júlí 2018 20:00 Líkur á sól og hlýindum á vestanverðu landinu í næstu viku Lægð suður af landinu gæti blásið austanvindum sem myndu orsaka þurrk og hlýindi á vestanverðu landinu. 9. júlí 2018 10:33 Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira
Eins og alþjóð veit hefur sumarið ekki leikið við íbúa höfuðborgarsvæðisins þetta sumarið. Mikil úrkoma og kuldi hefur meðal annars haft þau áhrif að Íslendingar flykkjast í ferðir til suðrænni landa. Veðrið hefur þó ekki verið alslæmt fyrir þá sem þjást af frjókornaofnæmi, þar sem heildarfjöldi frjókorna var mjög lítill á höfuðborgarsvæðinu í júní. Frjó mældust alla daga mánaðarins en í litlu magni. Á Akureyri, þar sem sólskinsstundir voru 15 fleiri en á meðal ári og meðalhiti hærri en síðustu ár mældist heildarfjöldi frjókorna einnig yfir meðallagi. Ellý Renée Guðjohnsen, líffræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, segir að rigningasumarið í Reykjavík fari heldur betur vel í ofnæmispésana.Lítið var um frjó í lofti á höfuðborgarsvæðinu í júní.Náttúrufræðistofnun Íslands„Það fer vel í það hérna suðvestanlands. Það er mjög lítið af frjókornum. Eins og sést þegar styttir upp og hlýnar þá eru frjókorn á ferli en að öðru leyti þá liggja þau niðri,“ segir Ellý í samtali við Vísi.Í hugleiðingum veðurfræðings í morgun er gert ráð fyrir að það hlýni í veðri á vestanverðu landinu í næstu viku og Ellý segir að þá megi gera ráð fyrir að frjókornin fari á kreik. „Ég veit ekki alveg hvernig spáin er út júlí en um leið og veðrið batnar þá verða grasfrjókorn í loftinu.“ Illa hefur gengið að slá gras vegna vætu víða á landinu og Ellý segir að búast megi við töluverðu magni frjókorna í loftinu um leið og það styttir upp og hlýnar, en grasafrjó mælist oftast mest í júlí og ágúst. Það er því betra að slá blettinn um leið og færi gefst. Á vef Astma- og ofnæmisfélags Íslands eru gefin góð ráð gegn frjókornaofnæmi:Hægt er að takmarka gróður í nánasta umhverfi viðkvæmra einstaklinga þó að fæstir vilji hafa malbikaðan garð.Þurrkið ekki þvott á snúru utandyra þegar mikið er af frjókornum í loftinu því að þau setjast í föt og lín.Látið ekki barnavagna standa utandyra og safna í sig frjókornum.Reynið að útiloka plöntur innandyra ef þær valda ofnæmi.Hafir þú ofnæmi fyrir grasi skalt þú reyna að fá einhvern annan til að slá blettinn.Farðu alltaf eftir ráðleggingum læknis um notkun ofnæmislyfja, hafir þú fengið slík lyf.
Veður Tengdar fréttir Veðrið hrekur Íslendinga í skyndiferðir á vit sólarinnar Forsvarsmenn ferðaskrifstofa í höfuðborginni segja greinilega aukningu í sölu á utanlandsferðum í rigningartíðinni og þá ber á því að fólk panti ferðir með skemmri fyrirvara en ella. Margir virðast einnig sækja í sólina á Austurlandi. 29. júní 2018 13:00 Sólarleysið í borginni komið í heimsfréttirnar Sólarleysið hefur ekki farið framhjá blaðamönnum Guardian og AP sem undanfarna daga hafa fjallað um veðrið á Íslandi. 6. júlí 2018 20:00 Líkur á sól og hlýindum á vestanverðu landinu í næstu viku Lægð suður af landinu gæti blásið austanvindum sem myndu orsaka þurrk og hlýindi á vestanverðu landinu. 9. júlí 2018 10:33 Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira
Veðrið hrekur Íslendinga í skyndiferðir á vit sólarinnar Forsvarsmenn ferðaskrifstofa í höfuðborginni segja greinilega aukningu í sölu á utanlandsferðum í rigningartíðinni og þá ber á því að fólk panti ferðir með skemmri fyrirvara en ella. Margir virðast einnig sækja í sólina á Austurlandi. 29. júní 2018 13:00
Sólarleysið í borginni komið í heimsfréttirnar Sólarleysið hefur ekki farið framhjá blaðamönnum Guardian og AP sem undanfarna daga hafa fjallað um veðrið á Íslandi. 6. júlí 2018 20:00
Líkur á sól og hlýindum á vestanverðu landinu í næstu viku Lægð suður af landinu gæti blásið austanvindum sem myndu orsaka þurrk og hlýindi á vestanverðu landinu. 9. júlí 2018 10:33