Sagður hafa misnotað sér hrumleika Stan Lee Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. júní 2018 08:43 Stan Lee sést hér með umboðsmanni sínum Keya Morgan. Vísir/Getty Umboðsmaður Stan Lee, stofnanda teiknimyndasögufyrirtækisins Marvel, er sagður hafa misnotað sér bágt heilsuástand umbjóðanda síns. Lögmaður Lee hefur fengið tímabundið nálgunarbann gegn umboðsmanninum, sem hefur í raun gegnt umönnunarhlutverki í lífi hins 95 ára gamla Lee á síðustu misserum. Umboðsmaðurinn, Keya Morgan, er sagður í frétt breska ríkisútvarpsins hafa gert sig gildandi í lífi Lee eftir að eiginkona teiknimyndasögugoðsagnarinnar lést í fyrra. Morgan hafi í raun „troðið sér inn“ í tómarúmið sem hún skildi eftir sig eins og það er orðað. Í nálgunarbannsbeiðninni er Morgan sagður ráða nær öllu er viðkemur lífi Lee, til að mynda hvar hann er búsettur og hver fái að hitta hann. Þannig hafi hann til að mynda þvingað hinn aldraða Lee til flytja af heimili sínu í fyrra. „Morgan hefur því haft óeðlileg áhrif á Lee og einangrað hann,“ segir í beiðninni. Það kemur svo í ljós í byrjun júlí hvort að nálgunarbann Lee gegn Morgan verði varanlegt. Morgan var handtekinn á mánudag vegna gruns um að hann hafi kallað eftir aðstoð lögreglunnar að ósekju. Hann er sagður hafa tilkynnt lögreglunni að brotist hafa verið inn á heimili Lee. „Innbrotsþjófarnir“ reyndust vera tvær rannsóknarlögreglumenn og einn starfsmaður félagsþjónustunnar sem komið höfðu til að kanna aðstæður Lee. Eftir að Morgan var sleppt úr haldi, gegn greiðslu tryggingar, birti Lee eftirfarandi myndband á samfélagsmiðlum. Í því segir hann að Morgan sé í raun eini samstarfs- og umboðsmaður hans. Stan Lee er einn dáðasti framleiðandi teiknimynda í sögunni en eftir hann liggja ótal bækur og myndir um hetjur á borð við Köngulóarmanninn, Jarfinn og Þrumuguðinn Þór.My only partner and business manager is @KeyaMorgan not all the other people making false claims. pic.twitter.com/JKUT1BZNI7— stan lee (@TheRealStanLee) June 10, 2018 Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Innlent Fleiri fréttir Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Sjá meira
Umboðsmaður Stan Lee, stofnanda teiknimyndasögufyrirtækisins Marvel, er sagður hafa misnotað sér bágt heilsuástand umbjóðanda síns. Lögmaður Lee hefur fengið tímabundið nálgunarbann gegn umboðsmanninum, sem hefur í raun gegnt umönnunarhlutverki í lífi hins 95 ára gamla Lee á síðustu misserum. Umboðsmaðurinn, Keya Morgan, er sagður í frétt breska ríkisútvarpsins hafa gert sig gildandi í lífi Lee eftir að eiginkona teiknimyndasögugoðsagnarinnar lést í fyrra. Morgan hafi í raun „troðið sér inn“ í tómarúmið sem hún skildi eftir sig eins og það er orðað. Í nálgunarbannsbeiðninni er Morgan sagður ráða nær öllu er viðkemur lífi Lee, til að mynda hvar hann er búsettur og hver fái að hitta hann. Þannig hafi hann til að mynda þvingað hinn aldraða Lee til flytja af heimili sínu í fyrra. „Morgan hefur því haft óeðlileg áhrif á Lee og einangrað hann,“ segir í beiðninni. Það kemur svo í ljós í byrjun júlí hvort að nálgunarbann Lee gegn Morgan verði varanlegt. Morgan var handtekinn á mánudag vegna gruns um að hann hafi kallað eftir aðstoð lögreglunnar að ósekju. Hann er sagður hafa tilkynnt lögreglunni að brotist hafa verið inn á heimili Lee. „Innbrotsþjófarnir“ reyndust vera tvær rannsóknarlögreglumenn og einn starfsmaður félagsþjónustunnar sem komið höfðu til að kanna aðstæður Lee. Eftir að Morgan var sleppt úr haldi, gegn greiðslu tryggingar, birti Lee eftirfarandi myndband á samfélagsmiðlum. Í því segir hann að Morgan sé í raun eini samstarfs- og umboðsmaður hans. Stan Lee er einn dáðasti framleiðandi teiknimynda í sögunni en eftir hann liggja ótal bækur og myndir um hetjur á borð við Köngulóarmanninn, Jarfinn og Þrumuguðinn Þór.My only partner and business manager is @KeyaMorgan not all the other people making false claims. pic.twitter.com/JKUT1BZNI7— stan lee (@TheRealStanLee) June 10, 2018
Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Innlent Fleiri fréttir Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Sjá meira