Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Samúel Karl Ólason skrifar 7. febrúar 2025 15:59 Elon Musk, auðugasti maður heims, hefur gefið til kynna að hann vilji endurráða manninn og að blaðakonan sem sagði fréttina verði rekin. AP/Alex Brandon Ungur starfsmaður DOGE, hefur sagt af sér eftir að hann var bendlaður við síðu á samfélagsmiðli þar sem hann lét fjölda rasískra ummæla falla. Hinn 25 ára gamli Marko Elez, hefur komið að vinnu DOGE við að skera verulega niður hjá alríkinu í Bandaríkjunum, undir stjórn Elons Musk, auðugasta manns heims. Elez hélt úti síðu á X undir nafninu @nullllptr, þar sem hann mun ítrekað hafa kastað fram rasískum ummælum og talað vel um kynbótaaðferðir. Í frétt Wall Street Journal, þar sem hann var tengdur síðunni, kemur fram að Elez virðist vera sérstaklega illa við Indverja. Kallaði hann til að mynda eftir því að hatur gegn Indverjum yrði normaliserað. Hann skrifaði einnig að ekki væri hægt að greiða honum fyrir það að gifta sig út fyrir kynstofn sinn og stærði sigi af því að hafa verið rasisti „áður en það var kúl“. Starfsmenn DOGE, sem margir eru ungir karlmenn, hafa gengið hart fram í niðurskurði hjá alríkinu og þykir vinna þeirra mjög umdeild. Sjá einnig: Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Elez sjálfur hefur verið viðloðinn dómsmál vegna aðgengi hans að greiðslukerfi fjármálaráðuneytisins sem inniheldur persónuupplýsingar fjölmargra Bandaríkjamanna. Dómari úrskurðaði í gærmorgun að Elez mætti hafa aðgang að kerfinu en takmarkaði hvernig hann mætti dreifa upplýsingum þaðan áfram. Hann sagði þó af sér í gærkvöldi, eftir að fyrirspurn um áðurnefnda X-síðu var send til Hvíta hússins. Musk vill að fréttakonan verði rekin Í frétt WSJ segir að Elez hafi unnið fyrir Musk hjá bæði SpaceX og X. Hjá geimfyrirtækinu vann hann við Starlink-gervihnetti og við gervigreind hjá X. Musk hvatti fólk til að sækja um hjá DOGE í lok síðasta árs en svo virðist sem flestir sem hafi verið ráðnir séu ungir menn sem deili lífsskoðunum auðjöfursins. Scott Bessent, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, varði starfsmenn DOGE í viðtali í gær og sagði þá mjög þjálfaða fagmenn. Musk, sem hefur ítrekað haldið því fram að hann sé mjög svo hlynntur algeru tjáningarfrelsi, hefur kallað eftir því að blaðakonan sem tengdi Elez við síðuna umdeildu verði rekin úr starfi sínu hjá Wall Street Journal vegna fréttaflutnings hennar. Hann hefur einnig opnað könnun á síðu sinni á X, samfélagsmiðli sínum, þar sem hann spyr hvort hann eigi að ráða Elez aftur til DOGE. Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Tengdar fréttir Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti í gær tilnefningu Russel Vought í embætti yfirmanns fjárlagaskrifstofu forsetaembættisins. Það er sama áhrifamikla embætti og hann gegndi í fyrri stjórnartíð Trumps en í millitíðinni var Vought einn aðalhöfunda hins umdeilda plaggs, Project 2025. 7. febrúar 2025 09:52 Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Stjórnvöld í Bandaríkjunum hyggjast fækka starfsmönnum U.S. Agency for International Development (USAID) úr 10 þúsund í tæplega 300. Þetta hefur New York Times eftir heimildarmönnum. 7. febrúar 2025 08:20 Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur undirritað enn eina forsetatilskipunina sem vekur athygli. Að þessu sinni beinir hann spjótum sínum að Alþjóðlega sakamáladómstólnum í Haag (ICC). 7. febrúar 2025 07:00 Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Alríkisdómarinn George O'Toole Jr stöðvaði í gær áætlun Donald Trump Bandaríkjaforseta um að bjóða opinberum starfsmönnum að segja upp gegn því að fá greidd laun út september. 7. febrúar 2025 06:54 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Sjá meira
Elez hélt úti síðu á X undir nafninu @nullllptr, þar sem hann mun ítrekað hafa kastað fram rasískum ummælum og talað vel um kynbótaaðferðir. Í frétt Wall Street Journal, þar sem hann var tengdur síðunni, kemur fram að Elez virðist vera sérstaklega illa við Indverja. Kallaði hann til að mynda eftir því að hatur gegn Indverjum yrði normaliserað. Hann skrifaði einnig að ekki væri hægt að greiða honum fyrir það að gifta sig út fyrir kynstofn sinn og stærði sigi af því að hafa verið rasisti „áður en það var kúl“. Starfsmenn DOGE, sem margir eru ungir karlmenn, hafa gengið hart fram í niðurskurði hjá alríkinu og þykir vinna þeirra mjög umdeild. Sjá einnig: Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Elez sjálfur hefur verið viðloðinn dómsmál vegna aðgengi hans að greiðslukerfi fjármálaráðuneytisins sem inniheldur persónuupplýsingar fjölmargra Bandaríkjamanna. Dómari úrskurðaði í gærmorgun að Elez mætti hafa aðgang að kerfinu en takmarkaði hvernig hann mætti dreifa upplýsingum þaðan áfram. Hann sagði þó af sér í gærkvöldi, eftir að fyrirspurn um áðurnefnda X-síðu var send til Hvíta hússins. Musk vill að fréttakonan verði rekin Í frétt WSJ segir að Elez hafi unnið fyrir Musk hjá bæði SpaceX og X. Hjá geimfyrirtækinu vann hann við Starlink-gervihnetti og við gervigreind hjá X. Musk hvatti fólk til að sækja um hjá DOGE í lok síðasta árs en svo virðist sem flestir sem hafi verið ráðnir séu ungir menn sem deili lífsskoðunum auðjöfursins. Scott Bessent, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, varði starfsmenn DOGE í viðtali í gær og sagði þá mjög þjálfaða fagmenn. Musk, sem hefur ítrekað haldið því fram að hann sé mjög svo hlynntur algeru tjáningarfrelsi, hefur kallað eftir því að blaðakonan sem tengdi Elez við síðuna umdeildu verði rekin úr starfi sínu hjá Wall Street Journal vegna fréttaflutnings hennar. Hann hefur einnig opnað könnun á síðu sinni á X, samfélagsmiðli sínum, þar sem hann spyr hvort hann eigi að ráða Elez aftur til DOGE.
Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Tengdar fréttir Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti í gær tilnefningu Russel Vought í embætti yfirmanns fjárlagaskrifstofu forsetaembættisins. Það er sama áhrifamikla embætti og hann gegndi í fyrri stjórnartíð Trumps en í millitíðinni var Vought einn aðalhöfunda hins umdeilda plaggs, Project 2025. 7. febrúar 2025 09:52 Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Stjórnvöld í Bandaríkjunum hyggjast fækka starfsmönnum U.S. Agency for International Development (USAID) úr 10 þúsund í tæplega 300. Þetta hefur New York Times eftir heimildarmönnum. 7. febrúar 2025 08:20 Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur undirritað enn eina forsetatilskipunina sem vekur athygli. Að þessu sinni beinir hann spjótum sínum að Alþjóðlega sakamáladómstólnum í Haag (ICC). 7. febrúar 2025 07:00 Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Alríkisdómarinn George O'Toole Jr stöðvaði í gær áætlun Donald Trump Bandaríkjaforseta um að bjóða opinberum starfsmönnum að segja upp gegn því að fá greidd laun út september. 7. febrúar 2025 06:54 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Sjá meira
Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti í gær tilnefningu Russel Vought í embætti yfirmanns fjárlagaskrifstofu forsetaembættisins. Það er sama áhrifamikla embætti og hann gegndi í fyrri stjórnartíð Trumps en í millitíðinni var Vought einn aðalhöfunda hins umdeilda plaggs, Project 2025. 7. febrúar 2025 09:52
Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Stjórnvöld í Bandaríkjunum hyggjast fækka starfsmönnum U.S. Agency for International Development (USAID) úr 10 þúsund í tæplega 300. Þetta hefur New York Times eftir heimildarmönnum. 7. febrúar 2025 08:20
Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur undirritað enn eina forsetatilskipunina sem vekur athygli. Að þessu sinni beinir hann spjótum sínum að Alþjóðlega sakamáladómstólnum í Haag (ICC). 7. febrúar 2025 07:00
Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Alríkisdómarinn George O'Toole Jr stöðvaði í gær áætlun Donald Trump Bandaríkjaforseta um að bjóða opinberum starfsmönnum að segja upp gegn því að fá greidd laun út september. 7. febrúar 2025 06:54
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent