Segir engan vilja búa á Gasa Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 4. febrúar 2025 23:50 Donald Trump og Netanjahú hafa lengi verið vinir. AP/Alex Brandon Forsætisráðherra Ísrael heimsækir forseta Bandaríkjanna í dag. Þeir koma til með að ræða vopnahlé milli Ísrael og Gasa á meðan heimsókninni stendur. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, er fyrsti erlendi leiðtoginn sem heimsækir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á þessu kjörtímabili Trumps. Talið er að helsta umræðuefni leiðtoganna verði vopnahlé milli Ísrael og Gasa. Samkvæmt BBC hefur Netanjahú ítrekað sagt að vopnahlé milli Ísrael og Gasa sé einungis tímabundið. Hluti ríkisstjórnar Netanjahú vill halda áfram að ráðast á Gasa þar til Hamas-samtökunum hefur verið útrýmt. Trump hefur ítrekað sagt að íbúar Gasa vilja frekar flytja eitthvert annað heldur en að snúa aftur. Netanjahú er í nokkurra daga heimsókn í Bandaríkjunum. Á X-síðu sinni skrifaði hann að heimsóknin sýni fram á að sterk tengsl séu á milli Ísrael og Bandaríkjanna. Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn í Haag gaf út handtökuskipun á hendur Netanjahú vegna stríðsglæpa og glæpa gegn mannkyninu í nóvember 2024. Stjórnvöld í Bandaríkjunum viðurkenna ekki dómstólinn. Segir íbúa Gasa yfirgefa landið með glöðu geði „Ég held að þau [íbúar Gasa] ættu að fá gott, ferskt, fallegt land og við getum fengið fólk til að borga fyrir að byggja það og gera það almennilegt og gera það íbúðarhæft og ánægjulegt,“ sagði Trump við blaðamenn fyrir fundinn. Hann gaf í skyn að umrætt land gæti verið í Egyptalandi og Jórdaníu. Þá sagði hann að ef að íbúar Gasa fengju tækifærið myndi þau glöð fara þaðan og búa annars staðar. „Þau eru þarna því þau hafa engan annan möguleika. Hvað hafa þau? Þetta er stór hrúga af rústum núna,“ sagði Trump. Enginn vilji vera á Gasa Á blaðamannafundi Trumps og Netanjahú endurtók sá fyrrnefndi að Palestínubúar ættu að flytja til Egyptalands eða Jórdaníu. Þá sagði hann að önnur lönd myndu einnig taka við íbúum Palestínu. „Ég sé það [íbúa Gasa snúa aftur] ekki gerast, það er of hættulegt fyrir fólk, enginn getur farið þangað. Enginn vill vera þarna, bardagamenn vilja ekki vera þarna, hermenn vilja ekki vera þarna. Hvernig getur þú látið fólk snúa aftur? Þú segir að fólk eigi að fara aftur til Gasa núna? Sömu hlutirnir munu gerast, það verður einungis dauði. Besta leiðin er að fara og fá falleg opin svæði með sólarljós og eitthvað fallegt. Þau munu ekki vilja snúa aftur til Gasa,“ sagði Trump. Netanjahú ræddi einnig við blaðamenn um vopnahlé og gíslaskipti sem hafa átt sér stað undanfarnar vikur. „Ég styð það að fá alla gíslana til baka og ná öllum hernaðarlegum markmiðum okkar. Það felur í sér að eyðileggja her Hamas og stjórnargetu og tryggja að Gasa ógni okkur aldrei aftur,“ sagði Netanjahú við blaðamenn. Hann lagði mikla áherslu á það að hann ætlar sér að ná öllum þremur markmiðunum. Trump sagði einnig að átökin í Ísrael og Palestínu hefðu ekki átt sér stað hefði hann verið forseti. „Þegar ég fór úr embætti var ekkert að, ekkert Rússland og Úkraína að berjast, enginn 7. október, það var ekkert. En mjög léleg forysta leiddi til margra vandamála og margra dauðsfalla. Það er skömm en við slökkvum eldana. Það eru margir eldar en við munum slökkva þá,“ sagði Trump. Bandaríkin Ísrael Donald Trump Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, er fyrsti erlendi leiðtoginn sem heimsækir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á þessu kjörtímabili Trumps. Talið er að helsta umræðuefni leiðtoganna verði vopnahlé milli Ísrael og Gasa. Samkvæmt BBC hefur Netanjahú ítrekað sagt að vopnahlé milli Ísrael og Gasa sé einungis tímabundið. Hluti ríkisstjórnar Netanjahú vill halda áfram að ráðast á Gasa þar til Hamas-samtökunum hefur verið útrýmt. Trump hefur ítrekað sagt að íbúar Gasa vilja frekar flytja eitthvert annað heldur en að snúa aftur. Netanjahú er í nokkurra daga heimsókn í Bandaríkjunum. Á X-síðu sinni skrifaði hann að heimsóknin sýni fram á að sterk tengsl séu á milli Ísrael og Bandaríkjanna. Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn í Haag gaf út handtökuskipun á hendur Netanjahú vegna stríðsglæpa og glæpa gegn mannkyninu í nóvember 2024. Stjórnvöld í Bandaríkjunum viðurkenna ekki dómstólinn. Segir íbúa Gasa yfirgefa landið með glöðu geði „Ég held að þau [íbúar Gasa] ættu að fá gott, ferskt, fallegt land og við getum fengið fólk til að borga fyrir að byggja það og gera það almennilegt og gera það íbúðarhæft og ánægjulegt,“ sagði Trump við blaðamenn fyrir fundinn. Hann gaf í skyn að umrætt land gæti verið í Egyptalandi og Jórdaníu. Þá sagði hann að ef að íbúar Gasa fengju tækifærið myndi þau glöð fara þaðan og búa annars staðar. „Þau eru þarna því þau hafa engan annan möguleika. Hvað hafa þau? Þetta er stór hrúga af rústum núna,“ sagði Trump. Enginn vilji vera á Gasa Á blaðamannafundi Trumps og Netanjahú endurtók sá fyrrnefndi að Palestínubúar ættu að flytja til Egyptalands eða Jórdaníu. Þá sagði hann að önnur lönd myndu einnig taka við íbúum Palestínu. „Ég sé það [íbúa Gasa snúa aftur] ekki gerast, það er of hættulegt fyrir fólk, enginn getur farið þangað. Enginn vill vera þarna, bardagamenn vilja ekki vera þarna, hermenn vilja ekki vera þarna. Hvernig getur þú látið fólk snúa aftur? Þú segir að fólk eigi að fara aftur til Gasa núna? Sömu hlutirnir munu gerast, það verður einungis dauði. Besta leiðin er að fara og fá falleg opin svæði með sólarljós og eitthvað fallegt. Þau munu ekki vilja snúa aftur til Gasa,“ sagði Trump. Netanjahú ræddi einnig við blaðamenn um vopnahlé og gíslaskipti sem hafa átt sér stað undanfarnar vikur. „Ég styð það að fá alla gíslana til baka og ná öllum hernaðarlegum markmiðum okkar. Það felur í sér að eyðileggja her Hamas og stjórnargetu og tryggja að Gasa ógni okkur aldrei aftur,“ sagði Netanjahú við blaðamenn. Hann lagði mikla áherslu á það að hann ætlar sér að ná öllum þremur markmiðunum. Trump sagði einnig að átökin í Ísrael og Palestínu hefðu ekki átt sér stað hefði hann verið forseti. „Þegar ég fór úr embætti var ekkert að, ekkert Rússland og Úkraína að berjast, enginn 7. október, það var ekkert. En mjög léleg forysta leiddi til margra vandamála og margra dauðsfalla. Það er skömm en við slökkvum eldana. Það eru margir eldar en við munum slökkva þá,“ sagði Trump.
Bandaríkin Ísrael Donald Trump Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira