Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 5. febrúar 2025 23:40 Sveinn Rúnar Hauksson hefur oft heimsótt Gasaströndina. Stöð 2 Fyrrverandi formaður Félagsins Íslands-Palestínu segir ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta um að flytja Palestínubúa frá Gasa og byggja þar glæsibaðströnd. Með umdeildum tillögum hafi forsetanum tekist að sameina heim allan. Á sameiginlegum blaðamannafundi Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, og Donald Trumps í gærkvöldi viðraði Trump hugmyndir sínar um að flytja Palestínubúa á brott frá Gasa og byggja þar glæsibaðströnd eða „rivíeru.“ Sveinn Rúnar Hauksson, formaður Félags Íslands-Palestína segir ekkert eðlilegt við heimsóknina. „Það er ekkert eðlilegt við þetta. Það er ekkert eðlilegt við það að Bandaríkjaforseti hafi sér við hlið stríðsglæpamann sem er eftirlýstur sem hefði raunar átt að vera handtekinn við komuna til New York, en er látinn ganga laus til þess að hann geti heimsótt þingið og forsetann. Það er ekkert eðlilegt við þetta og það er ekkert eðlilegt við þessar tillögur sem eru varla svaraverðar. En af því að þetta er forseti Bandaríkjanna þá verður maður að svara henni, af því að hann hefur völdin,“ sagði Sveinn Rúnar í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. Sveinn Haukur segir Palestínubúa standa sem einn maður gegn tillögu Trumps. „Það má segja að góða hliðin á þessu er sú að Trump hefur tekist að sameina heiminn allan. Ekki bara Palestínumenn heldur Arabalöndin, löndin í Vestur-Evrópu. Um allan heim heyrast mótmæli við þessum fyrirætlunum sem eru ekkert annað opinskátt að fremja stríðsglæp á fólkinu sem þarna býr. Sem þrátt fyrir allt streymir heim.“ Vopnahlé tók gildi þann 19. janúar og slepptu Hamas fjölda gísla í skiptum fyrir Palestínumenn sem fangelsaðir voru af Ísrael. Hamas á að sleppa 33 gíslum fyrir um tvö þúsund fanga. Einnig var hluti af vopnahléssamkomulaginu að íbúar norðurhluta Gasa fengu að snúa aftur. Að sögn Sveins snúa margir til baka til síns heima. „Það gerir það, sýnir það með verkum sínum og fótum og tali. Ég hef séð mikið af viðtölum við þetta fólk sem er núna að streyma heim. Núna í kjölfar eins hryllilegasta og miskunnarlausasta stríðs gegn börnum og mæðrum sem að heimurinn hefur horft út á. Sem hafði þetta markmið, þetta var útrýmingarherferð, þetta var ekkert stríð gegn Hamas eins og það var kallað. Þetta var stríð gegn Palestínu og sérstaklega börnum,“ segir Sveinn. Erfitt sé að segja hvernig framvinda málsins verður. „Það er erfitt að reikna hana út. Í gær áttu viðræðurnar að hefjast um að halda áfram samningum um vopnahlé, um annað stigið. Þær gerðu það og viðræðurnar byrjuðu og þá kemur hann með þetta í kjölfarið,“ segir Sveinn Rúnar. „Hann lýsir þarna yfir vilja til að eignast þetta rétt eins og Grænland og fleiri lönd í heiminum sem hann vill núna eignast. Mönnum finnst kannski einkennilegt að þurfa taka þessu alvarlega en það þarf að gera það. Þetta kemur núna í kjölfar útrýmingarstyrjaldar sem hafði það að markmiði af hálfu Ísraels að eyða byggð Palestínumanna úr Gasa. Þá voru menn tilbúnir, eins og hann kallar það sjálfur, að byggja upp riveríu á Gasaströndinni.“ Átök í Ísrael og Palestínu Donald Trump Bandaríkin Ísrael Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Fleiri fréttir Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Sjá meira
Á sameiginlegum blaðamannafundi Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, og Donald Trumps í gærkvöldi viðraði Trump hugmyndir sínar um að flytja Palestínubúa á brott frá Gasa og byggja þar glæsibaðströnd eða „rivíeru.“ Sveinn Rúnar Hauksson, formaður Félags Íslands-Palestína segir ekkert eðlilegt við heimsóknina. „Það er ekkert eðlilegt við þetta. Það er ekkert eðlilegt við það að Bandaríkjaforseti hafi sér við hlið stríðsglæpamann sem er eftirlýstur sem hefði raunar átt að vera handtekinn við komuna til New York, en er látinn ganga laus til þess að hann geti heimsótt þingið og forsetann. Það er ekkert eðlilegt við þetta og það er ekkert eðlilegt við þessar tillögur sem eru varla svaraverðar. En af því að þetta er forseti Bandaríkjanna þá verður maður að svara henni, af því að hann hefur völdin,“ sagði Sveinn Rúnar í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. Sveinn Haukur segir Palestínubúa standa sem einn maður gegn tillögu Trumps. „Það má segja að góða hliðin á þessu er sú að Trump hefur tekist að sameina heiminn allan. Ekki bara Palestínumenn heldur Arabalöndin, löndin í Vestur-Evrópu. Um allan heim heyrast mótmæli við þessum fyrirætlunum sem eru ekkert annað opinskátt að fremja stríðsglæp á fólkinu sem þarna býr. Sem þrátt fyrir allt streymir heim.“ Vopnahlé tók gildi þann 19. janúar og slepptu Hamas fjölda gísla í skiptum fyrir Palestínumenn sem fangelsaðir voru af Ísrael. Hamas á að sleppa 33 gíslum fyrir um tvö þúsund fanga. Einnig var hluti af vopnahléssamkomulaginu að íbúar norðurhluta Gasa fengu að snúa aftur. Að sögn Sveins snúa margir til baka til síns heima. „Það gerir það, sýnir það með verkum sínum og fótum og tali. Ég hef séð mikið af viðtölum við þetta fólk sem er núna að streyma heim. Núna í kjölfar eins hryllilegasta og miskunnarlausasta stríðs gegn börnum og mæðrum sem að heimurinn hefur horft út á. Sem hafði þetta markmið, þetta var útrýmingarherferð, þetta var ekkert stríð gegn Hamas eins og það var kallað. Þetta var stríð gegn Palestínu og sérstaklega börnum,“ segir Sveinn. Erfitt sé að segja hvernig framvinda málsins verður. „Það er erfitt að reikna hana út. Í gær áttu viðræðurnar að hefjast um að halda áfram samningum um vopnahlé, um annað stigið. Þær gerðu það og viðræðurnar byrjuðu og þá kemur hann með þetta í kjölfarið,“ segir Sveinn Rúnar. „Hann lýsir þarna yfir vilja til að eignast þetta rétt eins og Grænland og fleiri lönd í heiminum sem hann vill núna eignast. Mönnum finnst kannski einkennilegt að þurfa taka þessu alvarlega en það þarf að gera það. Þetta kemur núna í kjölfar útrýmingarstyrjaldar sem hafði það að markmiði af hálfu Ísraels að eyða byggð Palestínumanna úr Gasa. Þá voru menn tilbúnir, eins og hann kallar það sjálfur, að byggja upp riveríu á Gasaströndinni.“
Átök í Ísrael og Palestínu Donald Trump Bandaríkin Ísrael Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Fleiri fréttir Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Sjá meira