Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Samúel Karl Ólason skrifar 6. febrúar 2025 14:06 John Ratcliffe er nýr yfirmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA. AP/Alex Brandon Forsvarsmenn leyniþjónustu Bandaríkjanna hafa sent Hvíta húsinu ódulkóðaðan tölvupóst sem inniheldur nöfn allra þeirra sem ráðnir hafa verið til starfa hjá stofnuninni undanfarin tvö ár. Með þessu vildu þeir verða við forsetatilskipun Donalds Trumps um undirbúning fyrir mögulegan niðurskurð. Tölvupósturinn er ekki ríkisleyndarmál og hefur honum meðal annars verið lýst sem hörmungum fyrir starfsemi leyniþjónustunnar, ef ske kynni að hann rataði í hendur erlendra njósnara. Listinn inniheldur fornöfn fólksins og fyrsta staf eftirnafns þeirra en samkvæmt frétt New York Times er á honum fólk sem ráðið hefur verið til ýmissa starfa hjá CIA. Þar á meðal er fólk sem á að starfa leynilega í öðrum ríkjum. Margir voru sérstaklega ráðnir með Kína í huga og eru kínverskir tölvuþrjótar sagðir í stöðugri leit að upplýsingum um þetta fólk. Heimildarmenn NYT segjast hafa áhyggjur af því að listinn fari í dreifingu og þá sérstaklega til ungra starfsmanna DOGE, stofnunar Elons Musk sem standa á í umfangsmiklum niðurskurði vestanhafs. Fari listinn í dreifingu gæti hann hæglega endað í höndum njósnara annarra ríkja. Sérfræðingar sögðu NYT að þá væri tiltölulega auðvelt að bera listann saman við opinber gögn, samfélagsmiðla og annað og bera þannig kennsl á marga á honum. Heimildarmaður CNN segir marga á listanum vera með óhefðbundin nöfn sem geri auðvelt að bera kennsl á þá. Aðrir sögðu líklegt að tölvupósturinn hefði í raun bundið enda á feril margra ungra starfsmanna CIA á honum. Í yfirlýsingum til fjölmiðla segja talsmenn CIA að listinn hafi verið sendur vegna forsetatilskipunar Trumps og lagalega séð hefði annað ekki verið hægt. Fjörutíu þúsund samþykkja starfslok Wall Street Journal sagði frá því á þriðjudaginn að forsvarsmenn CIA hefðu boðið öllum starfsmönnum starfslokasamning. Þeir gætu hætt og fengið um átta mánaða laun en opinberir starfsmenn víðsvegar um Bandaríkin hafa fengið sambærilegt tilboð frá því Trump tók við embætti. Samkvæmt frétt Wasington Post hafa þessir starfsmenn frest til kvöldsins til að samþykkja tilboðið. Tilboð þetta nær til um 2,3 milljóna opinberra starfsmanna en fleiri en fjörutíu þúsund manns munu þegar hafa tekið tilboðinu í gærkvöldi. Taki ekki nægilega margir þessu tilboði stendur til að fara í umfangsmiklar uppsagnir, samkvæmt tölvupósti sem blaðamenn WP hafa undir höndum. Verkalýðsfélög um átta hundruð þúsund opinberra starfsmanna hafa höfðað mál vegna tilboðsins og verður það tekið fyrir í dómsal seinna í dag. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Tölvupósturinn er ekki ríkisleyndarmál og hefur honum meðal annars verið lýst sem hörmungum fyrir starfsemi leyniþjónustunnar, ef ske kynni að hann rataði í hendur erlendra njósnara. Listinn inniheldur fornöfn fólksins og fyrsta staf eftirnafns þeirra en samkvæmt frétt New York Times er á honum fólk sem ráðið hefur verið til ýmissa starfa hjá CIA. Þar á meðal er fólk sem á að starfa leynilega í öðrum ríkjum. Margir voru sérstaklega ráðnir með Kína í huga og eru kínverskir tölvuþrjótar sagðir í stöðugri leit að upplýsingum um þetta fólk. Heimildarmenn NYT segjast hafa áhyggjur af því að listinn fari í dreifingu og þá sérstaklega til ungra starfsmanna DOGE, stofnunar Elons Musk sem standa á í umfangsmiklum niðurskurði vestanhafs. Fari listinn í dreifingu gæti hann hæglega endað í höndum njósnara annarra ríkja. Sérfræðingar sögðu NYT að þá væri tiltölulega auðvelt að bera listann saman við opinber gögn, samfélagsmiðla og annað og bera þannig kennsl á marga á honum. Heimildarmaður CNN segir marga á listanum vera með óhefðbundin nöfn sem geri auðvelt að bera kennsl á þá. Aðrir sögðu líklegt að tölvupósturinn hefði í raun bundið enda á feril margra ungra starfsmanna CIA á honum. Í yfirlýsingum til fjölmiðla segja talsmenn CIA að listinn hafi verið sendur vegna forsetatilskipunar Trumps og lagalega séð hefði annað ekki verið hægt. Fjörutíu þúsund samþykkja starfslok Wall Street Journal sagði frá því á þriðjudaginn að forsvarsmenn CIA hefðu boðið öllum starfsmönnum starfslokasamning. Þeir gætu hætt og fengið um átta mánaða laun en opinberir starfsmenn víðsvegar um Bandaríkin hafa fengið sambærilegt tilboð frá því Trump tók við embætti. Samkvæmt frétt Wasington Post hafa þessir starfsmenn frest til kvöldsins til að samþykkja tilboðið. Tilboð þetta nær til um 2,3 milljóna opinberra starfsmanna en fleiri en fjörutíu þúsund manns munu þegar hafa tekið tilboðinu í gærkvöldi. Taki ekki nægilega margir þessu tilboði stendur til að fara í umfangsmiklar uppsagnir, samkvæmt tölvupósti sem blaðamenn WP hafa undir höndum. Verkalýðsfélög um átta hundruð þúsund opinberra starfsmanna hafa höfðað mál vegna tilboðsins og verður það tekið fyrir í dómsal seinna í dag.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira