Nær Liverpool að velta Real Madrid úr sessi í Kænugarði? Hjörvar Ólafsson skrifar 26. maí 2018 10:30 Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, á æfingu liðsins í gær. Fótbolti Real Madrid, sigursælasta félag Evrópukeppni meistaraliða sem varð síðar Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu karla, mætir Liverpool í úrslitaleik keppninnar í Kiev í dag. Real Madrid hefur unnið keppnina 12 sinnum, en Liverpool hefur hins vegar lyft bikarnum í þessari keppni fimm sinnum. Real Madrid hefur unnið keppnina síðustu tvö ár, en hugur Liverpool-manna þarf að flögra allt aftur til Istanbúl árið 2005 til þess að rifja upp sigurstund í Meistaradeildinni. Liverpool vann þá eftirminnilegan sigur í keppninni eftir dramatískan sigur á AC Milan í vítaspyrnukeppni. Zinedine Zidane, sem nú stýrir skútunni hjá Real Madrid, hefur unnið keppnina einu sinni sem leikmaður, en það var árið 2001 þegar hann skoraði annað marka Real Madrid í 2-1 sigri gegn Bayer Leverkusen. Zidane klippti þá boltann laglega í markið og skoraði eitt af eftirminnilegustu mörkum í sögu keppninnar. Þá hefur Zidane stýrt Real Madrid tvisvar sinnum til sigurs í keppninni, tvö ár í röð eða bæði árin sem hann hefur verið við stjórnvölinn sem aðalþjálfari hjá liðinu. Þá var Zidane í þjálfarateymi Carlo Ancelotti hjá Real Madrid þegar liðið vann keppnina árið 2014. Fara þarf 42 ár aftur í tímann til að finna síðasta lið sem tókst að vinna þáverandi Evrópukeppni meistaraliða þrjú ár í röð. Var þar að verki Bayern München. Hafa aðeins þrjú lið unnið þessa sterkustu deild heims þrjú ár í röð eða meira, fyrrnefnt lið Bayern München, Ajax og Real Madrid sem vann keppnina fyrstu fimm árin sem hún fór fram. Jürgen Klopp er að fara í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í annað skipti sem knattspyrnustjóri, en hann laut í lægra haldi þegar hann stýrði Borussia Dortmund í úrslitaleik keppninnar gegn Bayern München vorið 2013. Sé lítið til tölfræði yfir markaskorun í Meistaradeildinni á leiktíðinni má vænta þess að um markaleik verði að ræða. Liverpool hefur skorað liða mest eða 40 mörk og Real Madrid kemur næst með 30 mörk. Liverpool tók þátt í forkeppni Meistaradeildarinnar og hefur því spilað fleiri leiki en Real Madrid í keppninni á þessu tímabili. Þá eru markahæstu leikmenn Meistaradeildarinnar á þessu keppnistímabili í röðum liðanna, en Cristiano Ronaldo, framherji Real Madrid, er markahæstur með 15 mörk. Mohamed Salah og Roberto Firmino, sóknarmenn Liverpool, koma næstir á listanum með tíu mörk hvor og Sadio Mané, þriðji maðurinn í sóknarþríeyki Liverpool er í fjórða sæti listans með níu mörk. Það er hins vegar hætt við því að liðin mæti varkár til leiks, eins og gengur og gerist um úrslitaleiki af þessari stærðargráðu. Það er hins vegar vonandi að leikmenn liðanna sleppi fram af sér beislinu og sóknarleikurinn verði í hávegum hafður í Kiev í kvöld. Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Sjá meira
Fótbolti Real Madrid, sigursælasta félag Evrópukeppni meistaraliða sem varð síðar Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu karla, mætir Liverpool í úrslitaleik keppninnar í Kiev í dag. Real Madrid hefur unnið keppnina 12 sinnum, en Liverpool hefur hins vegar lyft bikarnum í þessari keppni fimm sinnum. Real Madrid hefur unnið keppnina síðustu tvö ár, en hugur Liverpool-manna þarf að flögra allt aftur til Istanbúl árið 2005 til þess að rifja upp sigurstund í Meistaradeildinni. Liverpool vann þá eftirminnilegan sigur í keppninni eftir dramatískan sigur á AC Milan í vítaspyrnukeppni. Zinedine Zidane, sem nú stýrir skútunni hjá Real Madrid, hefur unnið keppnina einu sinni sem leikmaður, en það var árið 2001 þegar hann skoraði annað marka Real Madrid í 2-1 sigri gegn Bayer Leverkusen. Zidane klippti þá boltann laglega í markið og skoraði eitt af eftirminnilegustu mörkum í sögu keppninnar. Þá hefur Zidane stýrt Real Madrid tvisvar sinnum til sigurs í keppninni, tvö ár í röð eða bæði árin sem hann hefur verið við stjórnvölinn sem aðalþjálfari hjá liðinu. Þá var Zidane í þjálfarateymi Carlo Ancelotti hjá Real Madrid þegar liðið vann keppnina árið 2014. Fara þarf 42 ár aftur í tímann til að finna síðasta lið sem tókst að vinna þáverandi Evrópukeppni meistaraliða þrjú ár í röð. Var þar að verki Bayern München. Hafa aðeins þrjú lið unnið þessa sterkustu deild heims þrjú ár í röð eða meira, fyrrnefnt lið Bayern München, Ajax og Real Madrid sem vann keppnina fyrstu fimm árin sem hún fór fram. Jürgen Klopp er að fara í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í annað skipti sem knattspyrnustjóri, en hann laut í lægra haldi þegar hann stýrði Borussia Dortmund í úrslitaleik keppninnar gegn Bayern München vorið 2013. Sé lítið til tölfræði yfir markaskorun í Meistaradeildinni á leiktíðinni má vænta þess að um markaleik verði að ræða. Liverpool hefur skorað liða mest eða 40 mörk og Real Madrid kemur næst með 30 mörk. Liverpool tók þátt í forkeppni Meistaradeildarinnar og hefur því spilað fleiri leiki en Real Madrid í keppninni á þessu tímabili. Þá eru markahæstu leikmenn Meistaradeildarinnar á þessu keppnistímabili í röðum liðanna, en Cristiano Ronaldo, framherji Real Madrid, er markahæstur með 15 mörk. Mohamed Salah og Roberto Firmino, sóknarmenn Liverpool, koma næstir á listanum með tíu mörk hvor og Sadio Mané, þriðji maðurinn í sóknarþríeyki Liverpool er í fjórða sæti listans með níu mörk. Það er hins vegar hætt við því að liðin mæti varkár til leiks, eins og gengur og gerist um úrslitaleiki af þessari stærðargráðu. Það er hins vegar vonandi að leikmenn liðanna sleppi fram af sér beislinu og sóknarleikurinn verði í hávegum hafður í Kiev í kvöld.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Sjá meira