Nær Liverpool að velta Real Madrid úr sessi í Kænugarði? Hjörvar Ólafsson skrifar 26. maí 2018 10:30 Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, á æfingu liðsins í gær. Fótbolti Real Madrid, sigursælasta félag Evrópukeppni meistaraliða sem varð síðar Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu karla, mætir Liverpool í úrslitaleik keppninnar í Kiev í dag. Real Madrid hefur unnið keppnina 12 sinnum, en Liverpool hefur hins vegar lyft bikarnum í þessari keppni fimm sinnum. Real Madrid hefur unnið keppnina síðustu tvö ár, en hugur Liverpool-manna þarf að flögra allt aftur til Istanbúl árið 2005 til þess að rifja upp sigurstund í Meistaradeildinni. Liverpool vann þá eftirminnilegan sigur í keppninni eftir dramatískan sigur á AC Milan í vítaspyrnukeppni. Zinedine Zidane, sem nú stýrir skútunni hjá Real Madrid, hefur unnið keppnina einu sinni sem leikmaður, en það var árið 2001 þegar hann skoraði annað marka Real Madrid í 2-1 sigri gegn Bayer Leverkusen. Zidane klippti þá boltann laglega í markið og skoraði eitt af eftirminnilegustu mörkum í sögu keppninnar. Þá hefur Zidane stýrt Real Madrid tvisvar sinnum til sigurs í keppninni, tvö ár í röð eða bæði árin sem hann hefur verið við stjórnvölinn sem aðalþjálfari hjá liðinu. Þá var Zidane í þjálfarateymi Carlo Ancelotti hjá Real Madrid þegar liðið vann keppnina árið 2014. Fara þarf 42 ár aftur í tímann til að finna síðasta lið sem tókst að vinna þáverandi Evrópukeppni meistaraliða þrjú ár í röð. Var þar að verki Bayern München. Hafa aðeins þrjú lið unnið þessa sterkustu deild heims þrjú ár í röð eða meira, fyrrnefnt lið Bayern München, Ajax og Real Madrid sem vann keppnina fyrstu fimm árin sem hún fór fram. Jürgen Klopp er að fara í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í annað skipti sem knattspyrnustjóri, en hann laut í lægra haldi þegar hann stýrði Borussia Dortmund í úrslitaleik keppninnar gegn Bayern München vorið 2013. Sé lítið til tölfræði yfir markaskorun í Meistaradeildinni á leiktíðinni má vænta þess að um markaleik verði að ræða. Liverpool hefur skorað liða mest eða 40 mörk og Real Madrid kemur næst með 30 mörk. Liverpool tók þátt í forkeppni Meistaradeildarinnar og hefur því spilað fleiri leiki en Real Madrid í keppninni á þessu tímabili. Þá eru markahæstu leikmenn Meistaradeildarinnar á þessu keppnistímabili í röðum liðanna, en Cristiano Ronaldo, framherji Real Madrid, er markahæstur með 15 mörk. Mohamed Salah og Roberto Firmino, sóknarmenn Liverpool, koma næstir á listanum með tíu mörk hvor og Sadio Mané, þriðji maðurinn í sóknarþríeyki Liverpool er í fjórða sæti listans með níu mörk. Það er hins vegar hætt við því að liðin mæti varkár til leiks, eins og gengur og gerist um úrslitaleiki af þessari stærðargráðu. Það er hins vegar vonandi að leikmenn liðanna sleppi fram af sér beislinu og sóknarleikurinn verði í hávegum hafður í Kiev í kvöld. Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Sjá meira
Fótbolti Real Madrid, sigursælasta félag Evrópukeppni meistaraliða sem varð síðar Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu karla, mætir Liverpool í úrslitaleik keppninnar í Kiev í dag. Real Madrid hefur unnið keppnina 12 sinnum, en Liverpool hefur hins vegar lyft bikarnum í þessari keppni fimm sinnum. Real Madrid hefur unnið keppnina síðustu tvö ár, en hugur Liverpool-manna þarf að flögra allt aftur til Istanbúl árið 2005 til þess að rifja upp sigurstund í Meistaradeildinni. Liverpool vann þá eftirminnilegan sigur í keppninni eftir dramatískan sigur á AC Milan í vítaspyrnukeppni. Zinedine Zidane, sem nú stýrir skútunni hjá Real Madrid, hefur unnið keppnina einu sinni sem leikmaður, en það var árið 2001 þegar hann skoraði annað marka Real Madrid í 2-1 sigri gegn Bayer Leverkusen. Zidane klippti þá boltann laglega í markið og skoraði eitt af eftirminnilegustu mörkum í sögu keppninnar. Þá hefur Zidane stýrt Real Madrid tvisvar sinnum til sigurs í keppninni, tvö ár í röð eða bæði árin sem hann hefur verið við stjórnvölinn sem aðalþjálfari hjá liðinu. Þá var Zidane í þjálfarateymi Carlo Ancelotti hjá Real Madrid þegar liðið vann keppnina árið 2014. Fara þarf 42 ár aftur í tímann til að finna síðasta lið sem tókst að vinna þáverandi Evrópukeppni meistaraliða þrjú ár í röð. Var þar að verki Bayern München. Hafa aðeins þrjú lið unnið þessa sterkustu deild heims þrjú ár í röð eða meira, fyrrnefnt lið Bayern München, Ajax og Real Madrid sem vann keppnina fyrstu fimm árin sem hún fór fram. Jürgen Klopp er að fara í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í annað skipti sem knattspyrnustjóri, en hann laut í lægra haldi þegar hann stýrði Borussia Dortmund í úrslitaleik keppninnar gegn Bayern München vorið 2013. Sé lítið til tölfræði yfir markaskorun í Meistaradeildinni á leiktíðinni má vænta þess að um markaleik verði að ræða. Liverpool hefur skorað liða mest eða 40 mörk og Real Madrid kemur næst með 30 mörk. Liverpool tók þátt í forkeppni Meistaradeildarinnar og hefur því spilað fleiri leiki en Real Madrid í keppninni á þessu tímabili. Þá eru markahæstu leikmenn Meistaradeildarinnar á þessu keppnistímabili í röðum liðanna, en Cristiano Ronaldo, framherji Real Madrid, er markahæstur með 15 mörk. Mohamed Salah og Roberto Firmino, sóknarmenn Liverpool, koma næstir á listanum með tíu mörk hvor og Sadio Mané, þriðji maðurinn í sóknarþríeyki Liverpool er í fjórða sæti listans með níu mörk. Það er hins vegar hætt við því að liðin mæti varkár til leiks, eins og gengur og gerist um úrslitaleiki af þessari stærðargráðu. Það er hins vegar vonandi að leikmenn liðanna sleppi fram af sér beislinu og sóknarleikurinn verði í hávegum hafður í Kiev í kvöld.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Sjá meira