Klopp: Þeir hafa aldrei spilað á móti okkur Einar Sigurvinsson skrifar 26. maí 2018 12:30 Jurgen Klopp. vísir/getty „Reynsla er mjög mikilvæg og ég er viss um að síðustu sekúndurnar áður en leikurinn hefst verða Real öruggari en við. En það er ekki vandamál af því að leiknum lýkur ekki á þeim sekúndum, þá byrjar hann,“ segir Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool. Hans menn mæta Real Madrid í úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld, á sviði sem enginn leikmaður Liverpool hefur áður leikið á en Real Madrid hefur unnið keppnina síðastliðin tvö ár. „Reynsla þeirra er mikið forskot, 100 prósent, en það hjálpar þeim ekki allan tímann sem á leiknum stendur. Við verðum að gera þetta eins erfitt og mögulegt er fyrir þá,“ segir Klopp. Ekkert knattspyrnulið hefur unnið Meistaradeild Evrópu oftar en Real Madrid, en liðið hefur unnið keppnina ellefu sinnum. Liverpool eru þó engir nýgræðingar í keppninni en félagið hefur unnið titilinn fimm sinnum, síðast árið 2005. „Við erum Liverpool. Við erum ekki bara mjög gott fótboltalið, það er í DNA þessa félags að gera stóra hluti. Það bjóst enginn við okkur hér, en við erum hérna vegna þess að við erum Liverpool. Við fórum ótrúlegustu leiðina hingað og skoruðum flest mörkin,“ segir Klopp. „Við höfum haft tvær vikur til þess að undirbúa okkur og það er allt á hreinu. Við höfum rýnt í leiki Real Madrid gegn ólíkum liðum og hugsað „vá, þeir eru virkilega góðir,“ en þeir hafa aldrei spilað á móti okkur.“ Hrósar ZidaneZinedine Zidane, knattspyrnustjóri Real Madrid, er að stýra liðinu í sínum þriðja úrslitaleik í Meistaradeild Evrópu síðan hann tók við liðinu árið 2016. Þrátt fyrir góðan árangur Meistaradeildinni telja margir að starf hans sé í mikilli hættu ef liðið tapar úrslitaleiknum í kvöld, en Real Madrid endaði 17 stigum á eftir Barcelona í spænsku deildinni á tímabilinu. Jurgen Klopp er þó á því árangur Zidane hjá Real Madrid sé frábær. „Zidane er á meðal fimm bestu knattspyrnumanna allra tíma. Ég hef verið lengur hjá Liverpool en hann hefur knattspyrnustjóri Real Madrid og hann er að reyna að vinna Meistaradeildina í þriðja skiptið. Það hefur enginn þjálfari gert áður. Hann er stórkostlegur, rétt eins og hann var sem leikmaður,“ segir Klopp. Jurgen Klopp hefur einu sinni áður stýrt liði til úrslita í Meistaradeild Evrópu. Það var fyrir fimm árum síðan þegar hans fyrrum menn í Borussia Dortmund töpuðu fyrir erkifjendunum í Bayern Munich. „Ég er viss um að ég hafi verið miklu spenntari síðast. Að fara í úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem þjálfari er erfitt. Á þeim tíma fannst mér ég vera að fá tækifæri sem maður fær bara einu sinni á lífsleiðinni,“ segir Klopp um síðasta úrslitaleik sinn í Meistaradeildinni. „Eftir leikinn vissi ég að ég vildi fá þetta tækifæri aftur. Það tók þó nokkurn tíma en hér erum við, vegna þess að strákarnir mínir gáfu mér tækifærið aftur,“ segir Klopp. Liverpool og Real Madrid mætast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu klukkan 18:45. Meistaradeildarupphitun hefst klukkan 18:15 í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Fleiri fréttir Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Sjá meira
„Reynsla er mjög mikilvæg og ég er viss um að síðustu sekúndurnar áður en leikurinn hefst verða Real öruggari en við. En það er ekki vandamál af því að leiknum lýkur ekki á þeim sekúndum, þá byrjar hann,“ segir Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool. Hans menn mæta Real Madrid í úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld, á sviði sem enginn leikmaður Liverpool hefur áður leikið á en Real Madrid hefur unnið keppnina síðastliðin tvö ár. „Reynsla þeirra er mikið forskot, 100 prósent, en það hjálpar þeim ekki allan tímann sem á leiknum stendur. Við verðum að gera þetta eins erfitt og mögulegt er fyrir þá,“ segir Klopp. Ekkert knattspyrnulið hefur unnið Meistaradeild Evrópu oftar en Real Madrid, en liðið hefur unnið keppnina ellefu sinnum. Liverpool eru þó engir nýgræðingar í keppninni en félagið hefur unnið titilinn fimm sinnum, síðast árið 2005. „Við erum Liverpool. Við erum ekki bara mjög gott fótboltalið, það er í DNA þessa félags að gera stóra hluti. Það bjóst enginn við okkur hér, en við erum hérna vegna þess að við erum Liverpool. Við fórum ótrúlegustu leiðina hingað og skoruðum flest mörkin,“ segir Klopp. „Við höfum haft tvær vikur til þess að undirbúa okkur og það er allt á hreinu. Við höfum rýnt í leiki Real Madrid gegn ólíkum liðum og hugsað „vá, þeir eru virkilega góðir,“ en þeir hafa aldrei spilað á móti okkur.“ Hrósar ZidaneZinedine Zidane, knattspyrnustjóri Real Madrid, er að stýra liðinu í sínum þriðja úrslitaleik í Meistaradeild Evrópu síðan hann tók við liðinu árið 2016. Þrátt fyrir góðan árangur Meistaradeildinni telja margir að starf hans sé í mikilli hættu ef liðið tapar úrslitaleiknum í kvöld, en Real Madrid endaði 17 stigum á eftir Barcelona í spænsku deildinni á tímabilinu. Jurgen Klopp er þó á því árangur Zidane hjá Real Madrid sé frábær. „Zidane er á meðal fimm bestu knattspyrnumanna allra tíma. Ég hef verið lengur hjá Liverpool en hann hefur knattspyrnustjóri Real Madrid og hann er að reyna að vinna Meistaradeildina í þriðja skiptið. Það hefur enginn þjálfari gert áður. Hann er stórkostlegur, rétt eins og hann var sem leikmaður,“ segir Klopp. Jurgen Klopp hefur einu sinni áður stýrt liði til úrslita í Meistaradeild Evrópu. Það var fyrir fimm árum síðan þegar hans fyrrum menn í Borussia Dortmund töpuðu fyrir erkifjendunum í Bayern Munich. „Ég er viss um að ég hafi verið miklu spenntari síðast. Að fara í úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem þjálfari er erfitt. Á þeim tíma fannst mér ég vera að fá tækifæri sem maður fær bara einu sinni á lífsleiðinni,“ segir Klopp um síðasta úrslitaleik sinn í Meistaradeildinni. „Eftir leikinn vissi ég að ég vildi fá þetta tækifæri aftur. Það tók þó nokkurn tíma en hér erum við, vegna þess að strákarnir mínir gáfu mér tækifærið aftur,“ segir Klopp. Liverpool og Real Madrid mætast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu klukkan 18:45. Meistaradeildarupphitun hefst klukkan 18:15 í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Fleiri fréttir Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Sjá meira