Sökudólgar og samfélög Þorvaldur Gylfason skrifar 10. maí 2018 10:30 Ég hafði ekki fyrr lokið máli mínu um heilbrigði og hagvöxt á fjölmennum fundi norrænna lækna og hjúkrunarfræðinga í Lillehammer í Noregi en einn fundargesturinn gaf sig á tal við mig, kynnti sig, þakkaði mér kurteislega fyrir framsöguna og sagði síðan: Ég held þú gætir e.t.v. blásið meira lífi í glærurnar þínar. Hann rétti mér disk. Þetta var 2004. Ég þekkti manninn ekki neitt. Þegar ég opnaði diskinn í flugvélinni á leiðinni heim sá ég að maðurinn var prófessor á Karólínsku stofnuninni í Stokkhólmi. Hann hét Hans Rosling. Árin næst á eftir fór framsetning hans á heilbrigðistölum og hagtölum eins og eldur í sinu um allan heim. Honum tókst það sem öðrum hafði ekki tekizt: Að búa til sannkallaðar flugeldasýningar úr þurrum staðtölum. Sumir kalla Rosling ástsælasta vísindamann samtímans. Hans Rosling féll frá í fyrra langt fyrir aldur fram, ekki sjötugur. Síðasta æviárið einsetti hann sér að skrifa tvær bækur ásamt öðrum, þ.m.t. syni hans og tengdadóttur. Það tókst. Fyrri bókin er sjálfsævisaga og heitir Hur jag lärde mig förstå världen (Hvernig ég lærði að skilja heiminn). Hann sagði sjálfur að fáar tölur væri að finna í bókinni heldur fjallaði hún um fólk sem hefði orðið á vegi hans og opnað augu hans. Síðari bókin heitir Factfulness og fjallar fjörlega og góðlátlega um útbreiddar ranghugmyndir um heiminn, hvernig á þeim stendur og hvernig hægt er að verjast þeim. Ég lýsti málflutningi Roslings stuttlega á þessum stað fyrir viku. Nú kemur meira. Að gefa ömmu sinni á kjaftinn Rosling segir í síðari bókinni frá því þegar hann sagði nemendum sínum á Karólínsku stofnuninni að lyfjafyrirtæki hneigðust til að hirða lítt um rannsóknir um lyf gegn malaríu og öðrum sjúkdómum sem herja helzt á fátækt fólk. Þá gall í einum læknanemanum aftast í salnum: Réttast væri að gefa þeim rækilega á kjaftinn! Rosling sagðist einmitt vera að fara á fund hjá lyfjarisanum Novartis í Sviss síðar sama haust og spurði: Hverjum þar finnst þér ég eigi að gefa á kjaftinn? Forstjóranum, svaraði læknaneminn. Já, ég þekki hann, sagði Rosling. Heldurðu að kjaftshögg myndi fá hann til að breyta rannsóknastefnu fyrirtækisins? Þá gall í öðrum stúdent framar í salnum: Nei, þú átt að gefa stjórninni á kjaftinn. Hún ræður ferðinni. Þú meinar, svaraði Rosling. Ég á einmitt að hitta stjórnina líka. Ég sleppi þá forstjóranum og geng heldur á röðina á stjórnarfundinum, en ég er óvanur slagsmálum svo ég á varla von á að komast yfir að kýla nema kannski þrjá eða fjóra stjórnarmenn áður en öryggisverðirnir koma á vettvang og yfirbuga mig. Þá sagði þriðji stúdentinn: Nei, Novartis er hlutafélag. Hluthafarnir marka stefnuna. Það eru þeir sem eiga að fá á kjaftinn. Jæja, sagði Rosling, en hverjir eru þeir? Auðmenn, sagði stúdentinn. Hann sat á fremsta bekk. Þá sagði Rosling: Stærstu eigendurnir í Novartis eru lífeyrissjóðir. Nú skuluð þið fara heim til ömmu og afa og gefa þeim á kjaftinn fyrir að hagnast á hækkun hlutabréfa í lyfjafyrirtækjum. Hafi þau látið ykkur fá peninga skuluð þið annaðhvort skila þeim fénu eða gefa sjálfum ykkur á kjaftinn. Þörfin fyrir að finna sökudólg Broddurinn í sögu Roslings að sögn hans sjálfs er að menn virðast hafa meðfædda þörf fyrir að leita skjótra skýringa með því að finna sökudólga þegar illa gengur frekar en að kafa dýpra. Skýringin á rannsóknastefnu lyfjafyrirtækisins í sögunni er að lífeyrissjóðir telja sér jafnan skylt að gæta hagsmuna sjóðsfélaga sem sækjast eftir jöfnum og góðum afrakstri af ævisparnaði sínum. Því sé ekki við fyrirtækin að sakast heldur verði að finna aðrar leiðir til að tryggja hagsmuni og heilbrigði fátækra þjóða. Rosling segir það ekki berum orðum, en sú ályktun blasir við að hér getur almannavaldið talizt hafa mikilvægt verk að vinna með því t.d. að auka framlög til rannsókna á lyfjum gegn hitabeltissjúkdómum. Við þurfum að leita rökréttra skýringa, segir Rosling, frekar en að úthrópa meinta – og iðulega blásaklausa! – sökudólga. Leit að sökudólgum getur leitt til rangrar niðurstöðu, segir Rosling, og bætir við að betur gefist jafnan að leita skynsamlegra skýringa í fólkinu sjálfu, samfélaginu og samfélagsgerðinni. Hann rekur önnur dæmi sem hníga í sömu átt. Ábyrgð á því sem aflaga fer getur legið víða. Hvar liggur ábyrgðin? Þessar vangaveltur Roslings rifja upp algeng viðbrögð bandarískra bíógesta og annarra við sænskum glæpamyndum þegar þær tóku að ryðja sér til rúms í útlöndum eftir 1970. Þá var stundum sagt í Ameríku: Alltaf skal sökin í þessum sænsku myndum vera skrifuð á samfélagið frekar en á einstaklinginn sem fremur glæpinn. Það er samt ekki boðskapur Roslings. Hann segir bara: Förum að öllu með gát. Reynum að draga réttar ályktanir. Oft bera einstaklingar ábyrgð á því sem aflaga fer, en stundum er ábyrgðin dreifð og stundum liggur hún á óvæntum stöðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Þorvaldur Gylfason Mest lesið Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Ég hafði ekki fyrr lokið máli mínu um heilbrigði og hagvöxt á fjölmennum fundi norrænna lækna og hjúkrunarfræðinga í Lillehammer í Noregi en einn fundargesturinn gaf sig á tal við mig, kynnti sig, þakkaði mér kurteislega fyrir framsöguna og sagði síðan: Ég held þú gætir e.t.v. blásið meira lífi í glærurnar þínar. Hann rétti mér disk. Þetta var 2004. Ég þekkti manninn ekki neitt. Þegar ég opnaði diskinn í flugvélinni á leiðinni heim sá ég að maðurinn var prófessor á Karólínsku stofnuninni í Stokkhólmi. Hann hét Hans Rosling. Árin næst á eftir fór framsetning hans á heilbrigðistölum og hagtölum eins og eldur í sinu um allan heim. Honum tókst það sem öðrum hafði ekki tekizt: Að búa til sannkallaðar flugeldasýningar úr þurrum staðtölum. Sumir kalla Rosling ástsælasta vísindamann samtímans. Hans Rosling féll frá í fyrra langt fyrir aldur fram, ekki sjötugur. Síðasta æviárið einsetti hann sér að skrifa tvær bækur ásamt öðrum, þ.m.t. syni hans og tengdadóttur. Það tókst. Fyrri bókin er sjálfsævisaga og heitir Hur jag lärde mig förstå världen (Hvernig ég lærði að skilja heiminn). Hann sagði sjálfur að fáar tölur væri að finna í bókinni heldur fjallaði hún um fólk sem hefði orðið á vegi hans og opnað augu hans. Síðari bókin heitir Factfulness og fjallar fjörlega og góðlátlega um útbreiddar ranghugmyndir um heiminn, hvernig á þeim stendur og hvernig hægt er að verjast þeim. Ég lýsti málflutningi Roslings stuttlega á þessum stað fyrir viku. Nú kemur meira. Að gefa ömmu sinni á kjaftinn Rosling segir í síðari bókinni frá því þegar hann sagði nemendum sínum á Karólínsku stofnuninni að lyfjafyrirtæki hneigðust til að hirða lítt um rannsóknir um lyf gegn malaríu og öðrum sjúkdómum sem herja helzt á fátækt fólk. Þá gall í einum læknanemanum aftast í salnum: Réttast væri að gefa þeim rækilega á kjaftinn! Rosling sagðist einmitt vera að fara á fund hjá lyfjarisanum Novartis í Sviss síðar sama haust og spurði: Hverjum þar finnst þér ég eigi að gefa á kjaftinn? Forstjóranum, svaraði læknaneminn. Já, ég þekki hann, sagði Rosling. Heldurðu að kjaftshögg myndi fá hann til að breyta rannsóknastefnu fyrirtækisins? Þá gall í öðrum stúdent framar í salnum: Nei, þú átt að gefa stjórninni á kjaftinn. Hún ræður ferðinni. Þú meinar, svaraði Rosling. Ég á einmitt að hitta stjórnina líka. Ég sleppi þá forstjóranum og geng heldur á röðina á stjórnarfundinum, en ég er óvanur slagsmálum svo ég á varla von á að komast yfir að kýla nema kannski þrjá eða fjóra stjórnarmenn áður en öryggisverðirnir koma á vettvang og yfirbuga mig. Þá sagði þriðji stúdentinn: Nei, Novartis er hlutafélag. Hluthafarnir marka stefnuna. Það eru þeir sem eiga að fá á kjaftinn. Jæja, sagði Rosling, en hverjir eru þeir? Auðmenn, sagði stúdentinn. Hann sat á fremsta bekk. Þá sagði Rosling: Stærstu eigendurnir í Novartis eru lífeyrissjóðir. Nú skuluð þið fara heim til ömmu og afa og gefa þeim á kjaftinn fyrir að hagnast á hækkun hlutabréfa í lyfjafyrirtækjum. Hafi þau látið ykkur fá peninga skuluð þið annaðhvort skila þeim fénu eða gefa sjálfum ykkur á kjaftinn. Þörfin fyrir að finna sökudólg Broddurinn í sögu Roslings að sögn hans sjálfs er að menn virðast hafa meðfædda þörf fyrir að leita skjótra skýringa með því að finna sökudólga þegar illa gengur frekar en að kafa dýpra. Skýringin á rannsóknastefnu lyfjafyrirtækisins í sögunni er að lífeyrissjóðir telja sér jafnan skylt að gæta hagsmuna sjóðsfélaga sem sækjast eftir jöfnum og góðum afrakstri af ævisparnaði sínum. Því sé ekki við fyrirtækin að sakast heldur verði að finna aðrar leiðir til að tryggja hagsmuni og heilbrigði fátækra þjóða. Rosling segir það ekki berum orðum, en sú ályktun blasir við að hér getur almannavaldið talizt hafa mikilvægt verk að vinna með því t.d. að auka framlög til rannsókna á lyfjum gegn hitabeltissjúkdómum. Við þurfum að leita rökréttra skýringa, segir Rosling, frekar en að úthrópa meinta – og iðulega blásaklausa! – sökudólga. Leit að sökudólgum getur leitt til rangrar niðurstöðu, segir Rosling, og bætir við að betur gefist jafnan að leita skynsamlegra skýringa í fólkinu sjálfu, samfélaginu og samfélagsgerðinni. Hann rekur önnur dæmi sem hníga í sömu átt. Ábyrgð á því sem aflaga fer getur legið víða. Hvar liggur ábyrgðin? Þessar vangaveltur Roslings rifja upp algeng viðbrögð bandarískra bíógesta og annarra við sænskum glæpamyndum þegar þær tóku að ryðja sér til rúms í útlöndum eftir 1970. Þá var stundum sagt í Ameríku: Alltaf skal sökin í þessum sænsku myndum vera skrifuð á samfélagið frekar en á einstaklinginn sem fremur glæpinn. Það er samt ekki boðskapur Roslings. Hann segir bara: Förum að öllu með gát. Reynum að draga réttar ályktanir. Oft bera einstaklingar ábyrgð á því sem aflaga fer, en stundum er ábyrgðin dreifð og stundum liggur hún á óvæntum stöðum.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun