Fólk eins og ég og þú Sif Jónsdóttir skrifar 16. apríl 2018 09:46 Við göngum um Reykjavík, borgina okkar, með stolti og gleði í hjarta yfir því að hér er gott að búa. Við gleðjumst yfir því að hér ríkið friður, tjáningarfrelsi og einstaklingsfrelsi. Borgina skartar sýnu fegursta á sólardegi með útsýni til Esjunnar, Snæfellsjökuls, Bláfjalla og Keilis. Við njótum þess að ganga um í görðum borgarinnar, Klambratúni, Fossvogsdalnum, Laugardalnum, Elliðárdalnum, Öskjuhlíð og Ægissíðuna. Útivistarsvæðin sem umkringja borgina eru vinsæl og er Heiðmörk mikil náttúruperla, svæðið hjá Rauðavatni og Úlfarsfellið. Hægt er að njóta allra þessara svæða daglega án kostnaðar og þau eru í göngufæri við byggð. Já við erum svo sannarlega lánsöm. Vetur eru harðir hér á landi og er veðrið sannkallað ólíkindatól því það getur verið margbreytilegt á einum degi. Við höfum vanist því en gestir sem sækja okkur heim eru ekki vanir þessum sviftingum. Við vitum að það vorar og bíðum þess þolinmóð og með langlundargeði, klæðum okkur upp í vetrargallann og njótum vetrarins eins og hann birtist okkur kaldur, harður og umhleypingasamur. Það er ekki síst í stillum og á sólskinsbjörtum vordögum þegar okkur finnst tilveran fullkomin að það skellur á okkur raunveruleikinn, svifryksmengun, þar sem þess er óskað að við höldum viðkvæmum og börnum inni í dag. Þetta gerist ekki einu sinni heldur oft og hefur aukist ár frá ári. Þetta er ekki það sem við viljum heyra sem búum í okkar hreinu og fallegu grænu borg. Já við viljum sjá Reykjavík sem græna, vistvæna borg alveg eins og okkur er annt um heilbrigði í líkama og sál. Það er markmið okkar og við sem búum í Reykjavík viljum halda henni þannig. Þess vegna er fólk eins og ég og þú að týna rusl og laga umhverfið okkar og annara og koma með ábendingar um það sem betur mætti fara. Við sjáum lausnir og komum þeim á framfæri. Við vitum að í svifryki er mikið um malbiksagnir m.a. vegna þess að nagladekk tæta upp göturnar margfalt hraðar en önnur dekk. Í dag, 15. apríl, eiga engir bílar að vera á nagladekkjum í Reykjavík og legg ég til að þessi dagur verði færður fram til 30 mars til þess að stytta tímabilið og hvet fólk til að nota ekki úrræðið nagladekk og stuðla þannig að bættu andrúmslofti í borginni.Höfundur skipar 2. sæti á Höfuðborgarlistanum fyrir sveitastjórnarkosningar 2018. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Við göngum um Reykjavík, borgina okkar, með stolti og gleði í hjarta yfir því að hér er gott að búa. Við gleðjumst yfir því að hér ríkið friður, tjáningarfrelsi og einstaklingsfrelsi. Borgina skartar sýnu fegursta á sólardegi með útsýni til Esjunnar, Snæfellsjökuls, Bláfjalla og Keilis. Við njótum þess að ganga um í görðum borgarinnar, Klambratúni, Fossvogsdalnum, Laugardalnum, Elliðárdalnum, Öskjuhlíð og Ægissíðuna. Útivistarsvæðin sem umkringja borgina eru vinsæl og er Heiðmörk mikil náttúruperla, svæðið hjá Rauðavatni og Úlfarsfellið. Hægt er að njóta allra þessara svæða daglega án kostnaðar og þau eru í göngufæri við byggð. Já við erum svo sannarlega lánsöm. Vetur eru harðir hér á landi og er veðrið sannkallað ólíkindatól því það getur verið margbreytilegt á einum degi. Við höfum vanist því en gestir sem sækja okkur heim eru ekki vanir þessum sviftingum. Við vitum að það vorar og bíðum þess þolinmóð og með langlundargeði, klæðum okkur upp í vetrargallann og njótum vetrarins eins og hann birtist okkur kaldur, harður og umhleypingasamur. Það er ekki síst í stillum og á sólskinsbjörtum vordögum þegar okkur finnst tilveran fullkomin að það skellur á okkur raunveruleikinn, svifryksmengun, þar sem þess er óskað að við höldum viðkvæmum og börnum inni í dag. Þetta gerist ekki einu sinni heldur oft og hefur aukist ár frá ári. Þetta er ekki það sem við viljum heyra sem búum í okkar hreinu og fallegu grænu borg. Já við viljum sjá Reykjavík sem græna, vistvæna borg alveg eins og okkur er annt um heilbrigði í líkama og sál. Það er markmið okkar og við sem búum í Reykjavík viljum halda henni þannig. Þess vegna er fólk eins og ég og þú að týna rusl og laga umhverfið okkar og annara og koma með ábendingar um það sem betur mætti fara. Við sjáum lausnir og komum þeim á framfæri. Við vitum að í svifryki er mikið um malbiksagnir m.a. vegna þess að nagladekk tæta upp göturnar margfalt hraðar en önnur dekk. Í dag, 15. apríl, eiga engir bílar að vera á nagladekkjum í Reykjavík og legg ég til að þessi dagur verði færður fram til 30 mars til þess að stytta tímabilið og hvet fólk til að nota ekki úrræðið nagladekk og stuðla þannig að bættu andrúmslofti í borginni.Höfundur skipar 2. sæti á Höfuðborgarlistanum fyrir sveitastjórnarkosningar 2018.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar