Opið bréf til Lífar og Dags B. Eggertssonar Marta Guðjónsdóttir skrifar 17. apríl 2018 16:54 Kæru félagar í borgarstjórn. Undanfarið hafið þið baðað ykkur í fréttum, með stöðugum myndatökum, þar sem Dagur fer fyrir kynningum á „afrekum“ núverandi meirihluta í úthlutun lóða til Hrafnistu ,við Sléttuveg, og Félags eldri borgara í Syðri-Mjódd undir þjónustuíbúðir fyrir eldri borgara. Þið gefið til kynna að þessar úthlutanir séu mikið afrek meirihlutans og sýnið einlægan áhuga ykkar á málefnum eldri borgara. Hver maður sér í gegnum þetta sjónarspil ykkar. Þegar málið er athugað betur kemur í ljós að áhugi ykkar á málefnum eldri borgara hefur ávallt verið í lágmarki. Þess skal geta að rekja má áhugaleysið frá valdatíma R-listans, en þú Dagur varst nú partur af honum. Þannig er að frá þeim tíma hefur ríkt nær algjör stöðnun í málefnum eldri borgara og nánast engar íbúðir eða þjónustumiðstöðvar fyrir eldri borgara byggðar í þinni tíð.Hækka leiguna á eldri borgara í Seljahlíð um helming Mig langar að upplýsa ykkur um að það var að frumkvæði meirihlutans 2006 og 2007 sem grunnur var lagður að lóðum fyrir íbúðir aldraðra og hjúkrunarheimili við Sléttuveg, lóð fyrir 50 íbúðir til Félags eldri borgara í S-Mjódd og lóð fyrir 50 íbúðir við þjónustumiðstöðina í Gerðubergi. Sjálfstæðisflokkurinn hafði forystu um þau mál á þeim tíma. Nýjasta dæmið er hvernig þið komið fram við íbúa í Seljahlíð en þar hækkar leigan nú um helming á næstu mánuðum, úr 59.837 kr. í 109.00 kr. fyrir rúmlega 50 fermetra íbúð. Ég ræddi þar við íbúa sem á varla til hnífs og skeiðar og bað mig persónulega um að koma sjónarmiðum íbúa á framfæri og leggja þeim lið í baráttu þeirra fyrir því að þessi hækkun verði afturkölluð.Kallar Eyþór Arnalds lýðskrumara fyrir það eitt að vilja lækka álögur á eldri borgara Þannig hafið þið lítið gert Dagur B. Eggertsson og Líf Magneudóttir til að bæta stöðu eldri borgara. Þá kemur viðhorf þitt Líf skýrt í ljós í máli þínu þegar þú kallar Eyþór Arnalds, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, lýðskrumara fyrir það eitt að vilja lækka álögur á eldri borgara með því fella niður fasteignaskatta fyrir 70 ára og eldri. Ekki er hægt að skilja annað en að þú Líf Magneudóttir hafir lítinn áhuga á því að bæta kjör eldri borgara. Eins og bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum hefur komið svo vel inn á þá snýst þetta mál um sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga. Ykkur til upplýsingar þá bera sveitarfélögin, reyndar umtalsverða ábyrgð á málefnum aldraðra og lögin leggja sveitarfélögum á herðar ákveðnar skyldur í húsnæðismálum eldri borgara. Þá verður að segjast eins og er Líf Magneudóttir að þú og þínir félagar í borgarstjórn eru ósamkvæmir sjálfum ykkur. Í þessu sambandi nægir að nefna dóm sem féll í Hæstarétti Íslands. Þar var borginni gert að greiða öryrkjum sérstakar húsaleigubætur en borgin hefur hingað til virt þann dóm að vettugi. Ef þetta er ekki hræsni hvað er það þá? Á meðan þú Líf og Dagur hafið verið við völd hafa álögur aukist mjög á eldri borgara með lóðaskortsstefnu ykkar sem hefur leitt til hærra íbúðaverðs og leiguverðs. Það leiðir síðan til hærri fasteignaskatta m.a. á þá sem minnst mega við, 70 ára og eldri. Þessi hópur hefur ekki tækifæri til að auka tekjur sínar, þvert á móti lækkar sá hópur í tekjum og þannig má hann ekki við auknum álögum. Kærar kveðjur, Marta Guðjónsdóttir, Borgarfulltrúi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Marta Guðjónsdóttir Skoðun Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Kæru félagar í borgarstjórn. Undanfarið hafið þið baðað ykkur í fréttum, með stöðugum myndatökum, þar sem Dagur fer fyrir kynningum á „afrekum“ núverandi meirihluta í úthlutun lóða til Hrafnistu ,við Sléttuveg, og Félags eldri borgara í Syðri-Mjódd undir þjónustuíbúðir fyrir eldri borgara. Þið gefið til kynna að þessar úthlutanir séu mikið afrek meirihlutans og sýnið einlægan áhuga ykkar á málefnum eldri borgara. Hver maður sér í gegnum þetta sjónarspil ykkar. Þegar málið er athugað betur kemur í ljós að áhugi ykkar á málefnum eldri borgara hefur ávallt verið í lágmarki. Þess skal geta að rekja má áhugaleysið frá valdatíma R-listans, en þú Dagur varst nú partur af honum. Þannig er að frá þeim tíma hefur ríkt nær algjör stöðnun í málefnum eldri borgara og nánast engar íbúðir eða þjónustumiðstöðvar fyrir eldri borgara byggðar í þinni tíð.Hækka leiguna á eldri borgara í Seljahlíð um helming Mig langar að upplýsa ykkur um að það var að frumkvæði meirihlutans 2006 og 2007 sem grunnur var lagður að lóðum fyrir íbúðir aldraðra og hjúkrunarheimili við Sléttuveg, lóð fyrir 50 íbúðir til Félags eldri borgara í S-Mjódd og lóð fyrir 50 íbúðir við þjónustumiðstöðina í Gerðubergi. Sjálfstæðisflokkurinn hafði forystu um þau mál á þeim tíma. Nýjasta dæmið er hvernig þið komið fram við íbúa í Seljahlíð en þar hækkar leigan nú um helming á næstu mánuðum, úr 59.837 kr. í 109.00 kr. fyrir rúmlega 50 fermetra íbúð. Ég ræddi þar við íbúa sem á varla til hnífs og skeiðar og bað mig persónulega um að koma sjónarmiðum íbúa á framfæri og leggja þeim lið í baráttu þeirra fyrir því að þessi hækkun verði afturkölluð.Kallar Eyþór Arnalds lýðskrumara fyrir það eitt að vilja lækka álögur á eldri borgara Þannig hafið þið lítið gert Dagur B. Eggertsson og Líf Magneudóttir til að bæta stöðu eldri borgara. Þá kemur viðhorf þitt Líf skýrt í ljós í máli þínu þegar þú kallar Eyþór Arnalds, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, lýðskrumara fyrir það eitt að vilja lækka álögur á eldri borgara með því fella niður fasteignaskatta fyrir 70 ára og eldri. Ekki er hægt að skilja annað en að þú Líf Magneudóttir hafir lítinn áhuga á því að bæta kjör eldri borgara. Eins og bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum hefur komið svo vel inn á þá snýst þetta mál um sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga. Ykkur til upplýsingar þá bera sveitarfélögin, reyndar umtalsverða ábyrgð á málefnum aldraðra og lögin leggja sveitarfélögum á herðar ákveðnar skyldur í húsnæðismálum eldri borgara. Þá verður að segjast eins og er Líf Magneudóttir að þú og þínir félagar í borgarstjórn eru ósamkvæmir sjálfum ykkur. Í þessu sambandi nægir að nefna dóm sem féll í Hæstarétti Íslands. Þar var borginni gert að greiða öryrkjum sérstakar húsaleigubætur en borgin hefur hingað til virt þann dóm að vettugi. Ef þetta er ekki hræsni hvað er það þá? Á meðan þú Líf og Dagur hafið verið við völd hafa álögur aukist mjög á eldri borgara með lóðaskortsstefnu ykkar sem hefur leitt til hærra íbúðaverðs og leiguverðs. Það leiðir síðan til hærri fasteignaskatta m.a. á þá sem minnst mega við, 70 ára og eldri. Þessi hópur hefur ekki tækifæri til að auka tekjur sínar, þvert á móti lækkar sá hópur í tekjum og þannig má hann ekki við auknum álögum. Kærar kveðjur, Marta Guðjónsdóttir, Borgarfulltrúi
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar