Þróunarríki í hættu vegna hlýnunar íhugi að loka á sólarljós Kjartan Kjartansson skrifar 5. apríl 2018 11:36 Ein hugmynd til að berjast gegn loftslagsbreytingum er að loka á sólarljós með því að dreifa brennisteinsögnum hátt í lofthjúpnum. Áhrif slíkra aðgerða væru hins vegar ófyrirsjáanleg og óvíst hvort að heildaráhrif yrðu gagnleg eða skaðleg. Vísir/AFP Tólf vísindamenn frá þróunarríkjum segja að þau verði að taka við keflinu í rannsóknum á leiðum til að vinna gegn hnattrænni hlýnun, þar á meðal umdeildri hugmynd um að dæla rykögnum út í andrúmsloftið til að loka á sólarljós. Sérfræðingar hafa varað við því að ríki heims hafi náð svo litlum árangri í að draga úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum sem valda hnattrænni hlýnun að menn verði að reiða sig á nýja tækni til þess að soga koltvísýring úr andrúmsloftinu ef ætlunin er að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins um að halda hlýnuninni innan við 1,5-2°C. Slík tækni er hins vegar skammt á veg komin og alls óljóst hvort hún geti nokkurn tímann orðið hluti af raunverulegri lausn á loftslagsvandanum. Enn umdeildari eru hins vegar hugmyndir um svonefnda umhverfisstýringu [e. geoengineering], stórfelldar aðgerðir til að hafa áhrif á náttúruna til að vega á móti loftslagsbreytingum. Af þeim meiði eru hugmyndir um að dæla miklu magni rykagna út í andrúmsloftið sem myndu endurvarpa sólarljósi út í geim og draga þannig úr hlýnun við yfirborð jarðar líkt og gerist af völdum ösku frá eldgosum.Taki frumkvæðið að rannsóknum Um þessa aðferð skrifa tólf fræðimenn frá löndum eins og Bangladess, Brasilíu, Kína, Eþíópíu, Indlandi, Jamaíka og Taílandi í grein í vísindaritinu Nature sem birtist í vikunni. Þar segja þeir að fátæk ríki sé berskjölduðust fyrir loftslagsbreytingum og að þau ættu að taka virkari þátt í baráttunni gegn þeim. „Hugmyndin í heild er frekar klikkuð en hún er smám saman að ná fótfestu í fræðiheiminum,“ segir Atiq Rahman, yfirmaður Æðri rannsóknarmiðstöðvar Bangladess, við Reuters. Bangladess er eitt þeirra ríkja sem er í mestri hættu vegna hækkunar yfirborðs sjávar sem fylgir bráðnun jökla og hlýnun hafsins. Þannig vilja þeir að þróunarríki taki frumkvæðið að rannsóknum á verkfræðilegum leiðum til að draga úr styrk sólarljóss sem fram að þessu hafa aðallega farið fram í háskólum eins og Harvard og Oxford fram að þessu. Aðferðir þessar gætu hins vegar reynst tvíeggja sverð og þetta viðurkenna vísindamennirnir. Tæknin sé umdeild og of snemmt sé að segja til um hvort að heildaráhrifin yrðu jákvæð eða neikvæð.Reuters-fréttastofan segir að nefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál lýsi efasemdum um sólarumhverfisstýringu í skýrslu sem kemur út í október. Tæknin gæti verið „efnahagslega, félagslega og stofnanalega óframkvæmanleg“. Á meðal skaðlegra áhrifa sólarumhverfisstýringar gæti verið röskun á veðurkerfum, erfitt gæti reynst að stöðva breytingarnar eftir að þeim er hrundið af stað og þá gæti tæknin dregið úr vilja ríkja til að færa sig úr jarðefnaeldsneyti yfir í hreinni orkugjafa. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Hnignun líffræðilegs fjölbreytileika sögð eins alvarleg og loftslagsbreytingar Hnignunin er jafnframt ein afleiðing loftslagsbreytinga sem menn valda með losun sinni á gróðurhúsalofttegundum. 24. mars 2018 13:30 Segir íbúa Fídjíeyja berjast fyrir lífi sínu Fjórir fórust í fellibylnum Josie um páskana. Forsætisráðherra Fídjíeyja segir nýtt og ógnvænlegt tímabil veðuröfga vegna loftslagsbreytinga gengið í garð. 3. apríl 2018 10:03 Grænlandsjökull ekki bráðnað hraðar í fjórar aldir Líklegt er þó að bráðnunin nú sé fordæmalaus í allt að sjö til átta þúsund ár. 1. apríl 2018 22:02 Alþjóðabankinn varar við meiriháttar fólksflutningum vegna hlýnunar loftslags Allt að 150 milljónir manna gætu flutt búferlaflutningum á þremur svæðum í þriðja heiminum vegna loftslagsbreytingum fyrir miðja öldina ef ekki verið gripið til skjótra aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 21. mars 2018 18:45 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Fleiri fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Sjá meira
Tólf vísindamenn frá þróunarríkjum segja að þau verði að taka við keflinu í rannsóknum á leiðum til að vinna gegn hnattrænni hlýnun, þar á meðal umdeildri hugmynd um að dæla rykögnum út í andrúmsloftið til að loka á sólarljós. Sérfræðingar hafa varað við því að ríki heims hafi náð svo litlum árangri í að draga úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum sem valda hnattrænni hlýnun að menn verði að reiða sig á nýja tækni til þess að soga koltvísýring úr andrúmsloftinu ef ætlunin er að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins um að halda hlýnuninni innan við 1,5-2°C. Slík tækni er hins vegar skammt á veg komin og alls óljóst hvort hún geti nokkurn tímann orðið hluti af raunverulegri lausn á loftslagsvandanum. Enn umdeildari eru hins vegar hugmyndir um svonefnda umhverfisstýringu [e. geoengineering], stórfelldar aðgerðir til að hafa áhrif á náttúruna til að vega á móti loftslagsbreytingum. Af þeim meiði eru hugmyndir um að dæla miklu magni rykagna út í andrúmsloftið sem myndu endurvarpa sólarljósi út í geim og draga þannig úr hlýnun við yfirborð jarðar líkt og gerist af völdum ösku frá eldgosum.Taki frumkvæðið að rannsóknum Um þessa aðferð skrifa tólf fræðimenn frá löndum eins og Bangladess, Brasilíu, Kína, Eþíópíu, Indlandi, Jamaíka og Taílandi í grein í vísindaritinu Nature sem birtist í vikunni. Þar segja þeir að fátæk ríki sé berskjölduðust fyrir loftslagsbreytingum og að þau ættu að taka virkari þátt í baráttunni gegn þeim. „Hugmyndin í heild er frekar klikkuð en hún er smám saman að ná fótfestu í fræðiheiminum,“ segir Atiq Rahman, yfirmaður Æðri rannsóknarmiðstöðvar Bangladess, við Reuters. Bangladess er eitt þeirra ríkja sem er í mestri hættu vegna hækkunar yfirborðs sjávar sem fylgir bráðnun jökla og hlýnun hafsins. Þannig vilja þeir að þróunarríki taki frumkvæðið að rannsóknum á verkfræðilegum leiðum til að draga úr styrk sólarljóss sem fram að þessu hafa aðallega farið fram í háskólum eins og Harvard og Oxford fram að þessu. Aðferðir þessar gætu hins vegar reynst tvíeggja sverð og þetta viðurkenna vísindamennirnir. Tæknin sé umdeild og of snemmt sé að segja til um hvort að heildaráhrifin yrðu jákvæð eða neikvæð.Reuters-fréttastofan segir að nefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál lýsi efasemdum um sólarumhverfisstýringu í skýrslu sem kemur út í október. Tæknin gæti verið „efnahagslega, félagslega og stofnanalega óframkvæmanleg“. Á meðal skaðlegra áhrifa sólarumhverfisstýringar gæti verið röskun á veðurkerfum, erfitt gæti reynst að stöðva breytingarnar eftir að þeim er hrundið af stað og þá gæti tæknin dregið úr vilja ríkja til að færa sig úr jarðefnaeldsneyti yfir í hreinni orkugjafa.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Hnignun líffræðilegs fjölbreytileika sögð eins alvarleg og loftslagsbreytingar Hnignunin er jafnframt ein afleiðing loftslagsbreytinga sem menn valda með losun sinni á gróðurhúsalofttegundum. 24. mars 2018 13:30 Segir íbúa Fídjíeyja berjast fyrir lífi sínu Fjórir fórust í fellibylnum Josie um páskana. Forsætisráðherra Fídjíeyja segir nýtt og ógnvænlegt tímabil veðuröfga vegna loftslagsbreytinga gengið í garð. 3. apríl 2018 10:03 Grænlandsjökull ekki bráðnað hraðar í fjórar aldir Líklegt er þó að bráðnunin nú sé fordæmalaus í allt að sjö til átta þúsund ár. 1. apríl 2018 22:02 Alþjóðabankinn varar við meiriháttar fólksflutningum vegna hlýnunar loftslags Allt að 150 milljónir manna gætu flutt búferlaflutningum á þremur svæðum í þriðja heiminum vegna loftslagsbreytingum fyrir miðja öldina ef ekki verið gripið til skjótra aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 21. mars 2018 18:45 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Fleiri fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Sjá meira
Hnignun líffræðilegs fjölbreytileika sögð eins alvarleg og loftslagsbreytingar Hnignunin er jafnframt ein afleiðing loftslagsbreytinga sem menn valda með losun sinni á gróðurhúsalofttegundum. 24. mars 2018 13:30
Segir íbúa Fídjíeyja berjast fyrir lífi sínu Fjórir fórust í fellibylnum Josie um páskana. Forsætisráðherra Fídjíeyja segir nýtt og ógnvænlegt tímabil veðuröfga vegna loftslagsbreytinga gengið í garð. 3. apríl 2018 10:03
Grænlandsjökull ekki bráðnað hraðar í fjórar aldir Líklegt er þó að bráðnunin nú sé fordæmalaus í allt að sjö til átta þúsund ár. 1. apríl 2018 22:02
Alþjóðabankinn varar við meiriháttar fólksflutningum vegna hlýnunar loftslags Allt að 150 milljónir manna gætu flutt búferlaflutningum á þremur svæðum í þriðja heiminum vegna loftslagsbreytingum fyrir miðja öldina ef ekki verið gripið til skjótra aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 21. mars 2018 18:45