Þróunarríki í hættu vegna hlýnunar íhugi að loka á sólarljós Kjartan Kjartansson skrifar 5. apríl 2018 11:36 Ein hugmynd til að berjast gegn loftslagsbreytingum er að loka á sólarljós með því að dreifa brennisteinsögnum hátt í lofthjúpnum. Áhrif slíkra aðgerða væru hins vegar ófyrirsjáanleg og óvíst hvort að heildaráhrif yrðu gagnleg eða skaðleg. Vísir/AFP Tólf vísindamenn frá þróunarríkjum segja að þau verði að taka við keflinu í rannsóknum á leiðum til að vinna gegn hnattrænni hlýnun, þar á meðal umdeildri hugmynd um að dæla rykögnum út í andrúmsloftið til að loka á sólarljós. Sérfræðingar hafa varað við því að ríki heims hafi náð svo litlum árangri í að draga úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum sem valda hnattrænni hlýnun að menn verði að reiða sig á nýja tækni til þess að soga koltvísýring úr andrúmsloftinu ef ætlunin er að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins um að halda hlýnuninni innan við 1,5-2°C. Slík tækni er hins vegar skammt á veg komin og alls óljóst hvort hún geti nokkurn tímann orðið hluti af raunverulegri lausn á loftslagsvandanum. Enn umdeildari eru hins vegar hugmyndir um svonefnda umhverfisstýringu [e. geoengineering], stórfelldar aðgerðir til að hafa áhrif á náttúruna til að vega á móti loftslagsbreytingum. Af þeim meiði eru hugmyndir um að dæla miklu magni rykagna út í andrúmsloftið sem myndu endurvarpa sólarljósi út í geim og draga þannig úr hlýnun við yfirborð jarðar líkt og gerist af völdum ösku frá eldgosum.Taki frumkvæðið að rannsóknum Um þessa aðferð skrifa tólf fræðimenn frá löndum eins og Bangladess, Brasilíu, Kína, Eþíópíu, Indlandi, Jamaíka og Taílandi í grein í vísindaritinu Nature sem birtist í vikunni. Þar segja þeir að fátæk ríki sé berskjölduðust fyrir loftslagsbreytingum og að þau ættu að taka virkari þátt í baráttunni gegn þeim. „Hugmyndin í heild er frekar klikkuð en hún er smám saman að ná fótfestu í fræðiheiminum,“ segir Atiq Rahman, yfirmaður Æðri rannsóknarmiðstöðvar Bangladess, við Reuters. Bangladess er eitt þeirra ríkja sem er í mestri hættu vegna hækkunar yfirborðs sjávar sem fylgir bráðnun jökla og hlýnun hafsins. Þannig vilja þeir að þróunarríki taki frumkvæðið að rannsóknum á verkfræðilegum leiðum til að draga úr styrk sólarljóss sem fram að þessu hafa aðallega farið fram í háskólum eins og Harvard og Oxford fram að þessu. Aðferðir þessar gætu hins vegar reynst tvíeggja sverð og þetta viðurkenna vísindamennirnir. Tæknin sé umdeild og of snemmt sé að segja til um hvort að heildaráhrifin yrðu jákvæð eða neikvæð.Reuters-fréttastofan segir að nefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál lýsi efasemdum um sólarumhverfisstýringu í skýrslu sem kemur út í október. Tæknin gæti verið „efnahagslega, félagslega og stofnanalega óframkvæmanleg“. Á meðal skaðlegra áhrifa sólarumhverfisstýringar gæti verið röskun á veðurkerfum, erfitt gæti reynst að stöðva breytingarnar eftir að þeim er hrundið af stað og þá gæti tæknin dregið úr vilja ríkja til að færa sig úr jarðefnaeldsneyti yfir í hreinni orkugjafa. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Hnignun líffræðilegs fjölbreytileika sögð eins alvarleg og loftslagsbreytingar Hnignunin er jafnframt ein afleiðing loftslagsbreytinga sem menn valda með losun sinni á gróðurhúsalofttegundum. 24. mars 2018 13:30 Segir íbúa Fídjíeyja berjast fyrir lífi sínu Fjórir fórust í fellibylnum Josie um páskana. Forsætisráðherra Fídjíeyja segir nýtt og ógnvænlegt tímabil veðuröfga vegna loftslagsbreytinga gengið í garð. 3. apríl 2018 10:03 Grænlandsjökull ekki bráðnað hraðar í fjórar aldir Líklegt er þó að bráðnunin nú sé fordæmalaus í allt að sjö til átta þúsund ár. 1. apríl 2018 22:02 Alþjóðabankinn varar við meiriháttar fólksflutningum vegna hlýnunar loftslags Allt að 150 milljónir manna gætu flutt búferlaflutningum á þremur svæðum í þriðja heiminum vegna loftslagsbreytingum fyrir miðja öldina ef ekki verið gripið til skjótra aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 21. mars 2018 18:45 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira
Tólf vísindamenn frá þróunarríkjum segja að þau verði að taka við keflinu í rannsóknum á leiðum til að vinna gegn hnattrænni hlýnun, þar á meðal umdeildri hugmynd um að dæla rykögnum út í andrúmsloftið til að loka á sólarljós. Sérfræðingar hafa varað við því að ríki heims hafi náð svo litlum árangri í að draga úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum sem valda hnattrænni hlýnun að menn verði að reiða sig á nýja tækni til þess að soga koltvísýring úr andrúmsloftinu ef ætlunin er að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins um að halda hlýnuninni innan við 1,5-2°C. Slík tækni er hins vegar skammt á veg komin og alls óljóst hvort hún geti nokkurn tímann orðið hluti af raunverulegri lausn á loftslagsvandanum. Enn umdeildari eru hins vegar hugmyndir um svonefnda umhverfisstýringu [e. geoengineering], stórfelldar aðgerðir til að hafa áhrif á náttúruna til að vega á móti loftslagsbreytingum. Af þeim meiði eru hugmyndir um að dæla miklu magni rykagna út í andrúmsloftið sem myndu endurvarpa sólarljósi út í geim og draga þannig úr hlýnun við yfirborð jarðar líkt og gerist af völdum ösku frá eldgosum.Taki frumkvæðið að rannsóknum Um þessa aðferð skrifa tólf fræðimenn frá löndum eins og Bangladess, Brasilíu, Kína, Eþíópíu, Indlandi, Jamaíka og Taílandi í grein í vísindaritinu Nature sem birtist í vikunni. Þar segja þeir að fátæk ríki sé berskjölduðust fyrir loftslagsbreytingum og að þau ættu að taka virkari þátt í baráttunni gegn þeim. „Hugmyndin í heild er frekar klikkuð en hún er smám saman að ná fótfestu í fræðiheiminum,“ segir Atiq Rahman, yfirmaður Æðri rannsóknarmiðstöðvar Bangladess, við Reuters. Bangladess er eitt þeirra ríkja sem er í mestri hættu vegna hækkunar yfirborðs sjávar sem fylgir bráðnun jökla og hlýnun hafsins. Þannig vilja þeir að þróunarríki taki frumkvæðið að rannsóknum á verkfræðilegum leiðum til að draga úr styrk sólarljóss sem fram að þessu hafa aðallega farið fram í háskólum eins og Harvard og Oxford fram að þessu. Aðferðir þessar gætu hins vegar reynst tvíeggja sverð og þetta viðurkenna vísindamennirnir. Tæknin sé umdeild og of snemmt sé að segja til um hvort að heildaráhrifin yrðu jákvæð eða neikvæð.Reuters-fréttastofan segir að nefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál lýsi efasemdum um sólarumhverfisstýringu í skýrslu sem kemur út í október. Tæknin gæti verið „efnahagslega, félagslega og stofnanalega óframkvæmanleg“. Á meðal skaðlegra áhrifa sólarumhverfisstýringar gæti verið röskun á veðurkerfum, erfitt gæti reynst að stöðva breytingarnar eftir að þeim er hrundið af stað og þá gæti tæknin dregið úr vilja ríkja til að færa sig úr jarðefnaeldsneyti yfir í hreinni orkugjafa.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Hnignun líffræðilegs fjölbreytileika sögð eins alvarleg og loftslagsbreytingar Hnignunin er jafnframt ein afleiðing loftslagsbreytinga sem menn valda með losun sinni á gróðurhúsalofttegundum. 24. mars 2018 13:30 Segir íbúa Fídjíeyja berjast fyrir lífi sínu Fjórir fórust í fellibylnum Josie um páskana. Forsætisráðherra Fídjíeyja segir nýtt og ógnvænlegt tímabil veðuröfga vegna loftslagsbreytinga gengið í garð. 3. apríl 2018 10:03 Grænlandsjökull ekki bráðnað hraðar í fjórar aldir Líklegt er þó að bráðnunin nú sé fordæmalaus í allt að sjö til átta þúsund ár. 1. apríl 2018 22:02 Alþjóðabankinn varar við meiriháttar fólksflutningum vegna hlýnunar loftslags Allt að 150 milljónir manna gætu flutt búferlaflutningum á þremur svæðum í þriðja heiminum vegna loftslagsbreytingum fyrir miðja öldina ef ekki verið gripið til skjótra aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 21. mars 2018 18:45 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira
Hnignun líffræðilegs fjölbreytileika sögð eins alvarleg og loftslagsbreytingar Hnignunin er jafnframt ein afleiðing loftslagsbreytinga sem menn valda með losun sinni á gróðurhúsalofttegundum. 24. mars 2018 13:30
Segir íbúa Fídjíeyja berjast fyrir lífi sínu Fjórir fórust í fellibylnum Josie um páskana. Forsætisráðherra Fídjíeyja segir nýtt og ógnvænlegt tímabil veðuröfga vegna loftslagsbreytinga gengið í garð. 3. apríl 2018 10:03
Grænlandsjökull ekki bráðnað hraðar í fjórar aldir Líklegt er þó að bráðnunin nú sé fordæmalaus í allt að sjö til átta þúsund ár. 1. apríl 2018 22:02
Alþjóðabankinn varar við meiriháttar fólksflutningum vegna hlýnunar loftslags Allt að 150 milljónir manna gætu flutt búferlaflutningum á þremur svæðum í þriðja heiminum vegna loftslagsbreytingum fyrir miðja öldina ef ekki verið gripið til skjótra aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 21. mars 2018 18:45