Fósturafi í fjögurra ára fangelsi fyrir brot gegn barni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. apríl 2018 11:14 Héraðsdómur Norðurlands eystra á Akureyri. Vísir/pjetur Eldri karlmaður á Norðurlandi hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að brjóta kynferðislega á ungri stúlku. Brot mannsins, sem var fósturafi stúlkunnar, áttu sér stað frá því að hún var þriggja ára gömul og til ellefu eða tólf ára aldurs. Lét hann stúlkuna snerta kynfæri sín í fjölda skipta og gerði slíkt hið sama við stúlkuna að því er fram kemur í dómnum sem kveðinn var upp í fjölskipuðum Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir viku. Maðurinn þarf að greiða stúlkunni 2,5 milljónir króna í bætur.Í dómnum kemur fram að brot mannsins hafi átt sér stað þegar hann gætti stúlkunnar síðdegis. Þau hefðu átt sér stað í hægindastól hans væru þau ein heima en á baðherberginu væri amma hennar heima. Stúlkan greindi frá því að brotin hefðu hafist við þriggja ára aldur þegar maðurinn hefði fengið hana með sér niður að bryggju og látið hana snerta á honum typpið. Það hefði einnig gerst heima hjá honum. Það hefði svo stigmanast með árunum. Eftir að amma stúlkunnar lést og stúlkan eltist gerðist hann ágengari við stúlkuna, fór að þreifa á brjóstum hennar og kynfærum. Vegna vanlíðunar og hegðunarvanda stúlkunnar fór hún í sálfræðimeðferð hjá barnaverndarnefnd. Þar greindi hún í skrefum frá kynferðisbrotum fósturafa síns.Neitaði að tjá sig Fósturafinn neitaði sök fyrir dómi og neitaði að tjá sig um sakargiftirnar. Var því ekki unnt að leggja mat á trúverðugleika framburðar hans. Í niðurstöðu dómsins kemur fram að framburður stúlkunnar fái stoð í nokkrum atriðum. Meðal annars greindi stúlkan frá því að hún hefði sem barn gert sér að leik að úthluta klósettpappír. Fósturafinn hefði oft fylgt henni á klósettið og brotið á henni þar. Fósturmóðir og -systir stúlkunnar könnuðust við þetta og minntust að þau hefðu oft farið saman á salernið. Vottorð sálfræðinga sögðu einnig að einkenni stúlkunnar væru þess eðlis að þau gætu vel verið afleiðingar þeirra brota sem hún lýsti. Einnig frásögn fósturföður af stúlkunni að hún hefði brotnað saman í bakaríi sem stúlkan segir fósturafan hafa farið með sig í áður en hann braut á henni. Þá lýsti sálfræðingur því að það hefði fengið mjög á stúlkuna þegar hann andvarpaði því það minnti á andvarp frá brotaþola. „Þegar þetta er virt þykir framburður brotaþola vera trúverðugur. Verður hann lagður til grundvallar og talið nægilega sannað að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem í ákæru greinir og varðar við þar tilgreind refsiákvæði,“ segir í dómnum. Þá leit dómurinn til hárrar elli mannsins við ákvörðun refsingu. Dómsmál Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Fleiri fréttir „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Sjá meira
Eldri karlmaður á Norðurlandi hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að brjóta kynferðislega á ungri stúlku. Brot mannsins, sem var fósturafi stúlkunnar, áttu sér stað frá því að hún var þriggja ára gömul og til ellefu eða tólf ára aldurs. Lét hann stúlkuna snerta kynfæri sín í fjölda skipta og gerði slíkt hið sama við stúlkuna að því er fram kemur í dómnum sem kveðinn var upp í fjölskipuðum Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir viku. Maðurinn þarf að greiða stúlkunni 2,5 milljónir króna í bætur.Í dómnum kemur fram að brot mannsins hafi átt sér stað þegar hann gætti stúlkunnar síðdegis. Þau hefðu átt sér stað í hægindastól hans væru þau ein heima en á baðherberginu væri amma hennar heima. Stúlkan greindi frá því að brotin hefðu hafist við þriggja ára aldur þegar maðurinn hefði fengið hana með sér niður að bryggju og látið hana snerta á honum typpið. Það hefði einnig gerst heima hjá honum. Það hefði svo stigmanast með árunum. Eftir að amma stúlkunnar lést og stúlkan eltist gerðist hann ágengari við stúlkuna, fór að þreifa á brjóstum hennar og kynfærum. Vegna vanlíðunar og hegðunarvanda stúlkunnar fór hún í sálfræðimeðferð hjá barnaverndarnefnd. Þar greindi hún í skrefum frá kynferðisbrotum fósturafa síns.Neitaði að tjá sig Fósturafinn neitaði sök fyrir dómi og neitaði að tjá sig um sakargiftirnar. Var því ekki unnt að leggja mat á trúverðugleika framburðar hans. Í niðurstöðu dómsins kemur fram að framburður stúlkunnar fái stoð í nokkrum atriðum. Meðal annars greindi stúlkan frá því að hún hefði sem barn gert sér að leik að úthluta klósettpappír. Fósturafinn hefði oft fylgt henni á klósettið og brotið á henni þar. Fósturmóðir og -systir stúlkunnar könnuðust við þetta og minntust að þau hefðu oft farið saman á salernið. Vottorð sálfræðinga sögðu einnig að einkenni stúlkunnar væru þess eðlis að þau gætu vel verið afleiðingar þeirra brota sem hún lýsti. Einnig frásögn fósturföður af stúlkunni að hún hefði brotnað saman í bakaríi sem stúlkan segir fósturafan hafa farið með sig í áður en hann braut á henni. Þá lýsti sálfræðingur því að það hefði fengið mjög á stúlkuna þegar hann andvarpaði því það minnti á andvarp frá brotaþola. „Þegar þetta er virt þykir framburður brotaþola vera trúverðugur. Verður hann lagður til grundvallar og talið nægilega sannað að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem í ákæru greinir og varðar við þar tilgreind refsiákvæði,“ segir í dómnum. Þá leit dómurinn til hárrar elli mannsins við ákvörðun refsingu.
Dómsmál Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Fleiri fréttir „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Sjá meira