Lögmaður áminntur vegna tilhæfulauss reiknings Jóhann Óli Eiðsson skrifar 23. mars 2018 06:00 Héraðsdómur staðfesti ákvörðun sýslumanns með úrskurði en þeim úrskurði var skotið til Hæstaréttar. VÍSIR/GETTY Lögmaðurinn Ómar R. Valdimarsson var á síðasta degi febrúarmánaðar áminntur af úrskurðarnefnd lögmanna vegna háttsemi sinnar í garð umbjóðanda síns. Atvik málsins eru þau að í októbermánuði féllst Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu á kröfu velferðarsviðs Kópavogsbæjar þess efnis konu yrði gert að sæta nauðungarvistun á sjúkrahúsi vegna örlyndis og mögulegrar geðhvarfasýki. Konan skaut málinu til héraðsdóms og gætti áðurnefndur Ómar hagsmuna hennar fyrir dómi. Héraðsdómur staðfesti ákvörðun sýslumanns með úrskurði en þeim úrskurði var skotið til Hæstaréttar. Ómar R. Valdimarsson, lögmaður.Með dómi réttarins var úrskurðurinn staðfestur. Í úrskurði héraðsdóms var kveðið á um að þóknun Ómars, 148 þúsund krónur, greiddist úr ríkissjóði. Í Hæstarétti var þóknun Ómars dæmd 124 þúsund til viðbótar. Það taldi Ómar aðeins ná yfir hluta þeirrar vinnu sem hann vann. Hann hafi unnið í rúmar 20 klukkustundir vegna málsins og tímagjald hans sé tæpar 23 þúsund krónur auk virðisaukaskatts. Gaf hann því út reikning vegna aksturs og þeirrar upphæðar sem upp á vantaði, alls rúmar 325 þúsund krónur. Þessu vildi konan ekki una og kvartaði til úrskurðarnefndarinnar. Taldi hún að Ómar hefði gert á hlut sinn með útgáfu reikningsins og krafðist þess að hann yrði felldur niður. Úrskurðarnefndin taldi að ákvörðun um þóknun talsmanns eða verjanda í lögræðismáli færi eftir ákvæðum lögræðislaga. Engin „lögbundin né samningsbundin stoð [var] fyrir hinum umþrætta reikningi“. Lögmaðurinn átti því ekki frekari heimtingu á greiðslu þóknunar umfram það sem dómstólar ákváðu. Reikningurinn var því felldur niður. Í ljósi þessa, og með hliðsjón af þeim aðstöðumunsem ríkti milli aðila, að háttsemi Ómars hafi ekki verið „til þess fallin að gæta heiðurs lögmannastéttarinnar“, var lögmaðurinn áminntur fyrir háttsemi sína. – jóe Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Sjá meira
Lögmaðurinn Ómar R. Valdimarsson var á síðasta degi febrúarmánaðar áminntur af úrskurðarnefnd lögmanna vegna háttsemi sinnar í garð umbjóðanda síns. Atvik málsins eru þau að í októbermánuði féllst Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu á kröfu velferðarsviðs Kópavogsbæjar þess efnis konu yrði gert að sæta nauðungarvistun á sjúkrahúsi vegna örlyndis og mögulegrar geðhvarfasýki. Konan skaut málinu til héraðsdóms og gætti áðurnefndur Ómar hagsmuna hennar fyrir dómi. Héraðsdómur staðfesti ákvörðun sýslumanns með úrskurði en þeim úrskurði var skotið til Hæstaréttar. Ómar R. Valdimarsson, lögmaður.Með dómi réttarins var úrskurðurinn staðfestur. Í úrskurði héraðsdóms var kveðið á um að þóknun Ómars, 148 þúsund krónur, greiddist úr ríkissjóði. Í Hæstarétti var þóknun Ómars dæmd 124 þúsund til viðbótar. Það taldi Ómar aðeins ná yfir hluta þeirrar vinnu sem hann vann. Hann hafi unnið í rúmar 20 klukkustundir vegna málsins og tímagjald hans sé tæpar 23 þúsund krónur auk virðisaukaskatts. Gaf hann því út reikning vegna aksturs og þeirrar upphæðar sem upp á vantaði, alls rúmar 325 þúsund krónur. Þessu vildi konan ekki una og kvartaði til úrskurðarnefndarinnar. Taldi hún að Ómar hefði gert á hlut sinn með útgáfu reikningsins og krafðist þess að hann yrði felldur niður. Úrskurðarnefndin taldi að ákvörðun um þóknun talsmanns eða verjanda í lögræðismáli færi eftir ákvæðum lögræðislaga. Engin „lögbundin né samningsbundin stoð [var] fyrir hinum umþrætta reikningi“. Lögmaðurinn átti því ekki frekari heimtingu á greiðslu þóknunar umfram það sem dómstólar ákváðu. Reikningurinn var því felldur niður. Í ljósi þessa, og með hliðsjón af þeim aðstöðumunsem ríkti milli aðila, að háttsemi Ómars hafi ekki verið „til þess fallin að gæta heiðurs lögmannastéttarinnar“, var lögmaðurinn áminntur fyrir háttsemi sína. – jóe
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Sjá meira