Hinar mörgu hliðar brotthvarfs Hrönn Baldursdóttir skrifar 14. mars 2018 07:00 Nýlega gaf Menntamálastofnun út skýrslu um ástæður brotthvarfs úr framhaldsskólum haustönnina 2017. Niðurstöðurnar eru svipaðar og undanfarin ár og enn vekur mesta athygli að 141 hætti vegna andlegra veikinda. Það er vissulega alvarlegt og löngu tímabært að sálfræðiþjónusta sé öllum aðgengileg innan heilbrigðistryggingakerfisins. En hvað með hina 611 sem hættu? Skoðum helstu þættina: l 213 var vísað úr skóla vegna brots á mætingarreglum. Helstu skýringarnar eru mikil vinna, lítill svefn, mikil tölvu- og samfélagsmiðlanotkun, vanlíðan, stefnuleysi og agaleysi. Nemendur sem eru á skólastyrk mæta að jafnaði mun betur og gæti því aukin áhersla á styrkjakerfi bætt úr. l 95 vildu fara að vinna. Af hverju vildu þeir það? Hjá mörgum er skýringin mikill skólaleiði sem hefur jafnvel byggst upp frá því snemma í grunnskóla. Starfsreynsla er ómetanleg og hafa margir mannast, þroskast og eflst við að vinna og komið aftur í skóla síðar, tilbúnir í nám. Hins vegar tefur vinnan námsframvindu mjög margra. Aðeins 14 nefna fjárhagsskort sem ástæðu fyrir að þau hættu í námi. Hugsanlega er það líka ástæðan hjá einhverjum þeirra 95 sem vildu fara að vinna, enda sú skýring auðveldari en að nefna fjárskort. l 123 hættu vegna námsins; 99 vegna áhugaleysis/tilgangsleysis og 24 vegna þess að námið var of erfitt. Þetta er stór hópur og má að miklu leyti skrifa á ónógan námslegan undirbúning og litla náms- og starfsfræðslu. Það eru um 100 brautir í framhaldsskólum landsins, yfir 300 námsleiðir í grunnnámi háskóla og tugir námsleiða hjá símenntunarmiðstöðvum, stofnunum og fyrirtækjum. Það ættu því allir að geta fundið eitthvað spennandi ef réttur undirbúningur og fræðsla er til staðar. Tölur sýna að á Íslandi er mun minni náms- og starfsfræðsla og ráðgjöf en í löndum sem við berum okkur saman við. Lengi hefur verið mælt með að miða við 300 nemendur á hverja stöðu náms- og starfsráðgjafa en ekki hefur orðið af því. Í dag miða Finnar t.d. við 250 nemendur á hvert stöðugildi náms- og starfsráðgjafa. Ef ég tek þetta saman þá finnst mér, eftir tuttugu ára reynslu sem náms- og starfsráðgjafi í grunn- og framhaldsskóla, algengustu ástæður brotthvarfs vera: stefnuleysi og óvissa með náms- og starfsval. Of lítil þjónusta við nemendur með slakan námslegan undirbúning, athyglisbrest og á einhverfurófi. Mikil vinna vegna eigin framfærslu, agaleysi, mikil tölvu- og netnotkun, lítill svefn og slæmt mataræði. Ástæður brotthvarfs eru margvíslegar og því þurfa viðbrögðin að vera margvísleg eins og fram kemur í öllum þeim skýrslum sem til eru. Allir í samfélaginu geta haft áhrif þar um en ég vil nefna örfáa punkta. Ef við byrjum á skólakerfinu þá hefur kastljósinu aðallega verið beint að framhaldsskólunum. Þeir hafa í mörg ár verið að bregðast við með ýmsum hætti og hafa fengið styrki til að auka ýmsa þjónustu. Kerfið sjálft er alltaf að batna þó enn sé það gamaldags á mörgum stöðum. Þó að brotthvarfsferlið byrji á grunnskólaaldri þá hefur mér vitanlega ekki verið kallað eftir áætlunum grunnskóla og sveitarfélaga um markvissa vinnu gegn því. Ég er ánægð með „nýja“ námskrá grunnskólanna (2011) og sé að margt verður enn betra þegar skólarnir hafa efni á að vinna að fullu samkvæmt henni. Við hljótum þó að kalla eftir markvissari aðgerðaáætlun á þessu skólastigi. Einnig vil ég kalla atvinnulífið til ábyrgðar á hluta brotthvarfsins en það sem að því snýr er að veita námsmönnum sem eru í vinnu svigrúm til að sinna náminu. Það er skortur á vinnuafli og nemendur finna það. Margir þeirra tjá sig um mikinn þrýsting á að vinna meira og mörg fyrirtæki taka ekki tillit til álagstíma í skólum eins og próftíma þó sum geri það vissulega. Heildstætt og öflugt skipulag á starfskynningum og sífelld framleiðsla fræðsluefnis um störf og atvinnulífið þarf að vera fyrir hendi. Yfirvöld menntamála, atvinnuvega og atvinnulífið þyrftu í sameiningu að koma að því skipulagi. Við hin fullorðnu mættum líka líta í eigin barm, skoða eigin viðhorf og hvernig þau birtast í tali okkar um störf og nám. Við getum verið agaðri og þannig betri fyrirmyndir og síðast en ekki síst hætt að snobba svona mikið fyrir bóknámi og háskólanámi. Við höfum efni á að gera betur og meiri menntun skilar aukinni hagsæld fyrir allt samfélagið!Höfundur er náms- og starfsráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrönn Baldursdóttir Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega gaf Menntamálastofnun út skýrslu um ástæður brotthvarfs úr framhaldsskólum haustönnina 2017. Niðurstöðurnar eru svipaðar og undanfarin ár og enn vekur mesta athygli að 141 hætti vegna andlegra veikinda. Það er vissulega alvarlegt og löngu tímabært að sálfræðiþjónusta sé öllum aðgengileg innan heilbrigðistryggingakerfisins. En hvað með hina 611 sem hættu? Skoðum helstu þættina: l 213 var vísað úr skóla vegna brots á mætingarreglum. Helstu skýringarnar eru mikil vinna, lítill svefn, mikil tölvu- og samfélagsmiðlanotkun, vanlíðan, stefnuleysi og agaleysi. Nemendur sem eru á skólastyrk mæta að jafnaði mun betur og gæti því aukin áhersla á styrkjakerfi bætt úr. l 95 vildu fara að vinna. Af hverju vildu þeir það? Hjá mörgum er skýringin mikill skólaleiði sem hefur jafnvel byggst upp frá því snemma í grunnskóla. Starfsreynsla er ómetanleg og hafa margir mannast, þroskast og eflst við að vinna og komið aftur í skóla síðar, tilbúnir í nám. Hins vegar tefur vinnan námsframvindu mjög margra. Aðeins 14 nefna fjárhagsskort sem ástæðu fyrir að þau hættu í námi. Hugsanlega er það líka ástæðan hjá einhverjum þeirra 95 sem vildu fara að vinna, enda sú skýring auðveldari en að nefna fjárskort. l 123 hættu vegna námsins; 99 vegna áhugaleysis/tilgangsleysis og 24 vegna þess að námið var of erfitt. Þetta er stór hópur og má að miklu leyti skrifa á ónógan námslegan undirbúning og litla náms- og starfsfræðslu. Það eru um 100 brautir í framhaldsskólum landsins, yfir 300 námsleiðir í grunnnámi háskóla og tugir námsleiða hjá símenntunarmiðstöðvum, stofnunum og fyrirtækjum. Það ættu því allir að geta fundið eitthvað spennandi ef réttur undirbúningur og fræðsla er til staðar. Tölur sýna að á Íslandi er mun minni náms- og starfsfræðsla og ráðgjöf en í löndum sem við berum okkur saman við. Lengi hefur verið mælt með að miða við 300 nemendur á hverja stöðu náms- og starfsráðgjafa en ekki hefur orðið af því. Í dag miða Finnar t.d. við 250 nemendur á hvert stöðugildi náms- og starfsráðgjafa. Ef ég tek þetta saman þá finnst mér, eftir tuttugu ára reynslu sem náms- og starfsráðgjafi í grunn- og framhaldsskóla, algengustu ástæður brotthvarfs vera: stefnuleysi og óvissa með náms- og starfsval. Of lítil þjónusta við nemendur með slakan námslegan undirbúning, athyglisbrest og á einhverfurófi. Mikil vinna vegna eigin framfærslu, agaleysi, mikil tölvu- og netnotkun, lítill svefn og slæmt mataræði. Ástæður brotthvarfs eru margvíslegar og því þurfa viðbrögðin að vera margvísleg eins og fram kemur í öllum þeim skýrslum sem til eru. Allir í samfélaginu geta haft áhrif þar um en ég vil nefna örfáa punkta. Ef við byrjum á skólakerfinu þá hefur kastljósinu aðallega verið beint að framhaldsskólunum. Þeir hafa í mörg ár verið að bregðast við með ýmsum hætti og hafa fengið styrki til að auka ýmsa þjónustu. Kerfið sjálft er alltaf að batna þó enn sé það gamaldags á mörgum stöðum. Þó að brotthvarfsferlið byrji á grunnskólaaldri þá hefur mér vitanlega ekki verið kallað eftir áætlunum grunnskóla og sveitarfélaga um markvissa vinnu gegn því. Ég er ánægð með „nýja“ námskrá grunnskólanna (2011) og sé að margt verður enn betra þegar skólarnir hafa efni á að vinna að fullu samkvæmt henni. Við hljótum þó að kalla eftir markvissari aðgerðaáætlun á þessu skólastigi. Einnig vil ég kalla atvinnulífið til ábyrgðar á hluta brotthvarfsins en það sem að því snýr er að veita námsmönnum sem eru í vinnu svigrúm til að sinna náminu. Það er skortur á vinnuafli og nemendur finna það. Margir þeirra tjá sig um mikinn þrýsting á að vinna meira og mörg fyrirtæki taka ekki tillit til álagstíma í skólum eins og próftíma þó sum geri það vissulega. Heildstætt og öflugt skipulag á starfskynningum og sífelld framleiðsla fræðsluefnis um störf og atvinnulífið þarf að vera fyrir hendi. Yfirvöld menntamála, atvinnuvega og atvinnulífið þyrftu í sameiningu að koma að því skipulagi. Við hin fullorðnu mættum líka líta í eigin barm, skoða eigin viðhorf og hvernig þau birtast í tali okkar um störf og nám. Við getum verið agaðri og þannig betri fyrirmyndir og síðast en ekki síst hætt að snobba svona mikið fyrir bóknámi og háskólanámi. Við höfum efni á að gera betur og meiri menntun skilar aukinni hagsæld fyrir allt samfélagið!Höfundur er náms- og starfsráðgjafi.
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun