Hinar mörgu hliðar brotthvarfs Hrönn Baldursdóttir skrifar 14. mars 2018 07:00 Nýlega gaf Menntamálastofnun út skýrslu um ástæður brotthvarfs úr framhaldsskólum haustönnina 2017. Niðurstöðurnar eru svipaðar og undanfarin ár og enn vekur mesta athygli að 141 hætti vegna andlegra veikinda. Það er vissulega alvarlegt og löngu tímabært að sálfræðiþjónusta sé öllum aðgengileg innan heilbrigðistryggingakerfisins. En hvað með hina 611 sem hættu? Skoðum helstu þættina: l 213 var vísað úr skóla vegna brots á mætingarreglum. Helstu skýringarnar eru mikil vinna, lítill svefn, mikil tölvu- og samfélagsmiðlanotkun, vanlíðan, stefnuleysi og agaleysi. Nemendur sem eru á skólastyrk mæta að jafnaði mun betur og gæti því aukin áhersla á styrkjakerfi bætt úr. l 95 vildu fara að vinna. Af hverju vildu þeir það? Hjá mörgum er skýringin mikill skólaleiði sem hefur jafnvel byggst upp frá því snemma í grunnskóla. Starfsreynsla er ómetanleg og hafa margir mannast, þroskast og eflst við að vinna og komið aftur í skóla síðar, tilbúnir í nám. Hins vegar tefur vinnan námsframvindu mjög margra. Aðeins 14 nefna fjárhagsskort sem ástæðu fyrir að þau hættu í námi. Hugsanlega er það líka ástæðan hjá einhverjum þeirra 95 sem vildu fara að vinna, enda sú skýring auðveldari en að nefna fjárskort. l 123 hættu vegna námsins; 99 vegna áhugaleysis/tilgangsleysis og 24 vegna þess að námið var of erfitt. Þetta er stór hópur og má að miklu leyti skrifa á ónógan námslegan undirbúning og litla náms- og starfsfræðslu. Það eru um 100 brautir í framhaldsskólum landsins, yfir 300 námsleiðir í grunnnámi háskóla og tugir námsleiða hjá símenntunarmiðstöðvum, stofnunum og fyrirtækjum. Það ættu því allir að geta fundið eitthvað spennandi ef réttur undirbúningur og fræðsla er til staðar. Tölur sýna að á Íslandi er mun minni náms- og starfsfræðsla og ráðgjöf en í löndum sem við berum okkur saman við. Lengi hefur verið mælt með að miða við 300 nemendur á hverja stöðu náms- og starfsráðgjafa en ekki hefur orðið af því. Í dag miða Finnar t.d. við 250 nemendur á hvert stöðugildi náms- og starfsráðgjafa. Ef ég tek þetta saman þá finnst mér, eftir tuttugu ára reynslu sem náms- og starfsráðgjafi í grunn- og framhaldsskóla, algengustu ástæður brotthvarfs vera: stefnuleysi og óvissa með náms- og starfsval. Of lítil þjónusta við nemendur með slakan námslegan undirbúning, athyglisbrest og á einhverfurófi. Mikil vinna vegna eigin framfærslu, agaleysi, mikil tölvu- og netnotkun, lítill svefn og slæmt mataræði. Ástæður brotthvarfs eru margvíslegar og því þurfa viðbrögðin að vera margvísleg eins og fram kemur í öllum þeim skýrslum sem til eru. Allir í samfélaginu geta haft áhrif þar um en ég vil nefna örfáa punkta. Ef við byrjum á skólakerfinu þá hefur kastljósinu aðallega verið beint að framhaldsskólunum. Þeir hafa í mörg ár verið að bregðast við með ýmsum hætti og hafa fengið styrki til að auka ýmsa þjónustu. Kerfið sjálft er alltaf að batna þó enn sé það gamaldags á mörgum stöðum. Þó að brotthvarfsferlið byrji á grunnskólaaldri þá hefur mér vitanlega ekki verið kallað eftir áætlunum grunnskóla og sveitarfélaga um markvissa vinnu gegn því. Ég er ánægð með „nýja“ námskrá grunnskólanna (2011) og sé að margt verður enn betra þegar skólarnir hafa efni á að vinna að fullu samkvæmt henni. Við hljótum þó að kalla eftir markvissari aðgerðaáætlun á þessu skólastigi. Einnig vil ég kalla atvinnulífið til ábyrgðar á hluta brotthvarfsins en það sem að því snýr er að veita námsmönnum sem eru í vinnu svigrúm til að sinna náminu. Það er skortur á vinnuafli og nemendur finna það. Margir þeirra tjá sig um mikinn þrýsting á að vinna meira og mörg fyrirtæki taka ekki tillit til álagstíma í skólum eins og próftíma þó sum geri það vissulega. Heildstætt og öflugt skipulag á starfskynningum og sífelld framleiðsla fræðsluefnis um störf og atvinnulífið þarf að vera fyrir hendi. Yfirvöld menntamála, atvinnuvega og atvinnulífið þyrftu í sameiningu að koma að því skipulagi. Við hin fullorðnu mættum líka líta í eigin barm, skoða eigin viðhorf og hvernig þau birtast í tali okkar um störf og nám. Við getum verið agaðri og þannig betri fyrirmyndir og síðast en ekki síst hætt að snobba svona mikið fyrir bóknámi og háskólanámi. Við höfum efni á að gera betur og meiri menntun skilar aukinni hagsæld fyrir allt samfélagið!Höfundur er náms- og starfsráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrönn Baldursdóttir Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega gaf Menntamálastofnun út skýrslu um ástæður brotthvarfs úr framhaldsskólum haustönnina 2017. Niðurstöðurnar eru svipaðar og undanfarin ár og enn vekur mesta athygli að 141 hætti vegna andlegra veikinda. Það er vissulega alvarlegt og löngu tímabært að sálfræðiþjónusta sé öllum aðgengileg innan heilbrigðistryggingakerfisins. En hvað með hina 611 sem hættu? Skoðum helstu þættina: l 213 var vísað úr skóla vegna brots á mætingarreglum. Helstu skýringarnar eru mikil vinna, lítill svefn, mikil tölvu- og samfélagsmiðlanotkun, vanlíðan, stefnuleysi og agaleysi. Nemendur sem eru á skólastyrk mæta að jafnaði mun betur og gæti því aukin áhersla á styrkjakerfi bætt úr. l 95 vildu fara að vinna. Af hverju vildu þeir það? Hjá mörgum er skýringin mikill skólaleiði sem hefur jafnvel byggst upp frá því snemma í grunnskóla. Starfsreynsla er ómetanleg og hafa margir mannast, þroskast og eflst við að vinna og komið aftur í skóla síðar, tilbúnir í nám. Hins vegar tefur vinnan námsframvindu mjög margra. Aðeins 14 nefna fjárhagsskort sem ástæðu fyrir að þau hættu í námi. Hugsanlega er það líka ástæðan hjá einhverjum þeirra 95 sem vildu fara að vinna, enda sú skýring auðveldari en að nefna fjárskort. l 123 hættu vegna námsins; 99 vegna áhugaleysis/tilgangsleysis og 24 vegna þess að námið var of erfitt. Þetta er stór hópur og má að miklu leyti skrifa á ónógan námslegan undirbúning og litla náms- og starfsfræðslu. Það eru um 100 brautir í framhaldsskólum landsins, yfir 300 námsleiðir í grunnnámi háskóla og tugir námsleiða hjá símenntunarmiðstöðvum, stofnunum og fyrirtækjum. Það ættu því allir að geta fundið eitthvað spennandi ef réttur undirbúningur og fræðsla er til staðar. Tölur sýna að á Íslandi er mun minni náms- og starfsfræðsla og ráðgjöf en í löndum sem við berum okkur saman við. Lengi hefur verið mælt með að miða við 300 nemendur á hverja stöðu náms- og starfsráðgjafa en ekki hefur orðið af því. Í dag miða Finnar t.d. við 250 nemendur á hvert stöðugildi náms- og starfsráðgjafa. Ef ég tek þetta saman þá finnst mér, eftir tuttugu ára reynslu sem náms- og starfsráðgjafi í grunn- og framhaldsskóla, algengustu ástæður brotthvarfs vera: stefnuleysi og óvissa með náms- og starfsval. Of lítil þjónusta við nemendur með slakan námslegan undirbúning, athyglisbrest og á einhverfurófi. Mikil vinna vegna eigin framfærslu, agaleysi, mikil tölvu- og netnotkun, lítill svefn og slæmt mataræði. Ástæður brotthvarfs eru margvíslegar og því þurfa viðbrögðin að vera margvísleg eins og fram kemur í öllum þeim skýrslum sem til eru. Allir í samfélaginu geta haft áhrif þar um en ég vil nefna örfáa punkta. Ef við byrjum á skólakerfinu þá hefur kastljósinu aðallega verið beint að framhaldsskólunum. Þeir hafa í mörg ár verið að bregðast við með ýmsum hætti og hafa fengið styrki til að auka ýmsa þjónustu. Kerfið sjálft er alltaf að batna þó enn sé það gamaldags á mörgum stöðum. Þó að brotthvarfsferlið byrji á grunnskólaaldri þá hefur mér vitanlega ekki verið kallað eftir áætlunum grunnskóla og sveitarfélaga um markvissa vinnu gegn því. Ég er ánægð með „nýja“ námskrá grunnskólanna (2011) og sé að margt verður enn betra þegar skólarnir hafa efni á að vinna að fullu samkvæmt henni. Við hljótum þó að kalla eftir markvissari aðgerðaáætlun á þessu skólastigi. Einnig vil ég kalla atvinnulífið til ábyrgðar á hluta brotthvarfsins en það sem að því snýr er að veita námsmönnum sem eru í vinnu svigrúm til að sinna náminu. Það er skortur á vinnuafli og nemendur finna það. Margir þeirra tjá sig um mikinn þrýsting á að vinna meira og mörg fyrirtæki taka ekki tillit til álagstíma í skólum eins og próftíma þó sum geri það vissulega. Heildstætt og öflugt skipulag á starfskynningum og sífelld framleiðsla fræðsluefnis um störf og atvinnulífið þarf að vera fyrir hendi. Yfirvöld menntamála, atvinnuvega og atvinnulífið þyrftu í sameiningu að koma að því skipulagi. Við hin fullorðnu mættum líka líta í eigin barm, skoða eigin viðhorf og hvernig þau birtast í tali okkar um störf og nám. Við getum verið agaðri og þannig betri fyrirmyndir og síðast en ekki síst hætt að snobba svona mikið fyrir bóknámi og háskólanámi. Við höfum efni á að gera betur og meiri menntun skilar aukinni hagsæld fyrir allt samfélagið!Höfundur er náms- og starfsráðgjafi.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar