Brimrótið og baslið Hildur Björnsdóttir skrifar 15. mars 2018 13:00 Klukkan er tæplega fimm síðdegis. Stelpurnar organdi í aftursætinu. Eðlilega. Þreyttar eftir langan leikskóladag og þurfa nú að fást við umferðarteppu – í brösulegt bland við andlega veðurteppta foreldra – sem auðvitað eru of seinir að sækja bróðurinn. Það á eftir að kaupa kvöldmat. Baða börnin. Þvo þvottinn. Hjálpa við heimanám. Hugleiða, hlaupa og hnoða súrdeig. Kúldrast svo með samviskubit yfir öllu því ókláraða. Ungt fjölskyldufólk er undir álagi. Kröfur samfélagsins sligandi. Fólk oft nýkomið á vinnumarkað. Yfirleitt undirmenn og sjaldan í hátekjuhópi. Fjárhagsáhyggjur algengar. Það reynir að stíga sín fyrstu skref á fasteignamarkaði sem reynist mörgum ómögulegt. Fólk eignast sín fyrstu börn og aldrei eru nægilega margar klukkustundir í sólarhringnum. Streitan mikil og minnstu frávik setja allt úr skorðum. Við foreldrar fáumst við vanda. Við treystum á tiltekna þjónustu. Við treystum á gæslu fyrir börnin okkar. Öðruvísi verðum við ekki þátttakendur á vinnumarkaði. Öðruvísi fjármögnum við ekki heimilisreksturinn. Þjónustan hefur brugðist í borginni. Börn verið send heim vegna manneklu með tilheyrandi afleiðingum fyrir vinnandi fólk. Ástandið hefur aukið enn á streitu foreldra. Enn alvarlegri er vandi þeirra sem enga gæslu fá. Skortur er á dagforeldrum í borginni og leikskólavist nær ómöguleg hugmynd fyrir tveggja ára aldur. Fjölmargir foreldrar ílengjast frá vinnu eftir fæðingarorlof. Það er fjárhagslega íþyngjandi og ástandið bitnar oftar á kvenfólki. Þar hefur kynbundinn launamunur eflaust áhrif. Þennan vanda þarf að leysa. Það er aðkallandi jafnréttismál. Við verðum að brúa bilið. Að fæðingarorlofi slepptu verða börn að eiga daggæslu vísa – og foreldrar að eiga val um daggæslukosti. Við verðum að efla bæði leikskólastigið og dagforeldrastigið. Leysa mannekluvanda leikskólanna og draga úr brottfalli dagforeldra. Þetta eru forgangsmál – og við munum kynna lausnir. Það er mikilvægt að ungt fólk eigi málsvara í stjórnmálum. Málsvara sem þekkja þeirra daglega amstur – þekkja brimrótið og baslið. Fjölskyldulífið er auðvitað dýrð og dásemd. Það allra besta. En því fylgir álag. Aukum ekki enn á streitu foreldra. Ráðumst í aðgerðir. Leitum lausna. Gerum breytingar.Höfundur skipar 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Klukkan er tæplega fimm síðdegis. Stelpurnar organdi í aftursætinu. Eðlilega. Þreyttar eftir langan leikskóladag og þurfa nú að fást við umferðarteppu – í brösulegt bland við andlega veðurteppta foreldra – sem auðvitað eru of seinir að sækja bróðurinn. Það á eftir að kaupa kvöldmat. Baða börnin. Þvo þvottinn. Hjálpa við heimanám. Hugleiða, hlaupa og hnoða súrdeig. Kúldrast svo með samviskubit yfir öllu því ókláraða. Ungt fjölskyldufólk er undir álagi. Kröfur samfélagsins sligandi. Fólk oft nýkomið á vinnumarkað. Yfirleitt undirmenn og sjaldan í hátekjuhópi. Fjárhagsáhyggjur algengar. Það reynir að stíga sín fyrstu skref á fasteignamarkaði sem reynist mörgum ómögulegt. Fólk eignast sín fyrstu börn og aldrei eru nægilega margar klukkustundir í sólarhringnum. Streitan mikil og minnstu frávik setja allt úr skorðum. Við foreldrar fáumst við vanda. Við treystum á tiltekna þjónustu. Við treystum á gæslu fyrir börnin okkar. Öðruvísi verðum við ekki þátttakendur á vinnumarkaði. Öðruvísi fjármögnum við ekki heimilisreksturinn. Þjónustan hefur brugðist í borginni. Börn verið send heim vegna manneklu með tilheyrandi afleiðingum fyrir vinnandi fólk. Ástandið hefur aukið enn á streitu foreldra. Enn alvarlegri er vandi þeirra sem enga gæslu fá. Skortur er á dagforeldrum í borginni og leikskólavist nær ómöguleg hugmynd fyrir tveggja ára aldur. Fjölmargir foreldrar ílengjast frá vinnu eftir fæðingarorlof. Það er fjárhagslega íþyngjandi og ástandið bitnar oftar á kvenfólki. Þar hefur kynbundinn launamunur eflaust áhrif. Þennan vanda þarf að leysa. Það er aðkallandi jafnréttismál. Við verðum að brúa bilið. Að fæðingarorlofi slepptu verða börn að eiga daggæslu vísa – og foreldrar að eiga val um daggæslukosti. Við verðum að efla bæði leikskólastigið og dagforeldrastigið. Leysa mannekluvanda leikskólanna og draga úr brottfalli dagforeldra. Þetta eru forgangsmál – og við munum kynna lausnir. Það er mikilvægt að ungt fólk eigi málsvara í stjórnmálum. Málsvara sem þekkja þeirra daglega amstur – þekkja brimrótið og baslið. Fjölskyldulífið er auðvitað dýrð og dásemd. Það allra besta. En því fylgir álag. Aukum ekki enn á streitu foreldra. Ráðumst í aðgerðir. Leitum lausna. Gerum breytingar.Höfundur skipar 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun