Ógnin úr austri Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 17. mars 2018 11:00 Þau tíðindi urðu í vikunni að leiðtogar þriggja evrópskra stórþjóða: Bretlands, Frakklands og Þýskalands, auk Bandaríkjanna sendu frá sér yfirlýsingu þar sem leiðtogarnir fordæmdu eiturárásina í Salisbury á Englandi. Greinilegt er að leiðtogarnir telja hafið yfir allan vafa að Rússar hafi staðið á bak við árásina. Slík samstaða meðal leiðtoga hlýtur að teljast fréttnæm á tímum sundrungar í Evrópu vegna Brexit, og einangrunarstefnu Trumps Bandaríkjaforseta. Fyrir þá sem muna tímana tvenna er þetta heldur alls ekki óþekkt stef. Rússland gegn hinum vestrænu bandamönnum. Nýtt kalt stríð. Þótt viðbrögðin hafi verið óvenjulega samhent í þetta skiptið er þetta alls ekki í fyrsta skipti á liðnum árum sem grunur vaknar um afskipti Rússa á alþjóðlegum vettvangi. Breskir fjölmiðlar hafa sagt frá því að skoða eigi fleiri en tíu andlát þar í landi í þessu ljósi. Í öll skiptin var um að ræða annaðhvort landflótta Rússa eða menn sem stundað höfðu viðskipti í Rússlandi. Frægasta dæmið er mál Alexanders Litvínenko sem eitrað var fyrir í miðborg London fyrir rúmum áratug. Dauði auðkýfingsins Borís Beresovskí vakti einnig grunsemdir. Pútín Rússlandsforseti verður endurkjörinn í kosningum sem fara nú fram. Það vita allir. Brölt hans á alþjóðavettvangi hefur þann eina tilgang að styrkja stöðu hans heima fyrir. Mál eins og tilræðið við Skrípal-feðginin í Salisbury eykur einungis á styrk hans. Svikarar við Rússland kemba ekki hærurnar. Í því samhengi eru viðbrögð hinna vestrænu leiðtoga heldur máttlítil. Nokkrum njósnurum er sparkað úr landi og breska konungsfjölskyldan fær ekki að fara úr landi. Nú stendur þó til að innleiða löggjöf sem gerir breskum yfirvöldum kleift að gera illa fengnar eignir upptækar. Stærstu eignirnar sem þar eru undir eru fasteignir rússnesku ólígarkanna í London, og kannski helst enska knattspyrnuliðið Chelsea, sem er í eigu Romans Abramovich. Þessi löggjöf þarf þó vitaskuld að fara sína leið í breska þinginu. Í þessu kristallast munurinn á Rússum og Vesturveldunum. Pútín þarf ekki að hafa áhyggjur af þingi eða þjóð. Hann gerir það sem honum hentar – þegar honum hentar. Okkar lýðræðislega kerfi er í senn viðkvæmt og verðmætt. Það getur hins vegar stundum reynst þunglamalegt þegar mæta þarf einræðisherrum stál í stál. Lýðræðislega kjörnir fulltrúar eru heldur ekki fullkomnir frekar en kjósendurnir sem veita þeim brautargengi. Í samanburði getum við þó prísað okkar sæla, eða eins og Churchill sagði: „Lýðræðið er versta stjórnarformið, fyrir utan öll hin.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Þau tíðindi urðu í vikunni að leiðtogar þriggja evrópskra stórþjóða: Bretlands, Frakklands og Þýskalands, auk Bandaríkjanna sendu frá sér yfirlýsingu þar sem leiðtogarnir fordæmdu eiturárásina í Salisbury á Englandi. Greinilegt er að leiðtogarnir telja hafið yfir allan vafa að Rússar hafi staðið á bak við árásina. Slík samstaða meðal leiðtoga hlýtur að teljast fréttnæm á tímum sundrungar í Evrópu vegna Brexit, og einangrunarstefnu Trumps Bandaríkjaforseta. Fyrir þá sem muna tímana tvenna er þetta heldur alls ekki óþekkt stef. Rússland gegn hinum vestrænu bandamönnum. Nýtt kalt stríð. Þótt viðbrögðin hafi verið óvenjulega samhent í þetta skiptið er þetta alls ekki í fyrsta skipti á liðnum árum sem grunur vaknar um afskipti Rússa á alþjóðlegum vettvangi. Breskir fjölmiðlar hafa sagt frá því að skoða eigi fleiri en tíu andlát þar í landi í þessu ljósi. Í öll skiptin var um að ræða annaðhvort landflótta Rússa eða menn sem stundað höfðu viðskipti í Rússlandi. Frægasta dæmið er mál Alexanders Litvínenko sem eitrað var fyrir í miðborg London fyrir rúmum áratug. Dauði auðkýfingsins Borís Beresovskí vakti einnig grunsemdir. Pútín Rússlandsforseti verður endurkjörinn í kosningum sem fara nú fram. Það vita allir. Brölt hans á alþjóðavettvangi hefur þann eina tilgang að styrkja stöðu hans heima fyrir. Mál eins og tilræðið við Skrípal-feðginin í Salisbury eykur einungis á styrk hans. Svikarar við Rússland kemba ekki hærurnar. Í því samhengi eru viðbrögð hinna vestrænu leiðtoga heldur máttlítil. Nokkrum njósnurum er sparkað úr landi og breska konungsfjölskyldan fær ekki að fara úr landi. Nú stendur þó til að innleiða löggjöf sem gerir breskum yfirvöldum kleift að gera illa fengnar eignir upptækar. Stærstu eignirnar sem þar eru undir eru fasteignir rússnesku ólígarkanna í London, og kannski helst enska knattspyrnuliðið Chelsea, sem er í eigu Romans Abramovich. Þessi löggjöf þarf þó vitaskuld að fara sína leið í breska þinginu. Í þessu kristallast munurinn á Rússum og Vesturveldunum. Pútín þarf ekki að hafa áhyggjur af þingi eða þjóð. Hann gerir það sem honum hentar – þegar honum hentar. Okkar lýðræðislega kerfi er í senn viðkvæmt og verðmætt. Það getur hins vegar stundum reynst þunglamalegt þegar mæta þarf einræðisherrum stál í stál. Lýðræðislega kjörnir fulltrúar eru heldur ekki fullkomnir frekar en kjósendurnir sem veita þeim brautargengi. Í samanburði getum við þó prísað okkar sæla, eða eins og Churchill sagði: „Lýðræðið er versta stjórnarformið, fyrir utan öll hin.“
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun