Hugarafl Óttar Guðmundsson skrifar 1. mars 2018 07:00 Þegar ég skrifaði bókina um sögu Klepps í 100 ár, fyrir áratug, lá ég í sjúkraskrám, las bréf sjúklinga, lækna og aðstandenda og setti mig inn í veruleika fólksins sem lifði og dó á spítalanum. Þetta var umfangsmikil vinna og oft var ég sorgmæddur yfir grimmilegum örlögum fólksins. Fordómar voru miklir og aðstöðuleysi yfirgengilegt. Sjúklingarnir voru dæmdir til einhæfrar tilveru innan veggja spítalans. Smám saman breyttist þessi mynd og sjúklingunum tókst að komast aftur út í samfélagið, oft með hjálp nýrra lyfja. Meðferðin breyttist og sjúklingurinn varð í æ ríkari mæli þátttakandi í henni. Spítalinn tók stakkaskiptum en auk þess komu til sögunnar öflug sjúklingasamtök sem áttu ríkan þátt í að byggja upp sjálfsmynd þessa hóps. Ein þessara samtaka eru Hugarafl. Þau voru stofnuð undir kjörorðinu að neytandi þjónustunnar væri best fær um að hjálpa öðrum neytendum. Margir sjúklinga minna fengu nýtt líf fyrir tilstilli Hugarafls. Þeir fengu aukið sjálfstraust og þekkingu um sitt ástand og sinn sjúkdóm. Þeir lærðu að veikleikar eru oft styrkleikar og öfugt. Smám saman lærði læknirinn að þekkja úr þá sem höfðu tileinkað sér hugmyndafræði Hugarafls. Þeir spurðu meira en aðrir og tóku ekki öllu sem algildum sannleika. Menn sveifluðu um sig nýjum hugtökum eins og batahugmyndafræði og valdeflingu sem læknum voru ókunn. Hugarafl hefur breyst frá þessum upphafsárum sínum en enn er grunnhugmyndafræðin sú sama. Ég hef alltaf hrifist af eldmóði Hugarafls þótt ég hafi ekki alltaf verið sammála hugmyndafræði samtakanna. Nú berast þær fréttir að leggja eigi niður geðteymi, Geðheilsu-eftirfylgd, sem starfað hefur við hlið Hugarafls og flytja þá starfsemi sem þar er rekin út á heilsugæslustöðvarnar. Saman hafa þessir tveir hópar sinnt öflugri samfélagsgeðþjónustu og rutt brautina fyrir nýrri nálgun. Ég held að með því að leysa þessa þjónustu upp glatist mikið af eldmóðnum og þeirri reynslu sem búið er að afla með blóði, svita og tárum liðinna ára. Brautryðjendastarf teymisins og Hugarafls hefur skilað góðum árangri. Miklu skiptir að kasta því ekki á glæ. Starf frjálsra félagasamtaka verður sjaldnast flutt inn á opinberar stofnanir án þess að glata ferskleika sínum og sveigjanleika. Hugmyndafræði Hugarafls um neytandann sem réttir öðrum neytanda hjálparhönd á jafn mikið erindi í dag og fyrir 10 árum.Höfundur er geðlæknir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óttar Guðmundsson Mest lesið Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Sjá meira
Þegar ég skrifaði bókina um sögu Klepps í 100 ár, fyrir áratug, lá ég í sjúkraskrám, las bréf sjúklinga, lækna og aðstandenda og setti mig inn í veruleika fólksins sem lifði og dó á spítalanum. Þetta var umfangsmikil vinna og oft var ég sorgmæddur yfir grimmilegum örlögum fólksins. Fordómar voru miklir og aðstöðuleysi yfirgengilegt. Sjúklingarnir voru dæmdir til einhæfrar tilveru innan veggja spítalans. Smám saman breyttist þessi mynd og sjúklingunum tókst að komast aftur út í samfélagið, oft með hjálp nýrra lyfja. Meðferðin breyttist og sjúklingurinn varð í æ ríkari mæli þátttakandi í henni. Spítalinn tók stakkaskiptum en auk þess komu til sögunnar öflug sjúklingasamtök sem áttu ríkan þátt í að byggja upp sjálfsmynd þessa hóps. Ein þessara samtaka eru Hugarafl. Þau voru stofnuð undir kjörorðinu að neytandi þjónustunnar væri best fær um að hjálpa öðrum neytendum. Margir sjúklinga minna fengu nýtt líf fyrir tilstilli Hugarafls. Þeir fengu aukið sjálfstraust og þekkingu um sitt ástand og sinn sjúkdóm. Þeir lærðu að veikleikar eru oft styrkleikar og öfugt. Smám saman lærði læknirinn að þekkja úr þá sem höfðu tileinkað sér hugmyndafræði Hugarafls. Þeir spurðu meira en aðrir og tóku ekki öllu sem algildum sannleika. Menn sveifluðu um sig nýjum hugtökum eins og batahugmyndafræði og valdeflingu sem læknum voru ókunn. Hugarafl hefur breyst frá þessum upphafsárum sínum en enn er grunnhugmyndafræðin sú sama. Ég hef alltaf hrifist af eldmóði Hugarafls þótt ég hafi ekki alltaf verið sammála hugmyndafræði samtakanna. Nú berast þær fréttir að leggja eigi niður geðteymi, Geðheilsu-eftirfylgd, sem starfað hefur við hlið Hugarafls og flytja þá starfsemi sem þar er rekin út á heilsugæslustöðvarnar. Saman hafa þessir tveir hópar sinnt öflugri samfélagsgeðþjónustu og rutt brautina fyrir nýrri nálgun. Ég held að með því að leysa þessa þjónustu upp glatist mikið af eldmóðnum og þeirri reynslu sem búið er að afla með blóði, svita og tárum liðinna ára. Brautryðjendastarf teymisins og Hugarafls hefur skilað góðum árangri. Miklu skiptir að kasta því ekki á glæ. Starf frjálsra félagasamtaka verður sjaldnast flutt inn á opinberar stofnanir án þess að glata ferskleika sínum og sveigjanleika. Hugmyndafræði Hugarafls um neytandann sem réttir öðrum neytanda hjálparhönd á jafn mikið erindi í dag og fyrir 10 árum.Höfundur er geðlæknir
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun