Ronaldo jafnaði met og er að stinga Messi af í Meistaradeildinni Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. mars 2018 09:30 Markahrókur mikill. vísir/getty Cristiano Ronaldo skoraði annað tveggja marka Real Madrid á Prinsavöllum í París í gærkvöldi þegar að liðið vann Paris Saint-Germain, 2-1, og komst tiltölulega þægilega áfram í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Evrópumeistarar síðustu tveggja ára unnu fyrri leikinn, 3-1, og einvígið samanlagt, 5-2, en með markinu sem Ronaldo skoraði jafnaði hann fimmtán ára gamalt met hollenska markahróksins Ruuds van Nistelrooy, fyrrverandi leikmanns Manchester United. Ronaldo var nefnilega að skora í tólfta Meistaradeildarleiknum í röð, en hann er nú búinn að skora í hverjum einasta leik síðan að hann skoraði í undanúrslitunum gegn Juventus á síðasta ári.Portúgalinn gerði meira að segja enn betur en Nistelrooy og er búinn að skora fjórtán mörk í þessum tólf leikjum en Hollendingurinn skoraði tólf mörk í jafnmörgum leikjum þegar að hann setti metið árið 2003. Markaskor Cristiano Ronaldo í Meistaradeildinni er hreint með ólíkindum en hann hefur nú skorað 117 mörk í þessari sterkustu deild heims, þar af 102 í 96 leikjum fyrir Real Madrid. Hann er búinn að skora 19 mörkum meira en Lionel Messi í Meistaradeildinni, en það eru mörkin í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar sem gera hann líklega að besta leikmanni hennar frá upphafi. Ronaldo er nefnilega búinn að skora 57 mörk í útsláttarkeppninni en Lionel Messi aðeins 38. Næsti maður er svo Thomas Müller með 21 mark í útsláttarkeppninni.Cristiano Ronaldo's #UCL record at Real Madrid = pic.twitter.com/1NnIOfz1Xk— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) March 6, 2018 Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Jürgen Klopp: Liverpool á heima í Meistaradeildinni Rauði herinn fór auðveldlega í gegnum Porto í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 7. mars 2018 08:00 Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Fleiri fréttir „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Sjá meira
Cristiano Ronaldo skoraði annað tveggja marka Real Madrid á Prinsavöllum í París í gærkvöldi þegar að liðið vann Paris Saint-Germain, 2-1, og komst tiltölulega þægilega áfram í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Evrópumeistarar síðustu tveggja ára unnu fyrri leikinn, 3-1, og einvígið samanlagt, 5-2, en með markinu sem Ronaldo skoraði jafnaði hann fimmtán ára gamalt met hollenska markahróksins Ruuds van Nistelrooy, fyrrverandi leikmanns Manchester United. Ronaldo var nefnilega að skora í tólfta Meistaradeildarleiknum í röð, en hann er nú búinn að skora í hverjum einasta leik síðan að hann skoraði í undanúrslitunum gegn Juventus á síðasta ári.Portúgalinn gerði meira að segja enn betur en Nistelrooy og er búinn að skora fjórtán mörk í þessum tólf leikjum en Hollendingurinn skoraði tólf mörk í jafnmörgum leikjum þegar að hann setti metið árið 2003. Markaskor Cristiano Ronaldo í Meistaradeildinni er hreint með ólíkindum en hann hefur nú skorað 117 mörk í þessari sterkustu deild heims, þar af 102 í 96 leikjum fyrir Real Madrid. Hann er búinn að skora 19 mörkum meira en Lionel Messi í Meistaradeildinni, en það eru mörkin í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar sem gera hann líklega að besta leikmanni hennar frá upphafi. Ronaldo er nefnilega búinn að skora 57 mörk í útsláttarkeppninni en Lionel Messi aðeins 38. Næsti maður er svo Thomas Müller með 21 mark í útsláttarkeppninni.Cristiano Ronaldo's #UCL record at Real Madrid = pic.twitter.com/1NnIOfz1Xk— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) March 6, 2018
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Jürgen Klopp: Liverpool á heima í Meistaradeildinni Rauði herinn fór auðveldlega í gegnum Porto í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 7. mars 2018 08:00 Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Fleiri fréttir „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Sjá meira
Jürgen Klopp: Liverpool á heima í Meistaradeildinni Rauði herinn fór auðveldlega í gegnum Porto í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 7. mars 2018 08:00