Erlendir bankar og Ísland 8. mars 2018 07:00 Líkt og margir aðrir hef ég mælt fyrir því frá því löngu fyrir hrun og fyrir einkavæðingu bankanna 1998-2003 að erlendir bankar væru fengnir hingað til lands. Þess var og er þörf til að auka samkeppni á fjármálamarkaði til hagsbóta fyrir heimili og fyrirtæki og til að stía stjórnmálamönnum og vinum þeirra frá bankarekstri svo sem brýna nauðsyn hefur borið til allar götur frá heimastjórnarárunum eftir aldamótin 1900. Einna helzt hafa kanadískir og norrænir bankar komið til álita, kanadískir bankar vegna þess að þeir hafa aldrei komizt í kröggur, jafnvel ekki í heimskreppunni 1929-1939, og norrænir bankar sem hafa siglt lygnan sjó án áfalla undangenginn aldarfjórðung. Mikinn vaxtamun á Íslandi, þ.e. háa útlánsvexti og lága innlánsvexti, má að miklu leyti rekja til fákeppni sem á engan sinn líka í nálægum löndum. Erlendir bankar starfa jafnvel í dreifðum byggðum Noregs upp eftir allri vesturströnd þess vogskorna lands. Norðmenn eignast flestir húsin sín svo að segja skuldlaus fyrir fimmtugt. Íslendingar dragast margir áfram með námslán á bakinu fram á elliár að ekki sé talað um húsnæðislán. Ísland er eina landið í Evrópu þar sem erlendir bankar eiga ekkert í innlendum bönkum og starfrækja ekki heldur útibú. Hvernig skyldi standa á þessu?Ein heiðarleg tilraun var eyðilögð, önnur var glæpsamleg, hún tókst Hefur verið reynt að laða trausta erlenda banka að íslenzkum bankarekstri? Skandinaviska Enskilda Banken, einn helzti banki Svíþjóðar, var að því kominn að kaupa þriðjungshlut í Landsbanka Íslands 1998 fyrir frumkvæði viðskiptaráðuneytisins. Þetta frumkvæði mæltist ekki vel fyrir í forsætisráðuneytinu og voru Svíarnir því sendir heim þar eð vænlegra þótti að „Landsbankinn kæmist í hendur manna sem Sjálfstæðisflokkurinn hefði a.m.k. talsamband við“, eins og Styrmir Gunnarsson ritstjóri Morgunblaðsins lýsti svo eftirminnilega í bókinni Forsætisráðherrar Íslands: Ráðherrar Íslands og forsætisráðherrar í 100 ár (2004, bls. 467). Nokkru síðar var Landsbankinn keyrður í kaf og bankakerfið allt eins og það lagði sig með hörmulegum afleiðingum fyrir mikinn fjölda fólks og fyrirtækja innan lands og utan. Margir bankamenn fengu fangelsisdóma, sumir langa.Málamyndakaup þýzka bankans Hauck & Aufhäuser á eignarhlut ríkisins í Búnaðarbanka Íslands 2003 er kafli út af fyrir sig. Sérstakri rannsóknarnefnd Alþingis tókst ekki að upplýsa hvert hagnaðurinn af þeim málamyndagerningi rann. Frá hruni 2008 hefur samkeppni minnkað á bankamarkaði þar eð flestir sparisjóðirnir eru horfnir. Stóru bankarnir þrír eru ennþá allir eins. Aðrar tilraunir? Hafa aðrar tilraunir verið gerðar til að laða erlenda banka að innlendum bankarekstri? – þó ekki væri nema til að draga úr líkum þess að sagan endurtaki sig. Um það er engum skrifuðum heimildum til að dreifa. Eina leiðin til að komast að því er að spyrja menn sem hafa vitneskju um málið innan stjórnsýslunnar en hafa ekki hirt um að halda henni til haga handa almenningi. Sumir þessara manna fullyrða í einkasamtölum að reynt hafi verið að selja erlendum bönkum hluti í íslenzkum bönkum en enginn erlendur banki hafi sýnt því áhuga. Ekki fylgir sögunni hversu oft eða alvarlega þetta hefur verið reynt eða hversu stórir eignarhlutir erlendum bönkum stóðu til boða. Skýringarnar sem erlendir bankar eru sagðir gefa á áhugaleysi sínu eru einkum þær að þeir nenni ekki að eiga neinn hluta afkomu sinnar undir óstöðugri íslenzkri krónu og þeirri rekstraróvissu sem henni fylgir, sömu óvissu og íslenzk fyrirtæki og heimili þurfa flest að búa við. Því er bætt við að erlendu bankarnir telji nóg að þjónusta íslenzk stórfyrirtæki líkt og þeir gera nú þegar í allstórum stíl (flugvélakaup, skipakaup o.fl.) og nenni ekki að sinna heimilum og litlum eða meðalstórum fyrirtækjum. Loks er því stundum bætt við að erlendir bankar nenni ekki heldur að búa við spillinguna og vitleysuna sem veður uppi á Íslandi. Bagalegt er að stjórnvöld skuli ekki hafa greint opinberlega frá umræddum tilraunum til að laða erlenda banka að landinu. Hví skyldu kjósendur – vinnuveitendur stjórnvalda! – ekki fá að vita hvernig landið liggur? Hvernig á fólkið í landinu t.d. að geta myndað sér skoðun á valinu milli íslenzkrar krónu og upptöku evrunnar ef því er haldið leyndu að viðvarandi ófremd í bankamálum landsins mann fram af manni stafar m.a. af óstöðugleika krónunnar sem enginn erlendur banki vill sjá?Vantraust Bankasaga Íslands hefur verið samfelld hörmungasaga frá öndverðu. Nýju bankarnir sem reistir voru á rústum gömlu bankanna hafa ekki lært nærri nóg af hruninu eins og ráða má t.d. af ótæpilegum kaupgreiðslum til stjórnenda bankanna og miklu vantrausti almennings í garð þeirra. Ný könnun Gallups sýnir að fjórir af hverjum fimm sem spurðir eru vantreysta bankakerfinu og þrír af hverjum fjórum vantreysta Fjármálaeftirlitinu. Jafnvel Alþingi nýtur meira trausts en bankarnir og FME þótt mjótt sé á munum. Ríkissjóður seldi nýlega 13% eignarhlut sinn í Arion banka til vogunarsjóða sem voru fyrir í eigendahópnum og gengur þannig þvert gegn fyrri yfirlýsingum um nauðsyn dreifðara eignarhalds. Vogunarsjóðir eiga ekkert erindi í varfærinn bankarekstur. Fjármálaeftirlit sem fáir treysta virðist ekki líklegt til að veita vogunarsjóðunum viðnám. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Líkt og margir aðrir hef ég mælt fyrir því frá því löngu fyrir hrun og fyrir einkavæðingu bankanna 1998-2003 að erlendir bankar væru fengnir hingað til lands. Þess var og er þörf til að auka samkeppni á fjármálamarkaði til hagsbóta fyrir heimili og fyrirtæki og til að stía stjórnmálamönnum og vinum þeirra frá bankarekstri svo sem brýna nauðsyn hefur borið til allar götur frá heimastjórnarárunum eftir aldamótin 1900. Einna helzt hafa kanadískir og norrænir bankar komið til álita, kanadískir bankar vegna þess að þeir hafa aldrei komizt í kröggur, jafnvel ekki í heimskreppunni 1929-1939, og norrænir bankar sem hafa siglt lygnan sjó án áfalla undangenginn aldarfjórðung. Mikinn vaxtamun á Íslandi, þ.e. háa útlánsvexti og lága innlánsvexti, má að miklu leyti rekja til fákeppni sem á engan sinn líka í nálægum löndum. Erlendir bankar starfa jafnvel í dreifðum byggðum Noregs upp eftir allri vesturströnd þess vogskorna lands. Norðmenn eignast flestir húsin sín svo að segja skuldlaus fyrir fimmtugt. Íslendingar dragast margir áfram með námslán á bakinu fram á elliár að ekki sé talað um húsnæðislán. Ísland er eina landið í Evrópu þar sem erlendir bankar eiga ekkert í innlendum bönkum og starfrækja ekki heldur útibú. Hvernig skyldi standa á þessu?Ein heiðarleg tilraun var eyðilögð, önnur var glæpsamleg, hún tókst Hefur verið reynt að laða trausta erlenda banka að íslenzkum bankarekstri? Skandinaviska Enskilda Banken, einn helzti banki Svíþjóðar, var að því kominn að kaupa þriðjungshlut í Landsbanka Íslands 1998 fyrir frumkvæði viðskiptaráðuneytisins. Þetta frumkvæði mæltist ekki vel fyrir í forsætisráðuneytinu og voru Svíarnir því sendir heim þar eð vænlegra þótti að „Landsbankinn kæmist í hendur manna sem Sjálfstæðisflokkurinn hefði a.m.k. talsamband við“, eins og Styrmir Gunnarsson ritstjóri Morgunblaðsins lýsti svo eftirminnilega í bókinni Forsætisráðherrar Íslands: Ráðherrar Íslands og forsætisráðherrar í 100 ár (2004, bls. 467). Nokkru síðar var Landsbankinn keyrður í kaf og bankakerfið allt eins og það lagði sig með hörmulegum afleiðingum fyrir mikinn fjölda fólks og fyrirtækja innan lands og utan. Margir bankamenn fengu fangelsisdóma, sumir langa.Málamyndakaup þýzka bankans Hauck & Aufhäuser á eignarhlut ríkisins í Búnaðarbanka Íslands 2003 er kafli út af fyrir sig. Sérstakri rannsóknarnefnd Alþingis tókst ekki að upplýsa hvert hagnaðurinn af þeim málamyndagerningi rann. Frá hruni 2008 hefur samkeppni minnkað á bankamarkaði þar eð flestir sparisjóðirnir eru horfnir. Stóru bankarnir þrír eru ennþá allir eins. Aðrar tilraunir? Hafa aðrar tilraunir verið gerðar til að laða erlenda banka að innlendum bankarekstri? – þó ekki væri nema til að draga úr líkum þess að sagan endurtaki sig. Um það er engum skrifuðum heimildum til að dreifa. Eina leiðin til að komast að því er að spyrja menn sem hafa vitneskju um málið innan stjórnsýslunnar en hafa ekki hirt um að halda henni til haga handa almenningi. Sumir þessara manna fullyrða í einkasamtölum að reynt hafi verið að selja erlendum bönkum hluti í íslenzkum bönkum en enginn erlendur banki hafi sýnt því áhuga. Ekki fylgir sögunni hversu oft eða alvarlega þetta hefur verið reynt eða hversu stórir eignarhlutir erlendum bönkum stóðu til boða. Skýringarnar sem erlendir bankar eru sagðir gefa á áhugaleysi sínu eru einkum þær að þeir nenni ekki að eiga neinn hluta afkomu sinnar undir óstöðugri íslenzkri krónu og þeirri rekstraróvissu sem henni fylgir, sömu óvissu og íslenzk fyrirtæki og heimili þurfa flest að búa við. Því er bætt við að erlendu bankarnir telji nóg að þjónusta íslenzk stórfyrirtæki líkt og þeir gera nú þegar í allstórum stíl (flugvélakaup, skipakaup o.fl.) og nenni ekki að sinna heimilum og litlum eða meðalstórum fyrirtækjum. Loks er því stundum bætt við að erlendir bankar nenni ekki heldur að búa við spillinguna og vitleysuna sem veður uppi á Íslandi. Bagalegt er að stjórnvöld skuli ekki hafa greint opinberlega frá umræddum tilraunum til að laða erlenda banka að landinu. Hví skyldu kjósendur – vinnuveitendur stjórnvalda! – ekki fá að vita hvernig landið liggur? Hvernig á fólkið í landinu t.d. að geta myndað sér skoðun á valinu milli íslenzkrar krónu og upptöku evrunnar ef því er haldið leyndu að viðvarandi ófremd í bankamálum landsins mann fram af manni stafar m.a. af óstöðugleika krónunnar sem enginn erlendur banki vill sjá?Vantraust Bankasaga Íslands hefur verið samfelld hörmungasaga frá öndverðu. Nýju bankarnir sem reistir voru á rústum gömlu bankanna hafa ekki lært nærri nóg af hruninu eins og ráða má t.d. af ótæpilegum kaupgreiðslum til stjórnenda bankanna og miklu vantrausti almennings í garð þeirra. Ný könnun Gallups sýnir að fjórir af hverjum fimm sem spurðir eru vantreysta bankakerfinu og þrír af hverjum fjórum vantreysta Fjármálaeftirlitinu. Jafnvel Alþingi nýtur meira trausts en bankarnir og FME þótt mjótt sé á munum. Ríkissjóður seldi nýlega 13% eignarhlut sinn í Arion banka til vogunarsjóða sem voru fyrir í eigendahópnum og gengur þannig þvert gegn fyrri yfirlýsingum um nauðsyn dreifðara eignarhalds. Vogunarsjóðir eiga ekkert erindi í varfærinn bankarekstur. Fjármálaeftirlit sem fáir treysta virðist ekki líklegt til að veita vogunarsjóðunum viðnám.
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar