Ter Stegen fékk nauðungarkost 10 ára: „Ferð í mark eða yfirgefur klúbbinn“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 20. febrúar 2018 14:00 Ter Stegen er markvörður númer eitt hjá Barcelona. vísir/getty Marc-Andre ter Stegen er einn fremsti markmaður heims, ver mark Barcelona og þýska landsliðsins. En hann má þakka furðulegum hlaupastíl fyrir það að hann varð markvörður. Afi hans sendi ter Stegen til æfinga hjá þýska félaginu Borussia Moenchengladbach þegar hann var aðeins fjögurra ára og hann var sín fyrstu ár að læra stöðu framherja. Þegar hann var 10 ára var hann beðinn um að fara í markið því markmaðurinn var með blóðnasir. „Ég var sá eini sem vildi fara í markið svo ég leysti hann af tvo leiki. Eftir þá sagði þjálfarinn við mig að ef ég yrði ekki markmaður þá þyrfti ég að yfirgefa félagið því honum líkaði ekki hlaupastíllinn minn,“ sagði ter Stegen í viðtali við Telegraph. „Mér leið vel í marki og vildi vera áfram með félögum mínum svo þetta var aldrei spurning.“ Stuðningsmenn Barcelona þakka þessum þjálfara væntanlega vel fyrir en Þjóðverjinn hefur verið frábær í vetur. Það líða að meðaltali 450 mínútur á milli marka hjá honum í Meistaradeild Evrópu í vetur, en það eru 5 heilir fótboltaleikir. Enginn markmaður nær betri tölfræði, David de Gea hjá Manchester United er næstur með 360 mínútur á milli marka. Þá er hann með næst besta hlutfall markvarsla í stærstu deildunum 5 í Evrópu og jafn de Gea í 2.-3. sæti yfir leiki þar sem hann nær að halda marki sínu hreinu, einum leik á eftir Jan Oblak hjá Atletico Madrid sem hefur haldið hreinu í 16 leikjum á Spáni. „Þeir sem hafa ekki reynt fyrir sér í marki vita ekki hversu erfitt það er. Allar stöður eru erfiðar en sem markmaður ertu í sviðsljósinu í öllum stóru sénsum andstæðingsins. Þú getur átt 10 frábærar vörslur en svo missiru af einu skoti eða hleypir sendingu inn og það er það sem allir sjá,“ sagði Marc-Andre ter Stegen. Þjóðverjinn verður að öllum líkindum á milli stanganna í kvöld þegar Barcelona mætir á Stamford Bridge og leikur við Chelsea í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst upphitun klukkan 19:15. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Fleiri fréttir Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjá meira
Marc-Andre ter Stegen er einn fremsti markmaður heims, ver mark Barcelona og þýska landsliðsins. En hann má þakka furðulegum hlaupastíl fyrir það að hann varð markvörður. Afi hans sendi ter Stegen til æfinga hjá þýska félaginu Borussia Moenchengladbach þegar hann var aðeins fjögurra ára og hann var sín fyrstu ár að læra stöðu framherja. Þegar hann var 10 ára var hann beðinn um að fara í markið því markmaðurinn var með blóðnasir. „Ég var sá eini sem vildi fara í markið svo ég leysti hann af tvo leiki. Eftir þá sagði þjálfarinn við mig að ef ég yrði ekki markmaður þá þyrfti ég að yfirgefa félagið því honum líkaði ekki hlaupastíllinn minn,“ sagði ter Stegen í viðtali við Telegraph. „Mér leið vel í marki og vildi vera áfram með félögum mínum svo þetta var aldrei spurning.“ Stuðningsmenn Barcelona þakka þessum þjálfara væntanlega vel fyrir en Þjóðverjinn hefur verið frábær í vetur. Það líða að meðaltali 450 mínútur á milli marka hjá honum í Meistaradeild Evrópu í vetur, en það eru 5 heilir fótboltaleikir. Enginn markmaður nær betri tölfræði, David de Gea hjá Manchester United er næstur með 360 mínútur á milli marka. Þá er hann með næst besta hlutfall markvarsla í stærstu deildunum 5 í Evrópu og jafn de Gea í 2.-3. sæti yfir leiki þar sem hann nær að halda marki sínu hreinu, einum leik á eftir Jan Oblak hjá Atletico Madrid sem hefur haldið hreinu í 16 leikjum á Spáni. „Þeir sem hafa ekki reynt fyrir sér í marki vita ekki hversu erfitt það er. Allar stöður eru erfiðar en sem markmaður ertu í sviðsljósinu í öllum stóru sénsum andstæðingsins. Þú getur átt 10 frábærar vörslur en svo missiru af einu skoti eða hleypir sendingu inn og það er það sem allir sjá,“ sagði Marc-Andre ter Stegen. Þjóðverjinn verður að öllum líkindum á milli stanganna í kvöld þegar Barcelona mætir á Stamford Bridge og leikur við Chelsea í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst upphitun klukkan 19:15.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Fleiri fréttir Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjá meira