Ter Stegen fékk nauðungarkost 10 ára: „Ferð í mark eða yfirgefur klúbbinn“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 20. febrúar 2018 14:00 Ter Stegen er markvörður númer eitt hjá Barcelona. vísir/getty Marc-Andre ter Stegen er einn fremsti markmaður heims, ver mark Barcelona og þýska landsliðsins. En hann má þakka furðulegum hlaupastíl fyrir það að hann varð markvörður. Afi hans sendi ter Stegen til æfinga hjá þýska félaginu Borussia Moenchengladbach þegar hann var aðeins fjögurra ára og hann var sín fyrstu ár að læra stöðu framherja. Þegar hann var 10 ára var hann beðinn um að fara í markið því markmaðurinn var með blóðnasir. „Ég var sá eini sem vildi fara í markið svo ég leysti hann af tvo leiki. Eftir þá sagði þjálfarinn við mig að ef ég yrði ekki markmaður þá þyrfti ég að yfirgefa félagið því honum líkaði ekki hlaupastíllinn minn,“ sagði ter Stegen í viðtali við Telegraph. „Mér leið vel í marki og vildi vera áfram með félögum mínum svo þetta var aldrei spurning.“ Stuðningsmenn Barcelona þakka þessum þjálfara væntanlega vel fyrir en Þjóðverjinn hefur verið frábær í vetur. Það líða að meðaltali 450 mínútur á milli marka hjá honum í Meistaradeild Evrópu í vetur, en það eru 5 heilir fótboltaleikir. Enginn markmaður nær betri tölfræði, David de Gea hjá Manchester United er næstur með 360 mínútur á milli marka. Þá er hann með næst besta hlutfall markvarsla í stærstu deildunum 5 í Evrópu og jafn de Gea í 2.-3. sæti yfir leiki þar sem hann nær að halda marki sínu hreinu, einum leik á eftir Jan Oblak hjá Atletico Madrid sem hefur haldið hreinu í 16 leikjum á Spáni. „Þeir sem hafa ekki reynt fyrir sér í marki vita ekki hversu erfitt það er. Allar stöður eru erfiðar en sem markmaður ertu í sviðsljósinu í öllum stóru sénsum andstæðingsins. Þú getur átt 10 frábærar vörslur en svo missiru af einu skoti eða hleypir sendingu inn og það er það sem allir sjá,“ sagði Marc-Andre ter Stegen. Þjóðverjinn verður að öllum líkindum á milli stanganna í kvöld þegar Barcelona mætir á Stamford Bridge og leikur við Chelsea í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst upphitun klukkan 19:15. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Enski boltinn Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Í beinni: KR - Víkingur | Víkingar geta skotist á toppinn Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Í beinni: KR - Víkingur | Víkingar geta skotist á toppinn Víti í blálokin dugði Liverpool Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir þurfa stig Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Sjá meira
Marc-Andre ter Stegen er einn fremsti markmaður heims, ver mark Barcelona og þýska landsliðsins. En hann má þakka furðulegum hlaupastíl fyrir það að hann varð markvörður. Afi hans sendi ter Stegen til æfinga hjá þýska félaginu Borussia Moenchengladbach þegar hann var aðeins fjögurra ára og hann var sín fyrstu ár að læra stöðu framherja. Þegar hann var 10 ára var hann beðinn um að fara í markið því markmaðurinn var með blóðnasir. „Ég var sá eini sem vildi fara í markið svo ég leysti hann af tvo leiki. Eftir þá sagði þjálfarinn við mig að ef ég yrði ekki markmaður þá þyrfti ég að yfirgefa félagið því honum líkaði ekki hlaupastíllinn minn,“ sagði ter Stegen í viðtali við Telegraph. „Mér leið vel í marki og vildi vera áfram með félögum mínum svo þetta var aldrei spurning.“ Stuðningsmenn Barcelona þakka þessum þjálfara væntanlega vel fyrir en Þjóðverjinn hefur verið frábær í vetur. Það líða að meðaltali 450 mínútur á milli marka hjá honum í Meistaradeild Evrópu í vetur, en það eru 5 heilir fótboltaleikir. Enginn markmaður nær betri tölfræði, David de Gea hjá Manchester United er næstur með 360 mínútur á milli marka. Þá er hann með næst besta hlutfall markvarsla í stærstu deildunum 5 í Evrópu og jafn de Gea í 2.-3. sæti yfir leiki þar sem hann nær að halda marki sínu hreinu, einum leik á eftir Jan Oblak hjá Atletico Madrid sem hefur haldið hreinu í 16 leikjum á Spáni. „Þeir sem hafa ekki reynt fyrir sér í marki vita ekki hversu erfitt það er. Allar stöður eru erfiðar en sem markmaður ertu í sviðsljósinu í öllum stóru sénsum andstæðingsins. Þú getur átt 10 frábærar vörslur en svo missiru af einu skoti eða hleypir sendingu inn og það er það sem allir sjá,“ sagði Marc-Andre ter Stegen. Þjóðverjinn verður að öllum líkindum á milli stanganna í kvöld þegar Barcelona mætir á Stamford Bridge og leikur við Chelsea í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst upphitun klukkan 19:15.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Enski boltinn Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Í beinni: KR - Víkingur | Víkingar geta skotist á toppinn Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Í beinni: KR - Víkingur | Víkingar geta skotist á toppinn Víti í blálokin dugði Liverpool Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir þurfa stig Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Sjá meira