Meistaradeildin rúllar af stað Benedikt Bóas skrifar 13. febrúar 2018 06:45 Harry Kane hefur verið sjóðheitur í vetur. vísir/getty Tvö ensk lið hefja keppni í 16 liða úrslitum Meistararadeildarinnar þegar hún fer af stað í kvöld á ný. Lærisveinar Pep Guardiola í Manchester City eru í Sviss þar sem þeir mæta Basel. Búist er við frekar auðveldum sigri City í þessari viðureign. Jafnvel þótt City á einhvern undraverðan hátt tapar í kvöld þá getur Guardiola huggað sig við að árangur Basel á útivelli er ævintýralega slakur. Það er því ekki mjög hár stuðullinn á að City liðið rúlli auðveldlega áfram í næstu umferð. Tottenham fer til Ítalíu og mætir þar Juventus í Tórínó. Margir eru spenntir fyrir að sjá Harry Kane reyna sig gegn Juventus-vörninni en Kane hefur verið sjóðandi heitur upp við mark andstæðinganna og skorað nánast að vild. Hann er með sex mörk í fimm leikjum í Meistaradeildinni og skoraði geggjað skallamark gegn Arsenal um helgina. Það verður geggjað að fylgjast með baráttu Kane og Giorgio Chiellini. Tottenham hefur aðeins 26 leiki í útsláttarkeppni innan liðsins en Juventus eru töluvert reyndara á þessu sviði með alls 142 leiki. Toby Alderweireld ferðaðist ekki með Tottenham til Tórínó en Mauricio Pochettino ákvað að skilja hann eftir. Samningaviðræður við Belgann hafa tekið gríðarlega langan tíma en hann er sagður vilja verulega kauphækkun. Það eru einnig meiðsli hjá Juventus en þar mun vanta Juan Cuadrado, Andrea Barzagli og Blaise Matuidi og þá er spurning um argentínska snillinginn Paulo Dybala. Sá hefur komið að 17 mörkum fyrir Juventus á tímabilinu. Leikirnir tveir falla þó í skuggann á viðureign morgundagsins þegar Real Madrid tekur á móti PSG. Það er leikurinn sem heimsbyggðin hefur beðið eftir síðan dregið var í 16 liða úrslit. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Fleiri fréttir „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Sjá meira
Tvö ensk lið hefja keppni í 16 liða úrslitum Meistararadeildarinnar þegar hún fer af stað í kvöld á ný. Lærisveinar Pep Guardiola í Manchester City eru í Sviss þar sem þeir mæta Basel. Búist er við frekar auðveldum sigri City í þessari viðureign. Jafnvel þótt City á einhvern undraverðan hátt tapar í kvöld þá getur Guardiola huggað sig við að árangur Basel á útivelli er ævintýralega slakur. Það er því ekki mjög hár stuðullinn á að City liðið rúlli auðveldlega áfram í næstu umferð. Tottenham fer til Ítalíu og mætir þar Juventus í Tórínó. Margir eru spenntir fyrir að sjá Harry Kane reyna sig gegn Juventus-vörninni en Kane hefur verið sjóðandi heitur upp við mark andstæðinganna og skorað nánast að vild. Hann er með sex mörk í fimm leikjum í Meistaradeildinni og skoraði geggjað skallamark gegn Arsenal um helgina. Það verður geggjað að fylgjast með baráttu Kane og Giorgio Chiellini. Tottenham hefur aðeins 26 leiki í útsláttarkeppni innan liðsins en Juventus eru töluvert reyndara á þessu sviði með alls 142 leiki. Toby Alderweireld ferðaðist ekki með Tottenham til Tórínó en Mauricio Pochettino ákvað að skilja hann eftir. Samningaviðræður við Belgann hafa tekið gríðarlega langan tíma en hann er sagður vilja verulega kauphækkun. Það eru einnig meiðsli hjá Juventus en þar mun vanta Juan Cuadrado, Andrea Barzagli og Blaise Matuidi og þá er spurning um argentínska snillinginn Paulo Dybala. Sá hefur komið að 17 mörkum fyrir Juventus á tímabilinu. Leikirnir tveir falla þó í skuggann á viðureign morgundagsins þegar Real Madrid tekur á móti PSG. Það er leikurinn sem heimsbyggðin hefur beðið eftir síðan dregið var í 16 liða úrslit.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Fleiri fréttir „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Sjá meira