Neita að ábyrgjast höfn fyrir tugmilljarða króna Haraldur Guðmundsson skrifar 1. febrúar 2018 07:00 Uppi eru hugmyndir um stórskipa- og olíuþjónustuhöfn í Finnafirði. Vísir/Pjetur Sveitarfélögin Langanesbyggð og Vopnafjarðarhreppur hafa í viðræðum við þýska fyrirtækið Bremenports neitað að taka á sig fjárhagslega ábyrgðir og skuldbindingar vegna fyrirhugaðrar byggingar stórskipa- og olíuþjónustuhafnar í Finnafirði. Bremenports á að leiða fjármögnun og öflun verkefna fyrir höfnina og hefur farið fram á að sveitarfélögin skuldbindi sig og lýst því yfir að settar verði fram kröfur um frekari aðkomu ríkisins varðandi uppbyggingu innviða á svæðinu. Þetta kemur fram í skýrslu sem lögmenn sveitarfélaganna tóku saman um miðjan janúar og Fréttablaðið hefur undir höndum. Fjallar hún um stöðu Finnafjarðarverkefnisins og lýsir meðal annars ágreiningsefnum sem komu upp í viðræðunum í fyrra. Þar segir að Bremenports virðist telja nauðsynlegt að væntanlegir sérleyfishafar hafnarinnar hafi tryggingu hins opinbera fyrir því að óstofnað hafnarfélag um framkvæmdina geti ekki orðið gjaldþrota. „Þeirri kröfu um ábyrgð hefur alfarið verið hafnað, enda ómögulegt að verða við slíkri kröfu, auk þess sem engar lagaheimildir eru til staðar til þess að hægt sé að verða við henni,“ segir í skýrslunni. Þar er rifjað upp að í janúar í fyrra fékkst samþykki frá pólitískt kjörinni stjórn Bremenports fyrir þátttöku í verkefninu. Fulltrúar þess hafi hitt forsvarsmenn sveitarfélaganna á fjórum fundum á árinu og átt önnur margvísleg samskipti. Stóru línur verkefnisins virðast smám saman farnar að skýrast þrátt fyrir að engir samningar hafi verið undirritaðir. Hugmyndir séu uppi um stofnun þriggja sjálfstæðra félaga; þróunarfélags, hafnarfélags og félags landeigenda. Gert er ráð fyrir að sveitarfélögin muni eiga hafnarfélagið að fullu sem verði eigandi hafnarinnar og hafi umsjón með framkvæmdum á og við höfnina. Þróunarfélagið verði einnig í þeirra eigu en að auki Bremenports og utanaðkomandi fjárfesta. Viðræður um skiptingu hlutafjár og útfærslu á réttindum sem tengjast eignarhaldi í því félagi standa nú yfir. Fréttablaðið greindi í september frá fundi sveitarstjóra Langanesbyggðar með forsvarsmönnum kínverska fyrirtækisins Cosco Shipping, þriðja stærsta skipafélags heims, þar sem áformin um höfnina voru kynnt. Viljayfirlýsing um áframhaldandi samstarf um uppbyggingu hennar var undirrituð í maí 2016 af fulltrúum íslenskra stjórnvalda, sveitarfélaganna, EFLU og Bremenports. Búið er að ráðast í jarðvegsrannsóknir í firðinum og á gróðri og dýralífi. Ljóst er að ef af framkvæmdum verður mun verkefnið hlaupa á tugum milljarða króna en það hefur verið í undirbúningi í um áratug. „Helstu ógnanir við verkefnið eru þær að það er afar umfangsmikið og kallar á það að sveitarfélögin stígi varlega til jarðar varðandi allar ákvarðanir sem tengjast mögulegum útgjöldum og eftir atvikum kröfum viðsemjenda um fjárhagslegar ábyrgðir. Í þeim efnum verður að hafa í huga að gildandi sveitarstjórnarlög og önnur ákvæði laga um sveitarfélög takmarka mjög heimildir sveitarfélaga til að takast á herðar fjárhagslegar ábyrgðir eða ráðstafa fé sveitarsjóðs til áhætturekstrar.“ Birtist í Fréttablaðinu Vopnafjörður Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Sjá meira
Sveitarfélögin Langanesbyggð og Vopnafjarðarhreppur hafa í viðræðum við þýska fyrirtækið Bremenports neitað að taka á sig fjárhagslega ábyrgðir og skuldbindingar vegna fyrirhugaðrar byggingar stórskipa- og olíuþjónustuhafnar í Finnafirði. Bremenports á að leiða fjármögnun og öflun verkefna fyrir höfnina og hefur farið fram á að sveitarfélögin skuldbindi sig og lýst því yfir að settar verði fram kröfur um frekari aðkomu ríkisins varðandi uppbyggingu innviða á svæðinu. Þetta kemur fram í skýrslu sem lögmenn sveitarfélaganna tóku saman um miðjan janúar og Fréttablaðið hefur undir höndum. Fjallar hún um stöðu Finnafjarðarverkefnisins og lýsir meðal annars ágreiningsefnum sem komu upp í viðræðunum í fyrra. Þar segir að Bremenports virðist telja nauðsynlegt að væntanlegir sérleyfishafar hafnarinnar hafi tryggingu hins opinbera fyrir því að óstofnað hafnarfélag um framkvæmdina geti ekki orðið gjaldþrota. „Þeirri kröfu um ábyrgð hefur alfarið verið hafnað, enda ómögulegt að verða við slíkri kröfu, auk þess sem engar lagaheimildir eru til staðar til þess að hægt sé að verða við henni,“ segir í skýrslunni. Þar er rifjað upp að í janúar í fyrra fékkst samþykki frá pólitískt kjörinni stjórn Bremenports fyrir þátttöku í verkefninu. Fulltrúar þess hafi hitt forsvarsmenn sveitarfélaganna á fjórum fundum á árinu og átt önnur margvísleg samskipti. Stóru línur verkefnisins virðast smám saman farnar að skýrast þrátt fyrir að engir samningar hafi verið undirritaðir. Hugmyndir séu uppi um stofnun þriggja sjálfstæðra félaga; þróunarfélags, hafnarfélags og félags landeigenda. Gert er ráð fyrir að sveitarfélögin muni eiga hafnarfélagið að fullu sem verði eigandi hafnarinnar og hafi umsjón með framkvæmdum á og við höfnina. Þróunarfélagið verði einnig í þeirra eigu en að auki Bremenports og utanaðkomandi fjárfesta. Viðræður um skiptingu hlutafjár og útfærslu á réttindum sem tengjast eignarhaldi í því félagi standa nú yfir. Fréttablaðið greindi í september frá fundi sveitarstjóra Langanesbyggðar með forsvarsmönnum kínverska fyrirtækisins Cosco Shipping, þriðja stærsta skipafélags heims, þar sem áformin um höfnina voru kynnt. Viljayfirlýsing um áframhaldandi samstarf um uppbyggingu hennar var undirrituð í maí 2016 af fulltrúum íslenskra stjórnvalda, sveitarfélaganna, EFLU og Bremenports. Búið er að ráðast í jarðvegsrannsóknir í firðinum og á gróðri og dýralífi. Ljóst er að ef af framkvæmdum verður mun verkefnið hlaupa á tugum milljarða króna en það hefur verið í undirbúningi í um áratug. „Helstu ógnanir við verkefnið eru þær að það er afar umfangsmikið og kallar á það að sveitarfélögin stígi varlega til jarðar varðandi allar ákvarðanir sem tengjast mögulegum útgjöldum og eftir atvikum kröfum viðsemjenda um fjárhagslegar ábyrgðir. Í þeim efnum verður að hafa í huga að gildandi sveitarstjórnarlög og önnur ákvæði laga um sveitarfélög takmarka mjög heimildir sveitarfélaga til að takast á herðar fjárhagslegar ábyrgðir eða ráðstafa fé sveitarsjóðs til áhætturekstrar.“
Birtist í Fréttablaðinu Vopnafjörður Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Sjá meira