Minni loftmengun gæti þýtt meiri hlýnun Kjartan Kjartansson skrifar 24. janúar 2018 09:30 Sumar rykagnir í loftmengun af völdum manna endurvarpar sólarljósi og kælir þannig yfirborð jarðar. Þannig hefur loftmengun falið hlýnun sem hefði orðið vegna losunar á gróðurhúsalofttegundum. Vísir/GVA Hlýnun jarðar gæti aukist samhliða aðgerðum til þessa að draga úr loftmengun. Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til þess að viðbótarhlýnun gæti numið hálfri til einni gráðu ef menn draga úr losun á mengunarögnum í lofti. Mörg ríki reyna nú að draga úr losun á rykögnum frá iðnaði og bifreiðum sem valda gríðarlegri loftmengun í stórborgum víða um heim. Loftmengunin er skaðleg heilsu manna og er áætlað að milljónir manna deyi fyrir aldur fram af völdum hennar í heiminum á ári. Rykagnirnar hafa hins vegar einnig áhrif á loftslags jarðarinnar. Sumar þeirra endurvarpa sólarljósi aftur út í geim og kæla þannig yfirborð jarðar. Vísindamenn telja meðal annars að loftmengun af þessu tagi hafi falið áhrif hnattrænnar hlýnunar um miðja síðustu öld áður en gripið var til aðgerða til að draga úr losun svifryks. Höfundar nýrrar rannsóknar sem birtist í vísindaritinu Geophysical Research Letters reyndu að meta hversu mikil áhrif aðgerðir til að draga úr losun á rykögnum gætu haft á loftslag jarðar. Notuðu þeir fjögur loftslagslíkön og fjarlægðu úr þeim alla losun manna á svifryki. Séu niðurstöður þeirra um hálfa til eina gráðu viðbótarhlýnunar réttar þýðir það að menn fara nær örugglega yfir mörk Parísarsamkomulagsins um 1,5-2°C hlýnun á þessari öld, að því er segir í frétt Scientific American.Loftmengun hverfur ekki þótt losun á koltvísýringi hættiAðgerðir til að draga úr loftmengun gætu einnig haft veruleg áhrif á staðbundna úrkomu og veðurfar víða um heim. Rykagnirnar hafa yfirleitt mest áhrif næst uppsprettu þeirra. Þannig telja vísindamennirnir að úrkoma og veðuröfgar gætu færst verulega í aukana á svæðum þar sem mengunin er mest, sérstaklega í austanverðri Asíu. Áhrifin gætu þó náð víðar um jörðina. Útblæstri frá bruna á jarðefnaeldsneyti fylgja rykagnir. Þannig myndu tilraunir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda leiða til minni losunar svifryks. Ekki er þó þar með sagt að losun rykagna myndi hætta með öllu þó að menn hættu að brenna jarðefnaeldsneyti og að hlýnunin sem mengunin hefur falið kæmi öll fram. „Maður getur ekki ályktað að það sé samasemmerki á milli engrar losunar á koltvísýringi og engrar losunar á rykögnum af völdum manna,“ segir Gavin Schmidt, forstöðumaður Goddard-geimrannsóknastofnunar NASA sem heldur utan um tölur um hitastig á jörðinni og sérfræðingur í loftslagslíkönum. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Hlýnun jarðar mögulega minni en í verstu spám en meiri en í þeim skástu Góðu fréttirnar eru að hlýnun jarðar verður mögulega ekki eins mikil og verstu sviðsmyndir gera ráð fyrir. Slæmu fréttirnar er að hlýnunin verður líklega meiri en í skástu sviðsmyndunum. 18. janúar 2018 12:02 2017 var hlýjasta árið án aðstoðar El niño Síðustu þrjú ár eru þau hlýjustu á jörðinni frá því að mælingar hófust á 19. öld samkvæmt tölum NASA og NOAA. 19. janúar 2018 08:49 Kemur á óvart hversu lítið hlýnun jarðar dróst saman eftir metár Búist var við að árið 2017 yrði svalara en árin tvö á undan eftir að áhrifa El niño hætti að gæta. Sérfræðingur Veðurstofunnar átti von á tvöfalt meiri kólnun. 19. janúar 2018 17:00 Hlýnun fer fram úr viðmiði Parísarsamkomulagsins um miðja öldina Drög að nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna eru ekki bjartsýn á að mönnum takist að ná metnaðarfyllsta markmiði Parísarsamkomulagsins. 12. janúar 2018 10:07 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Sjá meira
Hlýnun jarðar gæti aukist samhliða aðgerðum til þessa að draga úr loftmengun. Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til þess að viðbótarhlýnun gæti numið hálfri til einni gráðu ef menn draga úr losun á mengunarögnum í lofti. Mörg ríki reyna nú að draga úr losun á rykögnum frá iðnaði og bifreiðum sem valda gríðarlegri loftmengun í stórborgum víða um heim. Loftmengunin er skaðleg heilsu manna og er áætlað að milljónir manna deyi fyrir aldur fram af völdum hennar í heiminum á ári. Rykagnirnar hafa hins vegar einnig áhrif á loftslags jarðarinnar. Sumar þeirra endurvarpa sólarljósi aftur út í geim og kæla þannig yfirborð jarðar. Vísindamenn telja meðal annars að loftmengun af þessu tagi hafi falið áhrif hnattrænnar hlýnunar um miðja síðustu öld áður en gripið var til aðgerða til að draga úr losun svifryks. Höfundar nýrrar rannsóknar sem birtist í vísindaritinu Geophysical Research Letters reyndu að meta hversu mikil áhrif aðgerðir til að draga úr losun á rykögnum gætu haft á loftslag jarðar. Notuðu þeir fjögur loftslagslíkön og fjarlægðu úr þeim alla losun manna á svifryki. Séu niðurstöður þeirra um hálfa til eina gráðu viðbótarhlýnunar réttar þýðir það að menn fara nær örugglega yfir mörk Parísarsamkomulagsins um 1,5-2°C hlýnun á þessari öld, að því er segir í frétt Scientific American.Loftmengun hverfur ekki þótt losun á koltvísýringi hættiAðgerðir til að draga úr loftmengun gætu einnig haft veruleg áhrif á staðbundna úrkomu og veðurfar víða um heim. Rykagnirnar hafa yfirleitt mest áhrif næst uppsprettu þeirra. Þannig telja vísindamennirnir að úrkoma og veðuröfgar gætu færst verulega í aukana á svæðum þar sem mengunin er mest, sérstaklega í austanverðri Asíu. Áhrifin gætu þó náð víðar um jörðina. Útblæstri frá bruna á jarðefnaeldsneyti fylgja rykagnir. Þannig myndu tilraunir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda leiða til minni losunar svifryks. Ekki er þó þar með sagt að losun rykagna myndi hætta með öllu þó að menn hættu að brenna jarðefnaeldsneyti og að hlýnunin sem mengunin hefur falið kæmi öll fram. „Maður getur ekki ályktað að það sé samasemmerki á milli engrar losunar á koltvísýringi og engrar losunar á rykögnum af völdum manna,“ segir Gavin Schmidt, forstöðumaður Goddard-geimrannsóknastofnunar NASA sem heldur utan um tölur um hitastig á jörðinni og sérfræðingur í loftslagslíkönum.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Hlýnun jarðar mögulega minni en í verstu spám en meiri en í þeim skástu Góðu fréttirnar eru að hlýnun jarðar verður mögulega ekki eins mikil og verstu sviðsmyndir gera ráð fyrir. Slæmu fréttirnar er að hlýnunin verður líklega meiri en í skástu sviðsmyndunum. 18. janúar 2018 12:02 2017 var hlýjasta árið án aðstoðar El niño Síðustu þrjú ár eru þau hlýjustu á jörðinni frá því að mælingar hófust á 19. öld samkvæmt tölum NASA og NOAA. 19. janúar 2018 08:49 Kemur á óvart hversu lítið hlýnun jarðar dróst saman eftir metár Búist var við að árið 2017 yrði svalara en árin tvö á undan eftir að áhrifa El niño hætti að gæta. Sérfræðingur Veðurstofunnar átti von á tvöfalt meiri kólnun. 19. janúar 2018 17:00 Hlýnun fer fram úr viðmiði Parísarsamkomulagsins um miðja öldina Drög að nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna eru ekki bjartsýn á að mönnum takist að ná metnaðarfyllsta markmiði Parísarsamkomulagsins. 12. janúar 2018 10:07 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Sjá meira
Hlýnun jarðar mögulega minni en í verstu spám en meiri en í þeim skástu Góðu fréttirnar eru að hlýnun jarðar verður mögulega ekki eins mikil og verstu sviðsmyndir gera ráð fyrir. Slæmu fréttirnar er að hlýnunin verður líklega meiri en í skástu sviðsmyndunum. 18. janúar 2018 12:02
2017 var hlýjasta árið án aðstoðar El niño Síðustu þrjú ár eru þau hlýjustu á jörðinni frá því að mælingar hófust á 19. öld samkvæmt tölum NASA og NOAA. 19. janúar 2018 08:49
Kemur á óvart hversu lítið hlýnun jarðar dróst saman eftir metár Búist var við að árið 2017 yrði svalara en árin tvö á undan eftir að áhrifa El niño hætti að gæta. Sérfræðingur Veðurstofunnar átti von á tvöfalt meiri kólnun. 19. janúar 2018 17:00
Hlýnun fer fram úr viðmiði Parísarsamkomulagsins um miðja öldina Drög að nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna eru ekki bjartsýn á að mönnum takist að ná metnaðarfyllsta markmiði Parísarsamkomulagsins. 12. janúar 2018 10:07
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent