Telja loftmengun hafa falið áhrif hlýnunar á norðurskautinu Kjartan Kjartansson skrifar 28. mars 2017 21:04 Hafísinn á norðurskautinu óx upp úr miðri öldinni þrátt fyrir að gróðurhúsalofttegundir yllu hlýnun á jörðinni. Vísir/EPA Brennisteinsagnir frá bruna jarðefnaeldsneytis eru taldar orsök þess að hafís á norðurskautinu óx upp úr miðri öldinni á sama tíma og gróðurhúsalofttegundir vermdu jörðina. Ný rannsókn bendir til þess að þannig hafi loftmengun falið áhrif hlýnunar á norðurhjara veraldar. Þó að beinar mælingar á hafísnum á norðurskautinu með gervihnöttum hafi ekki hafist fyrr en árið 1979 eru einhver eldri gögn til um ísinn. Þessi eldri gögn, ásamt nýlegum tölvulíkönum, benda til þess að hafísinn hafi vaxið frá því um 1950 til 1975, samkvæmt frétt sem birtist á vef bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. Ný greining á gögnunum hefur leitt vísindamenn að þeirri ályktun að loftmengun hafi valdið því að hafísinn óx á þessu tímabili.Loftmengunin meiri áður en lög voru settÝmsar agnir í andrúmsloftinu endurvarpa sólargeislum út í geim og valda þannig kólnun við yfirborð jarðar. Vísindamennirnir telja að brennisteinsagnir sem losnuðu frá bruna á jarðefnaeldsneyti hafi falið hlýnun af völdum gróðurhúsalofttegunda. „Kólnunaráhrif frá auknu magni rykagna faldi hlýnunaráhrif aukins styrks gróðurhúsalofttegunda og meira til,“ segir John Fyfe, vísindamaður við Umhverfis- og loftslagsbreytingar Kanada sem er einn höfunda greinar um rannsóknina sem birtist í Geophysical Research Letters. Styrkur þessara brennisteinsagna í lofthjúpnum var sérstaklega mikill á tímabilinu 1950 til 1975 áður en umhverfisverndarlög voru sett á 8. áratugnum sem takmörkuðu losun brennisteinsvetnis út í andrúmsloftið. Tölvulíkan sem vísindamennirnir notuðu við rannsóknina sýndi að brennisteinsagnirnar hefðu valdið kólnun á norðurskautinu og hafísinn vaxið. Agnirnar eru skammlífar í andrúmsloftinu. Kólnunaráhrif þeirra fjöruðu því út eftir 1980 þegar reglugerðir og lög gegn loftmengun voru farin að bíta á losun efnanna. Hafísinn á norðurskautinu hefur síðan skroppið gríðarlega saman.Washington Post sagði frá því nýlega að hámarksútbreiðsla hafíssinn að vetri hafi verið sú minnsta frá því að mælingar hófust í vetur. Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira
Brennisteinsagnir frá bruna jarðefnaeldsneytis eru taldar orsök þess að hafís á norðurskautinu óx upp úr miðri öldinni á sama tíma og gróðurhúsalofttegundir vermdu jörðina. Ný rannsókn bendir til þess að þannig hafi loftmengun falið áhrif hlýnunar á norðurhjara veraldar. Þó að beinar mælingar á hafísnum á norðurskautinu með gervihnöttum hafi ekki hafist fyrr en árið 1979 eru einhver eldri gögn til um ísinn. Þessi eldri gögn, ásamt nýlegum tölvulíkönum, benda til þess að hafísinn hafi vaxið frá því um 1950 til 1975, samkvæmt frétt sem birtist á vef bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. Ný greining á gögnunum hefur leitt vísindamenn að þeirri ályktun að loftmengun hafi valdið því að hafísinn óx á þessu tímabili.Loftmengunin meiri áður en lög voru settÝmsar agnir í andrúmsloftinu endurvarpa sólargeislum út í geim og valda þannig kólnun við yfirborð jarðar. Vísindamennirnir telja að brennisteinsagnir sem losnuðu frá bruna á jarðefnaeldsneyti hafi falið hlýnun af völdum gróðurhúsalofttegunda. „Kólnunaráhrif frá auknu magni rykagna faldi hlýnunaráhrif aukins styrks gróðurhúsalofttegunda og meira til,“ segir John Fyfe, vísindamaður við Umhverfis- og loftslagsbreytingar Kanada sem er einn höfunda greinar um rannsóknina sem birtist í Geophysical Research Letters. Styrkur þessara brennisteinsagna í lofthjúpnum var sérstaklega mikill á tímabilinu 1950 til 1975 áður en umhverfisverndarlög voru sett á 8. áratugnum sem takmörkuðu losun brennisteinsvetnis út í andrúmsloftið. Tölvulíkan sem vísindamennirnir notuðu við rannsóknina sýndi að brennisteinsagnirnar hefðu valdið kólnun á norðurskautinu og hafísinn vaxið. Agnirnar eru skammlífar í andrúmsloftinu. Kólnunaráhrif þeirra fjöruðu því út eftir 1980 þegar reglugerðir og lög gegn loftmengun voru farin að bíta á losun efnanna. Hafísinn á norðurskautinu hefur síðan skroppið gríðarlega saman.Washington Post sagði frá því nýlega að hámarksútbreiðsla hafíssinn að vetri hafi verið sú minnsta frá því að mælingar hófust í vetur.
Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira