Meira en helmingur sér lögmennsku ekki sem framtíðarstarf Nadine Guðrún Yaghi skrifar 15. janúar 2018 19:15 Níutíu prósent fulltrúa í lögmannastétt á Íslandi finna fyrir streitu í starfi og yfir helmingur þeirra sér ekki fyrir sér að starfa sem lögmaður í framtíðinni. Þetta sýna niðurstöður skýrslu starfshóps um starfsvettvang lögmanna en meginástæðan er að stór hópur telur sig ekki hafa tök á því að samræma fjölskyldulíf og vinnu svo vel sé. Stafshópinn setti Lögmannafélag Íslands á fót árið 2015 í tengslum við athugun á starfsumhverfi lögmanna en markmiðið var meðal annars að kortleggja hvernig þrýstingur vegna fjölskyldulífs hefði áhrif á starfshorfur lögmanna. Skýrslan hefur nú verið birt og niðurstöðurnar veita sterkar vísbendingu um að endurskoða þurfi samsetningu, uppbyggingu og starf innan stéttarinnar en níutíu prósent fulltrúa í lögmannastétt finna fyrir streitu í starfi og fimmtíu prósent sjá ekki fyrir sér að starfa sem lögmenn í framtíðinni. „Ég held að það sé áhyggjuefni og við viljum að þetta sé aðlagandi starfsvettvangur og við viljum að ungt fólk sem sinnir þessum störfum og býr sér til hæfni á þessu sviði nýti þá hæfni til frambúðar,“ segir Reimar Pétursson, formaður Lögmannafélagsins. Í skýrslunni kemur fram að yfir helmingur fulltrúa með lögmannsréttindi telji sig ekki hafa tök á því að samræma fjölskyldulíf og vinnu svo vel sé. Reimar segir að ýmislegt skýri þessa stöðu. „Sjálfsagt eru það miklar kröfur í starfi og tímafrestir fyrir skil verkefna og fleiri slíkir þættir sem gera þetta kannski ekki mjög spennandi til langframa,“ segir Reimar. Gögn sem unnið varmeð sýna að yfir áttatíu prósent fulltrúa á lögmannsstofum vinna meira en 41 tíma á viku, þar af 16 prósent meira en 50 tíma. Þannig benda niðurstöður til þess að vinnutími sé of langur en stór hópur fær ekki greidda yfirvinnu. Þá eiga konur erfiðara uppdráttar í lögmennsku. Ekki síst eftir að þær eignast sitt fyrsta barn. „Það virðist vera algengara að þær hætti í lögmennsku frekar en strákarnir. Það eru ungu konurnar sem eru mjög drífandi framanaf í sínu ferli en síðan virðast þær síður vilja leggja þetta fyrir sig,“ segir Reimar. Þá kemur fram að taka þurfi meira tillit til þarfa lögmanna þegar kemur að rekstri dómsmála fyrir Hæstarétti, til dæmis hvað varðar lögmæt forföll vegna tiltekinna fjölskylduaðstæðna. „Það hefur nú kannski verið þannig í gegn um tíðina að það hafa verið ósveigjanlegir frestir í Hæstarétti. Það hefur verið öllu sveigjanlegra í héraðsdómi. Ég held að það sé bara mjög mikilvægt að það ríki skilningur á því að það verður að geta farið saman að vera lögmaður og eiga fjölskyldu,“ segir Reimar. Hann segir að lögmannafélagið muni bregðast við.„Nú getur þessi skýrsla verið grundvöllur áframhaldandi umræðna og getur orðið grundvöllur frekari rannsókna hér á landi og getur orðið grundvöllur fyrir því að það verði ráðist í einhverjar aðgerðir til að reyna bæta þessa stöðu. Það verða án efa haldnir fundir og það verður án ef lagt mat á það hvað er hægt að gera,“ segir Reimar. Dómsmál Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Níutíu prósent fulltrúa í lögmannastétt á Íslandi finna fyrir streitu í starfi og yfir helmingur þeirra sér ekki fyrir sér að starfa sem lögmaður í framtíðinni. Þetta sýna niðurstöður skýrslu starfshóps um starfsvettvang lögmanna en meginástæðan er að stór hópur telur sig ekki hafa tök á því að samræma fjölskyldulíf og vinnu svo vel sé. Stafshópinn setti Lögmannafélag Íslands á fót árið 2015 í tengslum við athugun á starfsumhverfi lögmanna en markmiðið var meðal annars að kortleggja hvernig þrýstingur vegna fjölskyldulífs hefði áhrif á starfshorfur lögmanna. Skýrslan hefur nú verið birt og niðurstöðurnar veita sterkar vísbendingu um að endurskoða þurfi samsetningu, uppbyggingu og starf innan stéttarinnar en níutíu prósent fulltrúa í lögmannastétt finna fyrir streitu í starfi og fimmtíu prósent sjá ekki fyrir sér að starfa sem lögmenn í framtíðinni. „Ég held að það sé áhyggjuefni og við viljum að þetta sé aðlagandi starfsvettvangur og við viljum að ungt fólk sem sinnir þessum störfum og býr sér til hæfni á þessu sviði nýti þá hæfni til frambúðar,“ segir Reimar Pétursson, formaður Lögmannafélagsins. Í skýrslunni kemur fram að yfir helmingur fulltrúa með lögmannsréttindi telji sig ekki hafa tök á því að samræma fjölskyldulíf og vinnu svo vel sé. Reimar segir að ýmislegt skýri þessa stöðu. „Sjálfsagt eru það miklar kröfur í starfi og tímafrestir fyrir skil verkefna og fleiri slíkir þættir sem gera þetta kannski ekki mjög spennandi til langframa,“ segir Reimar. Gögn sem unnið varmeð sýna að yfir áttatíu prósent fulltrúa á lögmannsstofum vinna meira en 41 tíma á viku, þar af 16 prósent meira en 50 tíma. Þannig benda niðurstöður til þess að vinnutími sé of langur en stór hópur fær ekki greidda yfirvinnu. Þá eiga konur erfiðara uppdráttar í lögmennsku. Ekki síst eftir að þær eignast sitt fyrsta barn. „Það virðist vera algengara að þær hætti í lögmennsku frekar en strákarnir. Það eru ungu konurnar sem eru mjög drífandi framanaf í sínu ferli en síðan virðast þær síður vilja leggja þetta fyrir sig,“ segir Reimar. Þá kemur fram að taka þurfi meira tillit til þarfa lögmanna þegar kemur að rekstri dómsmála fyrir Hæstarétti, til dæmis hvað varðar lögmæt forföll vegna tiltekinna fjölskylduaðstæðna. „Það hefur nú kannski verið þannig í gegn um tíðina að það hafa verið ósveigjanlegir frestir í Hæstarétti. Það hefur verið öllu sveigjanlegra í héraðsdómi. Ég held að það sé bara mjög mikilvægt að það ríki skilningur á því að það verður að geta farið saman að vera lögmaður og eiga fjölskyldu,“ segir Reimar. Hann segir að lögmannafélagið muni bregðast við.„Nú getur þessi skýrsla verið grundvöllur áframhaldandi umræðna og getur orðið grundvöllur frekari rannsókna hér á landi og getur orðið grundvöllur fyrir því að það verði ráðist í einhverjar aðgerðir til að reyna bæta þessa stöðu. Það verða án efa haldnir fundir og það verður án ef lagt mat á það hvað er hægt að gera,“ segir Reimar.
Dómsmál Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent