Meira en helmingur sér lögmennsku ekki sem framtíðarstarf Nadine Guðrún Yaghi skrifar 15. janúar 2018 19:15 Níutíu prósent fulltrúa í lögmannastétt á Íslandi finna fyrir streitu í starfi og yfir helmingur þeirra sér ekki fyrir sér að starfa sem lögmaður í framtíðinni. Þetta sýna niðurstöður skýrslu starfshóps um starfsvettvang lögmanna en meginástæðan er að stór hópur telur sig ekki hafa tök á því að samræma fjölskyldulíf og vinnu svo vel sé. Stafshópinn setti Lögmannafélag Íslands á fót árið 2015 í tengslum við athugun á starfsumhverfi lögmanna en markmiðið var meðal annars að kortleggja hvernig þrýstingur vegna fjölskyldulífs hefði áhrif á starfshorfur lögmanna. Skýrslan hefur nú verið birt og niðurstöðurnar veita sterkar vísbendingu um að endurskoða þurfi samsetningu, uppbyggingu og starf innan stéttarinnar en níutíu prósent fulltrúa í lögmannastétt finna fyrir streitu í starfi og fimmtíu prósent sjá ekki fyrir sér að starfa sem lögmenn í framtíðinni. „Ég held að það sé áhyggjuefni og við viljum að þetta sé aðlagandi starfsvettvangur og við viljum að ungt fólk sem sinnir þessum störfum og býr sér til hæfni á þessu sviði nýti þá hæfni til frambúðar,“ segir Reimar Pétursson, formaður Lögmannafélagsins. Í skýrslunni kemur fram að yfir helmingur fulltrúa með lögmannsréttindi telji sig ekki hafa tök á því að samræma fjölskyldulíf og vinnu svo vel sé. Reimar segir að ýmislegt skýri þessa stöðu. „Sjálfsagt eru það miklar kröfur í starfi og tímafrestir fyrir skil verkefna og fleiri slíkir þættir sem gera þetta kannski ekki mjög spennandi til langframa,“ segir Reimar. Gögn sem unnið varmeð sýna að yfir áttatíu prósent fulltrúa á lögmannsstofum vinna meira en 41 tíma á viku, þar af 16 prósent meira en 50 tíma. Þannig benda niðurstöður til þess að vinnutími sé of langur en stór hópur fær ekki greidda yfirvinnu. Þá eiga konur erfiðara uppdráttar í lögmennsku. Ekki síst eftir að þær eignast sitt fyrsta barn. „Það virðist vera algengara að þær hætti í lögmennsku frekar en strákarnir. Það eru ungu konurnar sem eru mjög drífandi framanaf í sínu ferli en síðan virðast þær síður vilja leggja þetta fyrir sig,“ segir Reimar. Þá kemur fram að taka þurfi meira tillit til þarfa lögmanna þegar kemur að rekstri dómsmála fyrir Hæstarétti, til dæmis hvað varðar lögmæt forföll vegna tiltekinna fjölskylduaðstæðna. „Það hefur nú kannski verið þannig í gegn um tíðina að það hafa verið ósveigjanlegir frestir í Hæstarétti. Það hefur verið öllu sveigjanlegra í héraðsdómi. Ég held að það sé bara mjög mikilvægt að það ríki skilningur á því að það verður að geta farið saman að vera lögmaður og eiga fjölskyldu,“ segir Reimar. Hann segir að lögmannafélagið muni bregðast við.„Nú getur þessi skýrsla verið grundvöllur áframhaldandi umræðna og getur orðið grundvöllur frekari rannsókna hér á landi og getur orðið grundvöllur fyrir því að það verði ráðist í einhverjar aðgerðir til að reyna bæta þessa stöðu. Það verða án efa haldnir fundir og það verður án ef lagt mat á það hvað er hægt að gera,“ segir Reimar. Dómsmál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Fleiri fréttir Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Sjá meira
Níutíu prósent fulltrúa í lögmannastétt á Íslandi finna fyrir streitu í starfi og yfir helmingur þeirra sér ekki fyrir sér að starfa sem lögmaður í framtíðinni. Þetta sýna niðurstöður skýrslu starfshóps um starfsvettvang lögmanna en meginástæðan er að stór hópur telur sig ekki hafa tök á því að samræma fjölskyldulíf og vinnu svo vel sé. Stafshópinn setti Lögmannafélag Íslands á fót árið 2015 í tengslum við athugun á starfsumhverfi lögmanna en markmiðið var meðal annars að kortleggja hvernig þrýstingur vegna fjölskyldulífs hefði áhrif á starfshorfur lögmanna. Skýrslan hefur nú verið birt og niðurstöðurnar veita sterkar vísbendingu um að endurskoða þurfi samsetningu, uppbyggingu og starf innan stéttarinnar en níutíu prósent fulltrúa í lögmannastétt finna fyrir streitu í starfi og fimmtíu prósent sjá ekki fyrir sér að starfa sem lögmenn í framtíðinni. „Ég held að það sé áhyggjuefni og við viljum að þetta sé aðlagandi starfsvettvangur og við viljum að ungt fólk sem sinnir þessum störfum og býr sér til hæfni á þessu sviði nýti þá hæfni til frambúðar,“ segir Reimar Pétursson, formaður Lögmannafélagsins. Í skýrslunni kemur fram að yfir helmingur fulltrúa með lögmannsréttindi telji sig ekki hafa tök á því að samræma fjölskyldulíf og vinnu svo vel sé. Reimar segir að ýmislegt skýri þessa stöðu. „Sjálfsagt eru það miklar kröfur í starfi og tímafrestir fyrir skil verkefna og fleiri slíkir þættir sem gera þetta kannski ekki mjög spennandi til langframa,“ segir Reimar. Gögn sem unnið varmeð sýna að yfir áttatíu prósent fulltrúa á lögmannsstofum vinna meira en 41 tíma á viku, þar af 16 prósent meira en 50 tíma. Þannig benda niðurstöður til þess að vinnutími sé of langur en stór hópur fær ekki greidda yfirvinnu. Þá eiga konur erfiðara uppdráttar í lögmennsku. Ekki síst eftir að þær eignast sitt fyrsta barn. „Það virðist vera algengara að þær hætti í lögmennsku frekar en strákarnir. Það eru ungu konurnar sem eru mjög drífandi framanaf í sínu ferli en síðan virðast þær síður vilja leggja þetta fyrir sig,“ segir Reimar. Þá kemur fram að taka þurfi meira tillit til þarfa lögmanna þegar kemur að rekstri dómsmála fyrir Hæstarétti, til dæmis hvað varðar lögmæt forföll vegna tiltekinna fjölskylduaðstæðna. „Það hefur nú kannski verið þannig í gegn um tíðina að það hafa verið ósveigjanlegir frestir í Hæstarétti. Það hefur verið öllu sveigjanlegra í héraðsdómi. Ég held að það sé bara mjög mikilvægt að það ríki skilningur á því að það verður að geta farið saman að vera lögmaður og eiga fjölskyldu,“ segir Reimar. Hann segir að lögmannafélagið muni bregðast við.„Nú getur þessi skýrsla verið grundvöllur áframhaldandi umræðna og getur orðið grundvöllur frekari rannsókna hér á landi og getur orðið grundvöllur fyrir því að það verði ráðist í einhverjar aðgerðir til að reyna bæta þessa stöðu. Það verða án efa haldnir fundir og það verður án ef lagt mat á það hvað er hægt að gera,“ segir Reimar.
Dómsmál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Fleiri fréttir Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Sjá meira