Er þitt fyrirtæki aðlaðandi? Ketill Berg Magnússon skrifar 17. janúar 2018 07:00 Að skapa trúverðugt fyrirtæki sem kemur fram af ábyrgð við fólk og umhverfið getur skapað samkeppnisforskot um besta starfsfólkið. Því er oft slegið fram að í mannauðnum felist mestu verðmæti fyrirtækja. Það er rétt að í flestum fyrirtækjum veltur árangurinn á þekkingu, færni og samsetningu starfsfólksins. Ein helsta martröð margra fyrirtækjaeigenda er að lykilstarfsfólkið muni einn daginn ganga út og leita á önnur mið. Svo eru til stjórnendur sem klóra sér í hausnum því þeim tekst ekki að laða að gott fólk. Fyrirtækið þeirra er einfaldlega ekki spennandi vinnustaður. Ýmislegt bendir til að starfsfólk meti fleira en launin og verkefnin þegar það velur sér vinnustað. Ungt og vel menntað fólk kemur víðsýnt út úr námi vill gjarnan leggja sitt af mörkum til að skapa betra samfélag. Það leitar gjarnan að fyrirtækjum þar sem samhljómur er á milli þeirra gilda sem fyrirtækið stendur fyrir og sinna eigin lífsgilda. Það leitar að ábyrgum vinnuveitanda. Ef starfsmaðurinn telur verndun náttúrunnar mikilvæga þá vill hún að fyrrtækið sé með trúverðuga stefnu og aðgerðir til að starfsemi þess raski sem minnst umhverfinu. Ef starfsmanninum finnst jafnrétti kynjanna mikilvægt þá er líklegt að hann velji sér fyrirtæki sem borgar kynjunum jöfn laun og lætur kynferðislega áreitni ekki líðast á vinnustaðnum. Fyrirtæki sýna samfélagsábyrgð með því að gera það sem þau geta til að hafa jákvæð áhrif á náttúruna og fólkið sem starfsemin snertir. Ábyrgðin felst ekki í að slá upp fögrum frösum eða eingöngu gefa árlega til góðgerðamála. Samfélagsábyrgð felur í sér skipulagt mat á áhrifum fyrirtækisins á umhverfið og alla þá hópa sem verða fyrir áhrifum af starfsemi þess, þar á meðal starfsfólkið. Hluti af því felst í að uppræta valdamisnotkun og kynferðislega áreitni. Þar axla fyrirtækin ábyrgð sína með raunverulegum aðgerðum. Með því að gefa skýr skilaboð um að valdbeiting verði ekki liðin, með verkferlum og öruggum leiðum til að láta vita af misbeitingu, með umræðu og fræðslu meðal starfsfólks og með þvi að bregðast rétt við þegar starfsfólk verður fyrir misbeitingu. Að skapa vinnustað jafnréttis skilar sér í betri vinnustað og í betri afkomu fyrirtækisins því þá fá þeir hæfileikaríku að njóta sín, ekki bara þeir sem beita valdi. Með reglulegum viðhorfskönnum og samtölum reyna fyrirtæki að meta hversu ánægt starfsfólkið er og hversu líklegt er að það vilji áfram vinna hjá þeim. Það hlýtur alltaf að vera keppikefli fyrirtækja að skapa góðan vinnustað, en þegar næga vinnu er að fá, þá getur það veitt mikilvægt samkeppnisforskot að vera hafa byggt upp ábyrgan vinnustað þar sem starfsfólk treystir og langar til að starfa hjá. Á Janúarráðstefnu Festu þann 25. janúar næstkomandi verður fjallað um hvernig ábyrgð í rekstri er arðsöm. Þar mun forsvarsfólk íslenskra fyrirtækja meðal annars ræða hvernig samfélagsábyrgð fyrirtækja getur haft jákvæð áhrif á starfsfólkið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ketill Berg Magnússon Mest lesið Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Sjá meira
Að skapa trúverðugt fyrirtæki sem kemur fram af ábyrgð við fólk og umhverfið getur skapað samkeppnisforskot um besta starfsfólkið. Því er oft slegið fram að í mannauðnum felist mestu verðmæti fyrirtækja. Það er rétt að í flestum fyrirtækjum veltur árangurinn á þekkingu, færni og samsetningu starfsfólksins. Ein helsta martröð margra fyrirtækjaeigenda er að lykilstarfsfólkið muni einn daginn ganga út og leita á önnur mið. Svo eru til stjórnendur sem klóra sér í hausnum því þeim tekst ekki að laða að gott fólk. Fyrirtækið þeirra er einfaldlega ekki spennandi vinnustaður. Ýmislegt bendir til að starfsfólk meti fleira en launin og verkefnin þegar það velur sér vinnustað. Ungt og vel menntað fólk kemur víðsýnt út úr námi vill gjarnan leggja sitt af mörkum til að skapa betra samfélag. Það leitar gjarnan að fyrirtækjum þar sem samhljómur er á milli þeirra gilda sem fyrirtækið stendur fyrir og sinna eigin lífsgilda. Það leitar að ábyrgum vinnuveitanda. Ef starfsmaðurinn telur verndun náttúrunnar mikilvæga þá vill hún að fyrrtækið sé með trúverðuga stefnu og aðgerðir til að starfsemi þess raski sem minnst umhverfinu. Ef starfsmanninum finnst jafnrétti kynjanna mikilvægt þá er líklegt að hann velji sér fyrirtæki sem borgar kynjunum jöfn laun og lætur kynferðislega áreitni ekki líðast á vinnustaðnum. Fyrirtæki sýna samfélagsábyrgð með því að gera það sem þau geta til að hafa jákvæð áhrif á náttúruna og fólkið sem starfsemin snertir. Ábyrgðin felst ekki í að slá upp fögrum frösum eða eingöngu gefa árlega til góðgerðamála. Samfélagsábyrgð felur í sér skipulagt mat á áhrifum fyrirtækisins á umhverfið og alla þá hópa sem verða fyrir áhrifum af starfsemi þess, þar á meðal starfsfólkið. Hluti af því felst í að uppræta valdamisnotkun og kynferðislega áreitni. Þar axla fyrirtækin ábyrgð sína með raunverulegum aðgerðum. Með því að gefa skýr skilaboð um að valdbeiting verði ekki liðin, með verkferlum og öruggum leiðum til að láta vita af misbeitingu, með umræðu og fræðslu meðal starfsfólks og með þvi að bregðast rétt við þegar starfsfólk verður fyrir misbeitingu. Að skapa vinnustað jafnréttis skilar sér í betri vinnustað og í betri afkomu fyrirtækisins því þá fá þeir hæfileikaríku að njóta sín, ekki bara þeir sem beita valdi. Með reglulegum viðhorfskönnum og samtölum reyna fyrirtæki að meta hversu ánægt starfsfólkið er og hversu líklegt er að það vilji áfram vinna hjá þeim. Það hlýtur alltaf að vera keppikefli fyrirtækja að skapa góðan vinnustað, en þegar næga vinnu er að fá, þá getur það veitt mikilvægt samkeppnisforskot að vera hafa byggt upp ábyrgan vinnustað þar sem starfsfólk treystir og langar til að starfa hjá. Á Janúarráðstefnu Festu þann 25. janúar næstkomandi verður fjallað um hvernig ábyrgð í rekstri er arðsöm. Þar mun forsvarsfólk íslenskra fyrirtækja meðal annars ræða hvernig samfélagsábyrgð fyrirtækja getur haft jákvæð áhrif á starfsfólkið.
Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson Skoðun
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun
Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson Skoðun
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun