Betri þjónusta við ungbarnafjölskyldur Skúli Helgason skrifar 18. janúar 2018 07:00 Í leikskólum Reykjavíkur er unnið afburðastarf við að mennta og stuðla að alhliða þroska yngstu kynslóðarinnar. Á þessu kjörtímabili hefur verið unnið að því að koma meirihluta barna inn á leikskóla um 18 mánaða aldur. Það hefur þó hægt á þróuninni að erfiðar hefur gengið að manna allar stöður á leikskólunum undanfarið, eins og í fleiri sveitarfélögum, enda atvinnuleysi í sögulegu lágmarki og skortur á fagmenntuðu fólki.Vanþekking frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins Eyþór Arnalds, sem nú sækist eftir að verða oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, birti grein í vikunni þar sem hann leggur til að mannekla verði leyst með því að skera niður stjórnunarkostnað sem hafi vaxið til muna að undanförnu. Þetta lýsir yfirgripsmikilli vanþekkingu, því „yfirbyggingin“ á skóla- og frístundasviði hefur minnkað verulega á kjörtímabilinu, stöðugildum miðlægrar skrifstofu hefur fækkað og laun til yfirstjórnar dregist saman um nærri 12% sem hlutfall af heildarlaunum á vettvangi, eða niður í 2,4%.Betur gengur í ráðningarmálum Í ágúst sl. vantaði 132 starfsmenn til starfa á leikskóla borgarinnar. Í dag vantar 46 eða 0,7 stöðugildi að meðaltali á hvern leikskóla. Fullmannað er í meirihluta leikskóla og í 8 af hverjum 10 leikskólum vantar frá 0-2 stöðugildi. Þetta er betri staða en á sama tíma í fyrra en vissulega þarf að gera enn betur. Aðgerðir í leikskólamálum sem samþykktar voru í haust eru farnar að skila árangri, samhliða almennri kynningarherferð, markvissri notkun samfélagsmiðla, samstarfi við ráðningarstofur, frjáls félagasamstök o.s.frv.Nýjar ungbarnadeildir Leikskólagjöld eru þau lægstu á landinu í Reykjavík, fyrstu ungbarnadeildirnar tóku til starfa í haust og nú er unnið að því að fjölga þeim, með fleiri ungbarnadeildum í þeim hverfum sem eftir standa og þar sem aðstæður eru sérstaklega heppilegar fyrir slíka starfsemi. Við viljum að ungbarnadeildir verði valkostur í öllum hverfum borgarinnar og þar verði hægt að bjóða börnum yngri en 18 mánaða leikskólaþjónustu við hæfi.Öflugra dagforeldrakerfi Þjónusta dagforeldra er mikilvægur hlekkur í þjónustukeðjunni við ungbarnafjölskyldur og vilji okkar er til þess að efla það kerfi og styrkja bæði út frá faglegum þáttum, öryggi og áreiðanleika. Sérstakur starfshópur mun leggja fram tillögur um úrbætur á því kerfi fljótlega og vilji okkar stendur til þess að hvetja dagforeldra í auknum mæli til að starfa saman í pörum, til að mæta enn betur óskum foreldra um öruggari og áreiðanlegri þjónustu. Stefnan er sú að hækka endurgreiðslur til foreldra til að draga úr aðstöðumun.Brúum bilið Til framtíðar er stefnan að bjóða yngri börnum en 18 mánaða leikskólaþjónustu í áföngum. Það mun kalla á byggingu nýrra leikskóla í öllum borgarhlutum, endurbætur á núverandi húsnæði og átak í að bæta starfsumhverfi leikskólastarfsfólks. Við munum vinna með nýjar tillögur starfshóps um betri aðbúnað, meira rými fyrir leik og starf og aukinn stuðning við fagstarfið. Aukin þjónusta við ungbarnafjölskyldur og bætt vinnuumhverfi starfsfólks verða forgangsverkefni í málaflokknum á þessu ári og þeim næstu. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður skóla- og frístundaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skúli Helgason Mest lesið Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Í leikskólum Reykjavíkur er unnið afburðastarf við að mennta og stuðla að alhliða þroska yngstu kynslóðarinnar. Á þessu kjörtímabili hefur verið unnið að því að koma meirihluta barna inn á leikskóla um 18 mánaða aldur. Það hefur þó hægt á þróuninni að erfiðar hefur gengið að manna allar stöður á leikskólunum undanfarið, eins og í fleiri sveitarfélögum, enda atvinnuleysi í sögulegu lágmarki og skortur á fagmenntuðu fólki.Vanþekking frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins Eyþór Arnalds, sem nú sækist eftir að verða oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, birti grein í vikunni þar sem hann leggur til að mannekla verði leyst með því að skera niður stjórnunarkostnað sem hafi vaxið til muna að undanförnu. Þetta lýsir yfirgripsmikilli vanþekkingu, því „yfirbyggingin“ á skóla- og frístundasviði hefur minnkað verulega á kjörtímabilinu, stöðugildum miðlægrar skrifstofu hefur fækkað og laun til yfirstjórnar dregist saman um nærri 12% sem hlutfall af heildarlaunum á vettvangi, eða niður í 2,4%.Betur gengur í ráðningarmálum Í ágúst sl. vantaði 132 starfsmenn til starfa á leikskóla borgarinnar. Í dag vantar 46 eða 0,7 stöðugildi að meðaltali á hvern leikskóla. Fullmannað er í meirihluta leikskóla og í 8 af hverjum 10 leikskólum vantar frá 0-2 stöðugildi. Þetta er betri staða en á sama tíma í fyrra en vissulega þarf að gera enn betur. Aðgerðir í leikskólamálum sem samþykktar voru í haust eru farnar að skila árangri, samhliða almennri kynningarherferð, markvissri notkun samfélagsmiðla, samstarfi við ráðningarstofur, frjáls félagasamstök o.s.frv.Nýjar ungbarnadeildir Leikskólagjöld eru þau lægstu á landinu í Reykjavík, fyrstu ungbarnadeildirnar tóku til starfa í haust og nú er unnið að því að fjölga þeim, með fleiri ungbarnadeildum í þeim hverfum sem eftir standa og þar sem aðstæður eru sérstaklega heppilegar fyrir slíka starfsemi. Við viljum að ungbarnadeildir verði valkostur í öllum hverfum borgarinnar og þar verði hægt að bjóða börnum yngri en 18 mánaða leikskólaþjónustu við hæfi.Öflugra dagforeldrakerfi Þjónusta dagforeldra er mikilvægur hlekkur í þjónustukeðjunni við ungbarnafjölskyldur og vilji okkar er til þess að efla það kerfi og styrkja bæði út frá faglegum þáttum, öryggi og áreiðanleika. Sérstakur starfshópur mun leggja fram tillögur um úrbætur á því kerfi fljótlega og vilji okkar stendur til þess að hvetja dagforeldra í auknum mæli til að starfa saman í pörum, til að mæta enn betur óskum foreldra um öruggari og áreiðanlegri þjónustu. Stefnan er sú að hækka endurgreiðslur til foreldra til að draga úr aðstöðumun.Brúum bilið Til framtíðar er stefnan að bjóða yngri börnum en 18 mánaða leikskólaþjónustu í áföngum. Það mun kalla á byggingu nýrra leikskóla í öllum borgarhlutum, endurbætur á núverandi húsnæði og átak í að bæta starfsumhverfi leikskólastarfsfólks. Við munum vinna með nýjar tillögur starfshóps um betri aðbúnað, meira rými fyrir leik og starf og aukinn stuðning við fagstarfið. Aukin þjónusta við ungbarnafjölskyldur og bætt vinnuumhverfi starfsfólks verða forgangsverkefni í málaflokknum á þessu ári og þeim næstu. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður skóla- og frístundaráðs.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun