Grímur Grímsson svaraði fyrir hleranir í Glitnismáli Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 19. janúar 2018 15:57 Grímur Grímsson í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Vísir/Vilhelm Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að Magnús Pálmi Örnólfsson, fyrrverandi forstöðumaður eigin viðskipta og gjaldeyrisstýringar Glitnis, hafi ekki fengið niðurfellingu sakarefnis í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis. Grímur fór með rannsókn málsins hjá embætti sérstaks saksóknara. Athygli vakti þegar ákæran var gefin út að Magnús Pálmi var ekki ákærður en Jóhannes Baldursson, einn ákærðu, var næsti yfirmaður hans. Í sambærilegum málum hafa fyrrverandi forstöðumenn eigin viðskipta verið ákærðir og sakfelldir í málinu. Magnús Pálmi samdi sig frá ákæru í Stím-málinu svokallaða þar sem bæði Lárus Welding og Jóhannes Baldursson voru dæmdir til fangelsisvistar. Var hann lykilvitni í málinu en hann breytti framburði sínum í yfirheyrslum hjá sérstökum saksóknara og veitti embættinu upplýsingar gegn því að hann nyti friðhelgi frá saksókn í málinu. Var á það fallist af hálfu ríkissaksóknara og naut Magnús því réttarverndar í málinu en hann hafði upphaflega stöðu sakbornings. Var það gert á grundvelli 5. greinar laga um embætti sérstaks saksóknara. Við aðalmeðferðina í dag sagðist Grímur kannast við að hafa átt fundi með Magnúsi Pálma um að hann fengi niðurfelld sakarefni í málum hjá embætti sérstaks saksóknara, en að það hafi fyrst og fremst átt við um Stím-málið. Eftir þann fund hafi Magnús Pálmi gefið skýrslu á nýjan leik og breytt framburði sínum.Ekki hlustað á símtöl verjenda og sakborninga Magnús Pálmi gaf einnig skýrslu við rannsókn markaðsmisnotkunarmálsins og spurði Björn Þorvaldsson saksóknari hvort að framburður Magnúsar Pálma gæti hafa verið litaður af möguleikanum um niðurfellingu sakarefna en dómari leit svo á að Magnús Pálmi þyrfti að svara fyrir það sjálfur. Hann sagðist hyggja að ákvörðun sé tekin við lok rannsóknar um hverjir séu ákærðir í málinu og að í markaðsmisnotkunarmálinu hafi einfaldlega verið tekin ákvörðun um að Magnús Pálmi yrði ekki ákærður. Reimar Pétursson, verjandi Jóhannesar, spurði Grím einnig út í símhleranir sem notaðast var við við rannsókn málsins, þá sérstaklega símtöl milli hans og Jóhannesar. Sagðist grímur ekki vita til þess að hlustað hafi verið á símtöl milli verjenda og sakborninga í neinum málum hjá sérstökum saksóknara og hafði þeim iðulega verið eytt strax. Nokkur símtöl fundust sem hafi ekki verið eytt á réttum tíma en að þá hafi verið tekin ákvörðun um að upplýsa hvaða símtöl ætti að nota og að öðrum yrði eytt. Markaðsmisnotkun í Glitni Tengdar fréttir Markaðsmisnotkun í Glitni: Áttar sig ekki á umræðu um að Glitnir hafi ekki verið með formlega viðskiptavakt Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis og forveri Lárusar Welding í því starfi, segist hafa litið svo á að bankinn hafi verið með formlega viðskiptavakt á eigin hlutum. 19. janúar 2018 14:35 Markaðsmisnotkun í Glitni: „Ég er alveg sammála því að þetta sé óheppilegt“ Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis og einn ákærðu í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis, sagði fyrir dómi í morgun að hann hafi reynt eftir bestu getu að bregðast við breyttum aðstæðum á markaði í tíð sinni sem forstjóri bankans. 18. janúar 2018 10:42 Markaðsmisnotkun í Glitni: Segir stjórn bankans hafa samþykkt lánveitingarnar Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis og einn ákærðu í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis, sagði fyrir dómi í morgun að frágangur lánveitinga til fjórtán einkahlutafélaga í eigu jafnmargra starfsmanna glitnis hafi ekki verið til fyrirmyndar. 18. janúar 2018 12:08 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að Magnús Pálmi Örnólfsson, fyrrverandi forstöðumaður eigin viðskipta og gjaldeyrisstýringar Glitnis, hafi ekki fengið niðurfellingu sakarefnis í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis. Grímur fór með rannsókn málsins hjá embætti sérstaks saksóknara. Athygli vakti þegar ákæran var gefin út að Magnús Pálmi var ekki ákærður en Jóhannes Baldursson, einn ákærðu, var næsti yfirmaður hans. Í sambærilegum málum hafa fyrrverandi forstöðumenn eigin viðskipta verið ákærðir og sakfelldir í málinu. Magnús Pálmi samdi sig frá ákæru í Stím-málinu svokallaða þar sem bæði Lárus Welding og Jóhannes Baldursson voru dæmdir til fangelsisvistar. Var hann lykilvitni í málinu en hann breytti framburði sínum í yfirheyrslum hjá sérstökum saksóknara og veitti embættinu upplýsingar gegn því að hann nyti friðhelgi frá saksókn í málinu. Var á það fallist af hálfu ríkissaksóknara og naut Magnús því réttarverndar í málinu en hann hafði upphaflega stöðu sakbornings. Var það gert á grundvelli 5. greinar laga um embætti sérstaks saksóknara. Við aðalmeðferðina í dag sagðist Grímur kannast við að hafa átt fundi með Magnúsi Pálma um að hann fengi niðurfelld sakarefni í málum hjá embætti sérstaks saksóknara, en að það hafi fyrst og fremst átt við um Stím-málið. Eftir þann fund hafi Magnús Pálmi gefið skýrslu á nýjan leik og breytt framburði sínum.Ekki hlustað á símtöl verjenda og sakborninga Magnús Pálmi gaf einnig skýrslu við rannsókn markaðsmisnotkunarmálsins og spurði Björn Þorvaldsson saksóknari hvort að framburður Magnúsar Pálma gæti hafa verið litaður af möguleikanum um niðurfellingu sakarefna en dómari leit svo á að Magnús Pálmi þyrfti að svara fyrir það sjálfur. Hann sagðist hyggja að ákvörðun sé tekin við lok rannsóknar um hverjir séu ákærðir í málinu og að í markaðsmisnotkunarmálinu hafi einfaldlega verið tekin ákvörðun um að Magnús Pálmi yrði ekki ákærður. Reimar Pétursson, verjandi Jóhannesar, spurði Grím einnig út í símhleranir sem notaðast var við við rannsókn málsins, þá sérstaklega símtöl milli hans og Jóhannesar. Sagðist grímur ekki vita til þess að hlustað hafi verið á símtöl milli verjenda og sakborninga í neinum málum hjá sérstökum saksóknara og hafði þeim iðulega verið eytt strax. Nokkur símtöl fundust sem hafi ekki verið eytt á réttum tíma en að þá hafi verið tekin ákvörðun um að upplýsa hvaða símtöl ætti að nota og að öðrum yrði eytt.
Markaðsmisnotkun í Glitni Tengdar fréttir Markaðsmisnotkun í Glitni: Áttar sig ekki á umræðu um að Glitnir hafi ekki verið með formlega viðskiptavakt Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis og forveri Lárusar Welding í því starfi, segist hafa litið svo á að bankinn hafi verið með formlega viðskiptavakt á eigin hlutum. 19. janúar 2018 14:35 Markaðsmisnotkun í Glitni: „Ég er alveg sammála því að þetta sé óheppilegt“ Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis og einn ákærðu í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis, sagði fyrir dómi í morgun að hann hafi reynt eftir bestu getu að bregðast við breyttum aðstæðum á markaði í tíð sinni sem forstjóri bankans. 18. janúar 2018 10:42 Markaðsmisnotkun í Glitni: Segir stjórn bankans hafa samþykkt lánveitingarnar Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis og einn ákærðu í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis, sagði fyrir dómi í morgun að frágangur lánveitinga til fjórtán einkahlutafélaga í eigu jafnmargra starfsmanna glitnis hafi ekki verið til fyrirmyndar. 18. janúar 2018 12:08 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Markaðsmisnotkun í Glitni: Áttar sig ekki á umræðu um að Glitnir hafi ekki verið með formlega viðskiptavakt Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis og forveri Lárusar Welding í því starfi, segist hafa litið svo á að bankinn hafi verið með formlega viðskiptavakt á eigin hlutum. 19. janúar 2018 14:35
Markaðsmisnotkun í Glitni: „Ég er alveg sammála því að þetta sé óheppilegt“ Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis og einn ákærðu í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis, sagði fyrir dómi í morgun að hann hafi reynt eftir bestu getu að bregðast við breyttum aðstæðum á markaði í tíð sinni sem forstjóri bankans. 18. janúar 2018 10:42
Markaðsmisnotkun í Glitni: Segir stjórn bankans hafa samþykkt lánveitingarnar Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis og einn ákærðu í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis, sagði fyrir dómi í morgun að frágangur lánveitinga til fjórtán einkahlutafélaga í eigu jafnmargra starfsmanna glitnis hafi ekki verið til fyrirmyndar. 18. janúar 2018 12:08