Yfirvöld meina rannsakanda SÞ að koma til Mjanmar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 21. desember 2017 08:30 Róhingjabörn á göngu í Kutupalong-flóttamannabúðunum. Nordicphotos/AFP Rannsakandi Sameinuðu þjóðanna, sem senda átti til Mjanmar, fær ekki að koma inn fyrir landamærin. Rannsakandinn, Yanghee Lee, átti að heimsækja Asíuríkið skömmu eftir áramót til að kanna meint mannréttindabrot af hálfu stjórnvalda, einkum ofsóknir og árásir sem beinast gegn Róhingjum í Rakhine-héraði. Í yfirlýsingu frá ríkisstjórninni sagði að Lee væri bannað að koma til landsins þar sem hún væri ekki hlutlaus. Sjálf sagði Lee í gær að ákvörðunin benti til þess að „eitthvað hrikalega ömurlegt“ væri að eiga sér stað í Rakhine. Lee heimsótti Mjanmar síðast í júlí. Þá sagðist hún hafa áhyggjur af meðferð Róhingja í héraðinu. Mánuði síðar braust ofbeldi þar út eftir að skæruliðar úr þjóðflokknum réðust á lögreglustöð. Herinn svaraði með því að ráðast gegn Róhingjum, ekki einungis skæruliðum heldur einnig almennum borgurum. Hefur mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna sagt frá því að Róhingjar hafi verið drepnir án dóms og laga og þorp þeirra brennd til grunna. Í síðustu viku greindu yfirvöld í Mjanmar frá fundi fjöldagrafar í einu þorpi Róhingja. Alls hafa rúmlega 650.000 Róhingjar flúið til Bangladess frá því í ágúst. Er um að ræða tvo þriðju hluta allra Róhingja. „Það ríkti mikil von um að Mjanmar gæti orðið frjálst lýðræðisríki. Þessi ákvörðun veldur mér miklum vonbrigðum,“ sagði Lee við BBC í gær og bætti við að hún vonaðist til þess að yfirvöld myndu endurskoða afstöðu sína. „Það treystir henni enginn,“ sagði Zaw Htay, talsmaður ríkisstjórnarinnar, við AFP. Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Róhingjar Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Fleiri fréttir Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Sjá meira
Rannsakandi Sameinuðu þjóðanna, sem senda átti til Mjanmar, fær ekki að koma inn fyrir landamærin. Rannsakandinn, Yanghee Lee, átti að heimsækja Asíuríkið skömmu eftir áramót til að kanna meint mannréttindabrot af hálfu stjórnvalda, einkum ofsóknir og árásir sem beinast gegn Róhingjum í Rakhine-héraði. Í yfirlýsingu frá ríkisstjórninni sagði að Lee væri bannað að koma til landsins þar sem hún væri ekki hlutlaus. Sjálf sagði Lee í gær að ákvörðunin benti til þess að „eitthvað hrikalega ömurlegt“ væri að eiga sér stað í Rakhine. Lee heimsótti Mjanmar síðast í júlí. Þá sagðist hún hafa áhyggjur af meðferð Róhingja í héraðinu. Mánuði síðar braust ofbeldi þar út eftir að skæruliðar úr þjóðflokknum réðust á lögreglustöð. Herinn svaraði með því að ráðast gegn Róhingjum, ekki einungis skæruliðum heldur einnig almennum borgurum. Hefur mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna sagt frá því að Róhingjar hafi verið drepnir án dóms og laga og þorp þeirra brennd til grunna. Í síðustu viku greindu yfirvöld í Mjanmar frá fundi fjöldagrafar í einu þorpi Róhingja. Alls hafa rúmlega 650.000 Róhingjar flúið til Bangladess frá því í ágúst. Er um að ræða tvo þriðju hluta allra Róhingja. „Það ríkti mikil von um að Mjanmar gæti orðið frjálst lýðræðisríki. Þessi ákvörðun veldur mér miklum vonbrigðum,“ sagði Lee við BBC í gær og bætti við að hún vonaðist til þess að yfirvöld myndu endurskoða afstöðu sína. „Það treystir henni enginn,“ sagði Zaw Htay, talsmaður ríkisstjórnarinnar, við AFP.
Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Róhingjar Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Fleiri fréttir Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Sjá meira