Sparnaður fjármuna – öryggi ógnað Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar 29. nóvember 2017 07:00 Ríkinu verði gert að uppfylla tiltekið þjónustustig alls staðar á landinu. Þessa setningu er að finna í kosningaáherslum Miðflokksins undir stefnunni Ísland allt. Það er góð ástæða til þess að draga fram hvað felst í fullyrðingunni þar sem nú berast fréttir af því að grunnþjónusta sem fram til dagsins í dag hefur talist sjálfsögð verður aflögð á Norðausturhorni landsins. Þegar fólk velur sér búsetu skipta ótal þættir máli, mikilvægustu þættirnir eru án efa aðgengi að menntun og heilbrigðisþjónustu en samkvæmt skilgreiningu velferðarvaktarinnar er grunnþjónusta í fyrsta lagi lögbundin lágmarksþjónusta sem ekki verður skert án lagabreytinga. Í öðru lagi felur hún í sér tiltekið þjónustustig lögbundinnar þjónustu sem hefð hefur skapast um að standi til boða þótt það sé ekki skilgreint í lögum. Það er því nokkuð skýrt í hugum manna hvað um er að ræða þegar fjallað er um grunnþjónustu, það er nokkuð skýrt að innan þessarar skilgreiningar rúmast þjónusta sem snýr að öryggi íbúa hvar sem þeir kjósa að búa á landinu.Leggja niður fullbúinn sjúkrabíl Á Raufarhöfn er ætlunin um næstu áramót að leggja niður fullbúinn sjúkrabíl og vakt launaðra, menntaðra sjúkraflutningamanna og setja á stofn vettvangsliðsteymi sem virkar þannig að þeir sem skipa teymin hafa ekki lært að meðhöndla lyf eða hafa réttindi til þess að flytja sjúklinga í sjúkrabílum. Þetta þýðir að bíða þarf eftir lækni til þess að gefa viðeigandi lyf og einnig þarf að bíða eftir sjúkrabíl sem kemur þá frá Þórshöfn eða frá Húsavík. Ekki skal dregið úr því að vettvangsliðsteymi geta virkað vel sem slík en þau geta ekki komið í stað menntaðra sjúkraflutningamanna að fullu leyti og eru því þrautalending. Það vekur því spurningar að á Raufarhöfn eru fullmenntaðir sjúkraflutningamenn sem hafa bæði getu og vilja til þess að sinna sínu starfi áfram. Hvernig stendur á því að verið er að leggja niður grunnþjónustu, hvernig má það vera að á sama tíma og ríkisvaldið, í samstarfi við sveitarfélagið, stofnanir á svæðinu og í samstarfi við íbúa, vinnur að sérstöku átaki til eflingar byggðarinnar undir merkjum „Brothættra byggða“, skuli einstakar ríkisstofnanir grípa til aðgerða sem eru beinlínis til þess fallnar að rýra búsetuskilyrði á svæðinu og þar með ógna öryggi íbúa? Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Kolbrún Árnadóttir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Ríkinu verði gert að uppfylla tiltekið þjónustustig alls staðar á landinu. Þessa setningu er að finna í kosningaáherslum Miðflokksins undir stefnunni Ísland allt. Það er góð ástæða til þess að draga fram hvað felst í fullyrðingunni þar sem nú berast fréttir af því að grunnþjónusta sem fram til dagsins í dag hefur talist sjálfsögð verður aflögð á Norðausturhorni landsins. Þegar fólk velur sér búsetu skipta ótal þættir máli, mikilvægustu þættirnir eru án efa aðgengi að menntun og heilbrigðisþjónustu en samkvæmt skilgreiningu velferðarvaktarinnar er grunnþjónusta í fyrsta lagi lögbundin lágmarksþjónusta sem ekki verður skert án lagabreytinga. Í öðru lagi felur hún í sér tiltekið þjónustustig lögbundinnar þjónustu sem hefð hefur skapast um að standi til boða þótt það sé ekki skilgreint í lögum. Það er því nokkuð skýrt í hugum manna hvað um er að ræða þegar fjallað er um grunnþjónustu, það er nokkuð skýrt að innan þessarar skilgreiningar rúmast þjónusta sem snýr að öryggi íbúa hvar sem þeir kjósa að búa á landinu.Leggja niður fullbúinn sjúkrabíl Á Raufarhöfn er ætlunin um næstu áramót að leggja niður fullbúinn sjúkrabíl og vakt launaðra, menntaðra sjúkraflutningamanna og setja á stofn vettvangsliðsteymi sem virkar þannig að þeir sem skipa teymin hafa ekki lært að meðhöndla lyf eða hafa réttindi til þess að flytja sjúklinga í sjúkrabílum. Þetta þýðir að bíða þarf eftir lækni til þess að gefa viðeigandi lyf og einnig þarf að bíða eftir sjúkrabíl sem kemur þá frá Þórshöfn eða frá Húsavík. Ekki skal dregið úr því að vettvangsliðsteymi geta virkað vel sem slík en þau geta ekki komið í stað menntaðra sjúkraflutningamanna að fullu leyti og eru því þrautalending. Það vekur því spurningar að á Raufarhöfn eru fullmenntaðir sjúkraflutningamenn sem hafa bæði getu og vilja til þess að sinna sínu starfi áfram. Hvernig stendur á því að verið er að leggja niður grunnþjónustu, hvernig má það vera að á sama tíma og ríkisvaldið, í samstarfi við sveitarfélagið, stofnanir á svæðinu og í samstarfi við íbúa, vinnur að sérstöku átaki til eflingar byggðarinnar undir merkjum „Brothættra byggða“, skuli einstakar ríkisstofnanir grípa til aðgerða sem eru beinlínis til þess fallnar að rýra búsetuskilyrði á svæðinu og þar með ógna öryggi íbúa? Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar