Hugsum til framtíðar Arnar Páll Guðmundsson skrifar 16. nóvember 2017 16:14 Aðal umræðuefnið á kaffistofum landsins þessa dagana er stjórnarmyndun VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins, það er alveg sama hvert maður fer alltaf er spurt hvernig líst þér svo á samstarf þessara þriggja flokka? Ég hef ávallt haft það að leiðarljósi að skoða vel fyrirliggjandi gögn áður en ég tek upplýsta ákvörðun og því get ég ekki svarað þessari spurningu fyrr en stjórnarsáttmáli þessara flokka liggur fyrir. En ég er hugsi, hugsi yfir því hvernig andstæðingar í pólitík geti allt í einu orðið sáttir, án nokkurra breytinga á stefnumálum og ákveðið síðan í sameiningu að kanna hvort að flötur sé fyrir samstarfi í ríkisstjórn. Ef við skoðum stefnuskrár þessara þriggja flokka og berum þær saman, þá kemur í ljós að það er mun fleira sem sundrar þá en sameinar og því verður æ forvitnara að sjá stjórnarsáttmálann, það er að segja ef af honum verður. Ég get einfaldlega ekki beðið. Þegar ég hugsa um niðurstöður nýafstaðinna kosninga þá finnst mér eins og að fólk hafi gleymt því af hverju kosið var fyrr en áætlað var. Ástæðan er sú að þau skilaboð sem við fengum frá kjósendum voru þau að breytingar eigi að víkja fyrir stöðnun og að frjálslyndi eigi að láta í minni pokann fyrir íhaldssemi. En hvað er það sem veldur því að við fáum þessar niðurstöður er það rík flokkshollusta kjósenda, trú á loforðaflaum margra stjórnmálaflokka eða einfaldlega sú gamla hugsun „það breytist aldrei neitt, sama hvað ég kýs“? Ég tel að ástæðan sé samblanda af öllum þessum þáttum. Til dæmis ef við trúum á að breytingar geti orðið á samfélagi okkar þá verðum við að vera framsýn og stuðla að nýbreytni í stað flokkshollustu, leggja traust á sum loforð en taka rökfasta umræðu um önnur og hætta að hugsa neikvætt um breytingar því allt er jú hægt ef að viljinn er fyrir hendi. Við skulum samt vona að sama hvaða ríkisstjórn tekur við, þá mun hún setja almannahagsmuni í öndvegi og breytingar í forgang sem þjóna almenningi, því að með þessu hugarfari er hægt að gera Ísland að landi tækifæranna fyrir komandi kynslóðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Páll Guðmundsson Skoðun Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Aðal umræðuefnið á kaffistofum landsins þessa dagana er stjórnarmyndun VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins, það er alveg sama hvert maður fer alltaf er spurt hvernig líst þér svo á samstarf þessara þriggja flokka? Ég hef ávallt haft það að leiðarljósi að skoða vel fyrirliggjandi gögn áður en ég tek upplýsta ákvörðun og því get ég ekki svarað þessari spurningu fyrr en stjórnarsáttmáli þessara flokka liggur fyrir. En ég er hugsi, hugsi yfir því hvernig andstæðingar í pólitík geti allt í einu orðið sáttir, án nokkurra breytinga á stefnumálum og ákveðið síðan í sameiningu að kanna hvort að flötur sé fyrir samstarfi í ríkisstjórn. Ef við skoðum stefnuskrár þessara þriggja flokka og berum þær saman, þá kemur í ljós að það er mun fleira sem sundrar þá en sameinar og því verður æ forvitnara að sjá stjórnarsáttmálann, það er að segja ef af honum verður. Ég get einfaldlega ekki beðið. Þegar ég hugsa um niðurstöður nýafstaðinna kosninga þá finnst mér eins og að fólk hafi gleymt því af hverju kosið var fyrr en áætlað var. Ástæðan er sú að þau skilaboð sem við fengum frá kjósendum voru þau að breytingar eigi að víkja fyrir stöðnun og að frjálslyndi eigi að láta í minni pokann fyrir íhaldssemi. En hvað er það sem veldur því að við fáum þessar niðurstöður er það rík flokkshollusta kjósenda, trú á loforðaflaum margra stjórnmálaflokka eða einfaldlega sú gamla hugsun „það breytist aldrei neitt, sama hvað ég kýs“? Ég tel að ástæðan sé samblanda af öllum þessum þáttum. Til dæmis ef við trúum á að breytingar geti orðið á samfélagi okkar þá verðum við að vera framsýn og stuðla að nýbreytni í stað flokkshollustu, leggja traust á sum loforð en taka rökfasta umræðu um önnur og hætta að hugsa neikvætt um breytingar því allt er jú hægt ef að viljinn er fyrir hendi. Við skulum samt vona að sama hvaða ríkisstjórn tekur við, þá mun hún setja almannahagsmuni í öndvegi og breytingar í forgang sem þjóna almenningi, því að með þessu hugarfari er hægt að gera Ísland að landi tækifæranna fyrir komandi kynslóðir.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar