Hugsum til framtíðar Arnar Páll Guðmundsson skrifar 16. nóvember 2017 16:14 Aðal umræðuefnið á kaffistofum landsins þessa dagana er stjórnarmyndun VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins, það er alveg sama hvert maður fer alltaf er spurt hvernig líst þér svo á samstarf þessara þriggja flokka? Ég hef ávallt haft það að leiðarljósi að skoða vel fyrirliggjandi gögn áður en ég tek upplýsta ákvörðun og því get ég ekki svarað þessari spurningu fyrr en stjórnarsáttmáli þessara flokka liggur fyrir. En ég er hugsi, hugsi yfir því hvernig andstæðingar í pólitík geti allt í einu orðið sáttir, án nokkurra breytinga á stefnumálum og ákveðið síðan í sameiningu að kanna hvort að flötur sé fyrir samstarfi í ríkisstjórn. Ef við skoðum stefnuskrár þessara þriggja flokka og berum þær saman, þá kemur í ljós að það er mun fleira sem sundrar þá en sameinar og því verður æ forvitnara að sjá stjórnarsáttmálann, það er að segja ef af honum verður. Ég get einfaldlega ekki beðið. Þegar ég hugsa um niðurstöður nýafstaðinna kosninga þá finnst mér eins og að fólk hafi gleymt því af hverju kosið var fyrr en áætlað var. Ástæðan er sú að þau skilaboð sem við fengum frá kjósendum voru þau að breytingar eigi að víkja fyrir stöðnun og að frjálslyndi eigi að láta í minni pokann fyrir íhaldssemi. En hvað er það sem veldur því að við fáum þessar niðurstöður er það rík flokkshollusta kjósenda, trú á loforðaflaum margra stjórnmálaflokka eða einfaldlega sú gamla hugsun „það breytist aldrei neitt, sama hvað ég kýs“? Ég tel að ástæðan sé samblanda af öllum þessum þáttum. Til dæmis ef við trúum á að breytingar geti orðið á samfélagi okkar þá verðum við að vera framsýn og stuðla að nýbreytni í stað flokkshollustu, leggja traust á sum loforð en taka rökfasta umræðu um önnur og hætta að hugsa neikvætt um breytingar því allt er jú hægt ef að viljinn er fyrir hendi. Við skulum samt vona að sama hvaða ríkisstjórn tekur við, þá mun hún setja almannahagsmuni í öndvegi og breytingar í forgang sem þjóna almenningi, því að með þessu hugarfari er hægt að gera Ísland að landi tækifæranna fyrir komandi kynslóðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Páll Guðmundsson Skoðun Mest lesið Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir Skoðun Sá „óháði“ kemur til byggða Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Við þurfum að tala um Bálstofuna Matthías Kormáksson Skoðun Vanvirðing við einkaframtakið og verðmætasköpun Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Verðum að rannsaka hvað gerðist í Covid Hildur Þórðardóttir Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Sá „óháði“ kemur til byggða Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Trúðslæti eða trúverðugleiki Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson skrifar Skoðun Hver vill kenna? Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Bálstofuna Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Vanvirðing við einkaframtakið og verðmætasköpun Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin ætlar ekki að hækka tekjuskatt Alma D. Möller skrifar Skoðun Hvað eiga eldri borgarar að kjósa? Hjördís Hendriksdóttir skrifar Skoðun Við erum að ná árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Verðum að rannsaka hvað gerðist í Covid Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Ég og amma mín sem er dáin Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Spegill eða stjórntæki? Hlutverk skoðanakannana og almenningsálits í stefnumótun og stjórnmálum Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Með baunabyssu í kennaraverkfalli Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hver tilheyrir hverjum? Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf meiri töffara í okkur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Unga fólkið og frjósemi María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum frelsi til handfæraveiða – eflum sjávarbyggðirnar Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verja þarf friðinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mannsæmandi lífeyrislaun strax Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Munu bara allir fá dánaraðstoð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Billy bókahilla og börnin mín Þorbjörg Marínósdóttir skrifar Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Svör við atvinnuumsóknum – Ákall til atvinnurekenda Valgerður Rut Jakobsdóttir skrifar Skoðun Umræða á villigötum Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Aðal umræðuefnið á kaffistofum landsins þessa dagana er stjórnarmyndun VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins, það er alveg sama hvert maður fer alltaf er spurt hvernig líst þér svo á samstarf þessara þriggja flokka? Ég hef ávallt haft það að leiðarljósi að skoða vel fyrirliggjandi gögn áður en ég tek upplýsta ákvörðun og því get ég ekki svarað þessari spurningu fyrr en stjórnarsáttmáli þessara flokka liggur fyrir. En ég er hugsi, hugsi yfir því hvernig andstæðingar í pólitík geti allt í einu orðið sáttir, án nokkurra breytinga á stefnumálum og ákveðið síðan í sameiningu að kanna hvort að flötur sé fyrir samstarfi í ríkisstjórn. Ef við skoðum stefnuskrár þessara þriggja flokka og berum þær saman, þá kemur í ljós að það er mun fleira sem sundrar þá en sameinar og því verður æ forvitnara að sjá stjórnarsáttmálann, það er að segja ef af honum verður. Ég get einfaldlega ekki beðið. Þegar ég hugsa um niðurstöður nýafstaðinna kosninga þá finnst mér eins og að fólk hafi gleymt því af hverju kosið var fyrr en áætlað var. Ástæðan er sú að þau skilaboð sem við fengum frá kjósendum voru þau að breytingar eigi að víkja fyrir stöðnun og að frjálslyndi eigi að láta í minni pokann fyrir íhaldssemi. En hvað er það sem veldur því að við fáum þessar niðurstöður er það rík flokkshollusta kjósenda, trú á loforðaflaum margra stjórnmálaflokka eða einfaldlega sú gamla hugsun „það breytist aldrei neitt, sama hvað ég kýs“? Ég tel að ástæðan sé samblanda af öllum þessum þáttum. Til dæmis ef við trúum á að breytingar geti orðið á samfélagi okkar þá verðum við að vera framsýn og stuðla að nýbreytni í stað flokkshollustu, leggja traust á sum loforð en taka rökfasta umræðu um önnur og hætta að hugsa neikvætt um breytingar því allt er jú hægt ef að viljinn er fyrir hendi. Við skulum samt vona að sama hvaða ríkisstjórn tekur við, þá mun hún setja almannahagsmuni í öndvegi og breytingar í forgang sem þjóna almenningi, því að með þessu hugarfari er hægt að gera Ísland að landi tækifæranna fyrir komandi kynslóðir.
Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson skrifar
Skoðun Spegill eða stjórntæki? Hlutverk skoðanakannana og almenningsálits í stefnumótun og stjórnmálum Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar