Eflum iðnnám og fjölbreytni Sólrún Kristjánsdóttir skrifar 2. nóvember 2017 07:00 Það voru vonbrigði að fá fréttir af því á dögunum að við nýlegar breytingar á útlendingalögum hafi iðnnám verið svo fjarri hugum þingmanna og embættismanna að það hafi hreinlega gleymst að gera ráð fyrir að það væri stundað í landinu. Óviljandi voru þannig gerðar breytingar á lögunum sem bitnuðu harkalega á ungri útlenskri konu í iðnnámi. Það voru líka vonbrigði að sjá að breytingar á lögum sem hafa bein áhrif á fjölbreytni á vinnustöðum landsins voru ekki taldar eiga erindi til umsagnar hjá atvinnulífinu. Mér finnst þetta sérstaklega sárt í ljósi þess að við erum mörg sem höfum lagt talsvert á okkur til að gera iðngreinar meira freistandi fyrir konur, sérstaklega þær greinar þar sem karlar eru í miklum meirihluta. Okkur bráðvantar flinkt handverksfólk í mörgum greinum og við getum og megum ekki neita okkur um krafta kvenna til að manna þær stöður. Mér finnst þetta líka sárt því við höfum fundið á eigin skinni hér hjá Veitum, Orku náttúrunnar, Gagnaveitu Reykjavíkur og Orkuveitu Reykjavíkur að aukin fjölbreytni í starfahópum, hvort sem það er að hafa fleiri konur í iðnstörfum eða fleiri karla í þjónustuveri skapar betri grunn góðra ákvarðana og betri þjónustu við viðskiptavini. Hvað sem líður breytingum í samfélaginu og fyrirsjáanlegum breytingum á mjög mörgum störfum, þá mun þörfin fyrir heitt og kalt vatn í hús, rafmagn og öfluga fráveitu ekki hverfa. Til að byggja upp, reka og halda við þessum öflugu kerfum þarf fjölmargt iðnaðarfólk af ýmsu tagi; rafvirkja, pípara, járniðnaðarfólk, smiði, vélfræðinga, tæknifræðinga og svo mætti lengi telja. Ef ráðafólk hlustaði á umræðuna á milli okkar í atvinnulífinu myndi það heyra að það er þegar skortur á þessari þekkingu og hann mun bara aukast. Við leggjum okkur fram í þeirri miklu samkeppni sem er um handverksfólkið í landinu og að byggja upp þessar mikilvægu greinar. Við keppumst við að vinnustaðurinn sé sem bestur, bjóðum nemum af báðum kynjum á samning og eigum í góðu samstarfi við Árbæjarskóla að kynna iðn- og tæknistörf fyrir nemum í elsta bekk grunnskólans, sérstaklega fyrir stelpum. Fréttin um konuna ungu sem varð fórnarlamb hugsunarleysis ráðafólks um iðnnám og fjölbreytileika atvinnulífsins var eins og blaut tuska framan í okkur. Hún á líka að vekja okkur. Hún verður að ýta hressilega við okkur og kveikja spurningar um hvort við meinum eitthvað með tali um eflingu starfsnáms og atvinnulífsins. Ég er ekki bara að tala um ráðafólk landsins heldur ekki síður okkur sem foreldra. Erum við svo föst í viðjum gamaldags hugsunar að við sjáum börnin okkar bara fyrir okkur í bóknámi? Breytingin verður að byrja hjá okkur sjálfum og svo má vona að embættisfólk og löggjafar nái líka áttum. Við erum mörg í skólum landsins og í atvinnulífinu að vinna að eflingu verknáms og fjölbreytni á vinnumarkaði. Við þurfum ekki á hindrunum að halda. Höfundur er starfsmannastjóri OR og dótturfyrirtækja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sólrún Kristjánsdóttir Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Það voru vonbrigði að fá fréttir af því á dögunum að við nýlegar breytingar á útlendingalögum hafi iðnnám verið svo fjarri hugum þingmanna og embættismanna að það hafi hreinlega gleymst að gera ráð fyrir að það væri stundað í landinu. Óviljandi voru þannig gerðar breytingar á lögunum sem bitnuðu harkalega á ungri útlenskri konu í iðnnámi. Það voru líka vonbrigði að sjá að breytingar á lögum sem hafa bein áhrif á fjölbreytni á vinnustöðum landsins voru ekki taldar eiga erindi til umsagnar hjá atvinnulífinu. Mér finnst þetta sérstaklega sárt í ljósi þess að við erum mörg sem höfum lagt talsvert á okkur til að gera iðngreinar meira freistandi fyrir konur, sérstaklega þær greinar þar sem karlar eru í miklum meirihluta. Okkur bráðvantar flinkt handverksfólk í mörgum greinum og við getum og megum ekki neita okkur um krafta kvenna til að manna þær stöður. Mér finnst þetta líka sárt því við höfum fundið á eigin skinni hér hjá Veitum, Orku náttúrunnar, Gagnaveitu Reykjavíkur og Orkuveitu Reykjavíkur að aukin fjölbreytni í starfahópum, hvort sem það er að hafa fleiri konur í iðnstörfum eða fleiri karla í þjónustuveri skapar betri grunn góðra ákvarðana og betri þjónustu við viðskiptavini. Hvað sem líður breytingum í samfélaginu og fyrirsjáanlegum breytingum á mjög mörgum störfum, þá mun þörfin fyrir heitt og kalt vatn í hús, rafmagn og öfluga fráveitu ekki hverfa. Til að byggja upp, reka og halda við þessum öflugu kerfum þarf fjölmargt iðnaðarfólk af ýmsu tagi; rafvirkja, pípara, járniðnaðarfólk, smiði, vélfræðinga, tæknifræðinga og svo mætti lengi telja. Ef ráðafólk hlustaði á umræðuna á milli okkar í atvinnulífinu myndi það heyra að það er þegar skortur á þessari þekkingu og hann mun bara aukast. Við leggjum okkur fram í þeirri miklu samkeppni sem er um handverksfólkið í landinu og að byggja upp þessar mikilvægu greinar. Við keppumst við að vinnustaðurinn sé sem bestur, bjóðum nemum af báðum kynjum á samning og eigum í góðu samstarfi við Árbæjarskóla að kynna iðn- og tæknistörf fyrir nemum í elsta bekk grunnskólans, sérstaklega fyrir stelpum. Fréttin um konuna ungu sem varð fórnarlamb hugsunarleysis ráðafólks um iðnnám og fjölbreytileika atvinnulífsins var eins og blaut tuska framan í okkur. Hún á líka að vekja okkur. Hún verður að ýta hressilega við okkur og kveikja spurningar um hvort við meinum eitthvað með tali um eflingu starfsnáms og atvinnulífsins. Ég er ekki bara að tala um ráðafólk landsins heldur ekki síður okkur sem foreldra. Erum við svo föst í viðjum gamaldags hugsunar að við sjáum börnin okkar bara fyrir okkur í bóknámi? Breytingin verður að byrja hjá okkur sjálfum og svo má vona að embættisfólk og löggjafar nái líka áttum. Við erum mörg í skólum landsins og í atvinnulífinu að vinna að eflingu verknáms og fjölbreytni á vinnumarkaði. Við þurfum ekki á hindrunum að halda. Höfundur er starfsmannastjóri OR og dótturfyrirtækja.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun