Eflum iðnnám og fjölbreytni Sólrún Kristjánsdóttir skrifar 2. nóvember 2017 07:00 Það voru vonbrigði að fá fréttir af því á dögunum að við nýlegar breytingar á útlendingalögum hafi iðnnám verið svo fjarri hugum þingmanna og embættismanna að það hafi hreinlega gleymst að gera ráð fyrir að það væri stundað í landinu. Óviljandi voru þannig gerðar breytingar á lögunum sem bitnuðu harkalega á ungri útlenskri konu í iðnnámi. Það voru líka vonbrigði að sjá að breytingar á lögum sem hafa bein áhrif á fjölbreytni á vinnustöðum landsins voru ekki taldar eiga erindi til umsagnar hjá atvinnulífinu. Mér finnst þetta sérstaklega sárt í ljósi þess að við erum mörg sem höfum lagt talsvert á okkur til að gera iðngreinar meira freistandi fyrir konur, sérstaklega þær greinar þar sem karlar eru í miklum meirihluta. Okkur bráðvantar flinkt handverksfólk í mörgum greinum og við getum og megum ekki neita okkur um krafta kvenna til að manna þær stöður. Mér finnst þetta líka sárt því við höfum fundið á eigin skinni hér hjá Veitum, Orku náttúrunnar, Gagnaveitu Reykjavíkur og Orkuveitu Reykjavíkur að aukin fjölbreytni í starfahópum, hvort sem það er að hafa fleiri konur í iðnstörfum eða fleiri karla í þjónustuveri skapar betri grunn góðra ákvarðana og betri þjónustu við viðskiptavini. Hvað sem líður breytingum í samfélaginu og fyrirsjáanlegum breytingum á mjög mörgum störfum, þá mun þörfin fyrir heitt og kalt vatn í hús, rafmagn og öfluga fráveitu ekki hverfa. Til að byggja upp, reka og halda við þessum öflugu kerfum þarf fjölmargt iðnaðarfólk af ýmsu tagi; rafvirkja, pípara, járniðnaðarfólk, smiði, vélfræðinga, tæknifræðinga og svo mætti lengi telja. Ef ráðafólk hlustaði á umræðuna á milli okkar í atvinnulífinu myndi það heyra að það er þegar skortur á þessari þekkingu og hann mun bara aukast. Við leggjum okkur fram í þeirri miklu samkeppni sem er um handverksfólkið í landinu og að byggja upp þessar mikilvægu greinar. Við keppumst við að vinnustaðurinn sé sem bestur, bjóðum nemum af báðum kynjum á samning og eigum í góðu samstarfi við Árbæjarskóla að kynna iðn- og tæknistörf fyrir nemum í elsta bekk grunnskólans, sérstaklega fyrir stelpum. Fréttin um konuna ungu sem varð fórnarlamb hugsunarleysis ráðafólks um iðnnám og fjölbreytileika atvinnulífsins var eins og blaut tuska framan í okkur. Hún á líka að vekja okkur. Hún verður að ýta hressilega við okkur og kveikja spurningar um hvort við meinum eitthvað með tali um eflingu starfsnáms og atvinnulífsins. Ég er ekki bara að tala um ráðafólk landsins heldur ekki síður okkur sem foreldra. Erum við svo föst í viðjum gamaldags hugsunar að við sjáum börnin okkar bara fyrir okkur í bóknámi? Breytingin verður að byrja hjá okkur sjálfum og svo má vona að embættisfólk og löggjafar nái líka áttum. Við erum mörg í skólum landsins og í atvinnulífinu að vinna að eflingu verknáms og fjölbreytni á vinnumarkaði. Við þurfum ekki á hindrunum að halda. Höfundur er starfsmannastjóri OR og dótturfyrirtækja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sólrún Kristjánsdóttir Mest lesið Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Skoðun Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Sjá meira
Það voru vonbrigði að fá fréttir af því á dögunum að við nýlegar breytingar á útlendingalögum hafi iðnnám verið svo fjarri hugum þingmanna og embættismanna að það hafi hreinlega gleymst að gera ráð fyrir að það væri stundað í landinu. Óviljandi voru þannig gerðar breytingar á lögunum sem bitnuðu harkalega á ungri útlenskri konu í iðnnámi. Það voru líka vonbrigði að sjá að breytingar á lögum sem hafa bein áhrif á fjölbreytni á vinnustöðum landsins voru ekki taldar eiga erindi til umsagnar hjá atvinnulífinu. Mér finnst þetta sérstaklega sárt í ljósi þess að við erum mörg sem höfum lagt talsvert á okkur til að gera iðngreinar meira freistandi fyrir konur, sérstaklega þær greinar þar sem karlar eru í miklum meirihluta. Okkur bráðvantar flinkt handverksfólk í mörgum greinum og við getum og megum ekki neita okkur um krafta kvenna til að manna þær stöður. Mér finnst þetta líka sárt því við höfum fundið á eigin skinni hér hjá Veitum, Orku náttúrunnar, Gagnaveitu Reykjavíkur og Orkuveitu Reykjavíkur að aukin fjölbreytni í starfahópum, hvort sem það er að hafa fleiri konur í iðnstörfum eða fleiri karla í þjónustuveri skapar betri grunn góðra ákvarðana og betri þjónustu við viðskiptavini. Hvað sem líður breytingum í samfélaginu og fyrirsjáanlegum breytingum á mjög mörgum störfum, þá mun þörfin fyrir heitt og kalt vatn í hús, rafmagn og öfluga fráveitu ekki hverfa. Til að byggja upp, reka og halda við þessum öflugu kerfum þarf fjölmargt iðnaðarfólk af ýmsu tagi; rafvirkja, pípara, járniðnaðarfólk, smiði, vélfræðinga, tæknifræðinga og svo mætti lengi telja. Ef ráðafólk hlustaði á umræðuna á milli okkar í atvinnulífinu myndi það heyra að það er þegar skortur á þessari þekkingu og hann mun bara aukast. Við leggjum okkur fram í þeirri miklu samkeppni sem er um handverksfólkið í landinu og að byggja upp þessar mikilvægu greinar. Við keppumst við að vinnustaðurinn sé sem bestur, bjóðum nemum af báðum kynjum á samning og eigum í góðu samstarfi við Árbæjarskóla að kynna iðn- og tæknistörf fyrir nemum í elsta bekk grunnskólans, sérstaklega fyrir stelpum. Fréttin um konuna ungu sem varð fórnarlamb hugsunarleysis ráðafólks um iðnnám og fjölbreytileika atvinnulífsins var eins og blaut tuska framan í okkur. Hún á líka að vekja okkur. Hún verður að ýta hressilega við okkur og kveikja spurningar um hvort við meinum eitthvað með tali um eflingu starfsnáms og atvinnulífsins. Ég er ekki bara að tala um ráðafólk landsins heldur ekki síður okkur sem foreldra. Erum við svo föst í viðjum gamaldags hugsunar að við sjáum börnin okkar bara fyrir okkur í bóknámi? Breytingin verður að byrja hjá okkur sjálfum og svo má vona að embættisfólk og löggjafar nái líka áttum. Við erum mörg í skólum landsins og í atvinnulífinu að vinna að eflingu verknáms og fjölbreytni á vinnumarkaði. Við þurfum ekki á hindrunum að halda. Höfundur er starfsmannastjóri OR og dótturfyrirtækja.
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun