Telja Þrastalund brjóta gegn áfengislöggjöfinni Sveinn Arnarsson skrifar 24. október 2017 06:00 Í Þrastalundi er áfengri vöru stillt upp með matvöru. vísir/sveinn Sverrir Einar Eiríksson, eigandi veitingastaðarins og kjörbúðarinnar Þrastalundar við Sogið, segir það hafa verið mannleg mistök starfsfólks síns ef áfengi hefur verið selt í verslun staðarins sem almenn matvara. Hann mun því í framhaldinu ræða við starfsfólk sitt og skýra það út að það sé brot á lögum að selja óopnað áfengi út úr versluninni. Það sé ekki vilji hans að brjóta áfengislöggjöfina. „Þetta eru klár mistök og eiga ekki að gerast aftur, það er alveg á hreinu,“ segir Sverrir. „Við viljum og eigum vitaskuld að fara eftir lögum. Hins vegar hefur þetta verið látið viðgangast víða á Suðurlandi og lögreglan hefur horft fram hjá þessu á mörgum stöðum hér. Það er samt sem áður þannig að ég vil að mitt starfsfólk fari eftir þeim lögum sem eru í gildi og því mun ég taka þetta á mig.“ Fréttablaðið greindi frá því í gær að kjörbúðin í Þrastalundi stillir upp áfengri vöru með annarri matvöru á borð við óáfengar drykkjarvörur og osta í verslun sinni. Blaðamaður Fréttablaðsins kannaði hvort verslunin seldi áfengar vörur út úr versluninni síðastliðinn laugardag og svo reyndist vera. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Selfossi, segir að ef lýsingar séu réttar sé líkast til um brot á áfengislöggjöfinni að ræða. „Þetta mál er komið í ferli hér hjá okkur hjá lögreglunni og við munum kanna þetta nánar. Sé þetta rétt mun eigandi sæta sektum og honum gert að taka vörurnar úr hillum í verslun sinni,“ útskýrir yfirlögregluþjónninn. „Sé svona farið að viðskiptavinir geti keypt áfenga vöru og tekið með sér út er það auðvitað skýrt brot á áfengislöggjöfinni.“ Sverrir segir hins vegar að þótt hann leggi upp með að starfsemi hans brjóti ekki í bága við landslög, sé ekki mikill skaði sem af því hlýst þótt ferðamaður taki með sér einn áfengan drykk og neyti hans í sumarbústað sínum. „Útlendingar sem til okkar koma þekkja þetta fyrirkomulag annars staðar frá, að sjá áfenga drykki á sama stað og matvöru. Ég held því að það sé nú ekki mikill skaði af þessu fyrirkomulagi,“ segir Sverrir að lokum. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Bjór og léttvín seld í kjörbúð Þrastalundar Áfengi er selt innan um matvöru í Þrastalundi við Sogið. Eigandi fyrirtækisins þvertekur fyrir að hægt sé að ganga út með bjór eða léttvín en dæmi eru um slíkt. 23. október 2017 06:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fleiri fréttir „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Sjá meira
Sverrir Einar Eiríksson, eigandi veitingastaðarins og kjörbúðarinnar Þrastalundar við Sogið, segir það hafa verið mannleg mistök starfsfólks síns ef áfengi hefur verið selt í verslun staðarins sem almenn matvara. Hann mun því í framhaldinu ræða við starfsfólk sitt og skýra það út að það sé brot á lögum að selja óopnað áfengi út úr versluninni. Það sé ekki vilji hans að brjóta áfengislöggjöfina. „Þetta eru klár mistök og eiga ekki að gerast aftur, það er alveg á hreinu,“ segir Sverrir. „Við viljum og eigum vitaskuld að fara eftir lögum. Hins vegar hefur þetta verið látið viðgangast víða á Suðurlandi og lögreglan hefur horft fram hjá þessu á mörgum stöðum hér. Það er samt sem áður þannig að ég vil að mitt starfsfólk fari eftir þeim lögum sem eru í gildi og því mun ég taka þetta á mig.“ Fréttablaðið greindi frá því í gær að kjörbúðin í Þrastalundi stillir upp áfengri vöru með annarri matvöru á borð við óáfengar drykkjarvörur og osta í verslun sinni. Blaðamaður Fréttablaðsins kannaði hvort verslunin seldi áfengar vörur út úr versluninni síðastliðinn laugardag og svo reyndist vera. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Selfossi, segir að ef lýsingar séu réttar sé líkast til um brot á áfengislöggjöfinni að ræða. „Þetta mál er komið í ferli hér hjá okkur hjá lögreglunni og við munum kanna þetta nánar. Sé þetta rétt mun eigandi sæta sektum og honum gert að taka vörurnar úr hillum í verslun sinni,“ útskýrir yfirlögregluþjónninn. „Sé svona farið að viðskiptavinir geti keypt áfenga vöru og tekið með sér út er það auðvitað skýrt brot á áfengislöggjöfinni.“ Sverrir segir hins vegar að þótt hann leggi upp með að starfsemi hans brjóti ekki í bága við landslög, sé ekki mikill skaði sem af því hlýst þótt ferðamaður taki með sér einn áfengan drykk og neyti hans í sumarbústað sínum. „Útlendingar sem til okkar koma þekkja þetta fyrirkomulag annars staðar frá, að sjá áfenga drykki á sama stað og matvöru. Ég held því að það sé nú ekki mikill skaði af þessu fyrirkomulagi,“ segir Sverrir að lokum.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Bjór og léttvín seld í kjörbúð Þrastalundar Áfengi er selt innan um matvöru í Þrastalundi við Sogið. Eigandi fyrirtækisins þvertekur fyrir að hægt sé að ganga út með bjór eða léttvín en dæmi eru um slíkt. 23. október 2017 06:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fleiri fréttir „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Sjá meira
Bjór og léttvín seld í kjörbúð Þrastalundar Áfengi er selt innan um matvöru í Þrastalundi við Sogið. Eigandi fyrirtækisins þvertekur fyrir að hægt sé að ganga út með bjór eða léttvín en dæmi eru um slíkt. 23. október 2017 06:00