Nú er lag að gera rétt Haraldur Ólafsson skrifar 25. október 2017 09:45 Í margar kynslóðir hafa Katalónar búið við þær aðstæður að vera þegnar í ríki þar sem aðrir en Katalónar ráða ferðinni. Lög eru sett og dómar upp kveðnir í fjarlægri borg, af fólki sem talar aðra tungu. Slæmir og góðir tímar hafa skipst á. Á slæmum tímum hefur verið vont að vera Katalóni í Katalóníu, miklu verra en að vera Íslendingur á Íslandi þegar valdið var í Danmörku. Það er margsannað, ekki síst á Íslandi, að það er ljómandi góð hugmynd að þjóðir stjórni sér sjálfar. Það má sjá jafnskýrt í skæru rómantísku ljósi og í grámósku hversdagslegrar skynsemi. Áralöngum tilraunum Katalóna til að heimta þennan sjálfsagða rétt hefur nú verið svarað með því að berja mörg hundruð borgara sem fengust við það eitt að krota á miða. Því kroti hafði áður verið lýst sem merkingarlausu föndri, en ofbeldismönnunum þótti samt rétt að undirstrika merkingarleysið með því að berja fólkið svo eftir yrði tekið. Það er deginum ljósara að Katalónar geta ekki lengur deilt sæng með svoleiðis mönnum. Nú er lag fyrir Íslendinga að viðurkenna sjálfstæði Katalóna. Margt mælir með. Á móti má segja að rispa verði á sjálfsmynd þeirra sem byggja tilveru sína á að vera þegnar í stórveldi. Þeir hryggjast þegar molnar úr stórveldinu og meta gleði sína yfir stærð ríkisins meira en líf og heilsu þeirra sem vilja fara. Kannski sterkustu rökin fyrir því að styðja Katalóna til sjálfstæðis felist í framlagi til uppeldis þessa fólks. Svo sakar ekki að Katalónar munu muna Íslendingum stuðninginn næstu þúsund árin. Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Haraldur Ólafsson Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir skrifar Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Í margar kynslóðir hafa Katalónar búið við þær aðstæður að vera þegnar í ríki þar sem aðrir en Katalónar ráða ferðinni. Lög eru sett og dómar upp kveðnir í fjarlægri borg, af fólki sem talar aðra tungu. Slæmir og góðir tímar hafa skipst á. Á slæmum tímum hefur verið vont að vera Katalóni í Katalóníu, miklu verra en að vera Íslendingur á Íslandi þegar valdið var í Danmörku. Það er margsannað, ekki síst á Íslandi, að það er ljómandi góð hugmynd að þjóðir stjórni sér sjálfar. Það má sjá jafnskýrt í skæru rómantísku ljósi og í grámósku hversdagslegrar skynsemi. Áralöngum tilraunum Katalóna til að heimta þennan sjálfsagða rétt hefur nú verið svarað með því að berja mörg hundruð borgara sem fengust við það eitt að krota á miða. Því kroti hafði áður verið lýst sem merkingarlausu föndri, en ofbeldismönnunum þótti samt rétt að undirstrika merkingarleysið með því að berja fólkið svo eftir yrði tekið. Það er deginum ljósara að Katalónar geta ekki lengur deilt sæng með svoleiðis mönnum. Nú er lag fyrir Íslendinga að viðurkenna sjálfstæði Katalóna. Margt mælir með. Á móti má segja að rispa verði á sjálfsmynd þeirra sem byggja tilveru sína á að vera þegnar í stórveldi. Þeir hryggjast þegar molnar úr stórveldinu og meta gleði sína yfir stærð ríkisins meira en líf og heilsu þeirra sem vilja fara. Kannski sterkustu rökin fyrir því að styðja Katalóna til sjálfstæðis felist í framlagi til uppeldis þessa fólks. Svo sakar ekki að Katalónar munu muna Íslendingum stuðninginn næstu þúsund árin. Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands.
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun