Kjarkur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 27. október 2017 06:00 Fyrir rótgróna flokka er sjaldan tíminn til að breyta. Þegar reynir á raunverulegan vilja til að ná sátt um gjald fyrir sameiginlega fiskveiðiauðlind okkar er lagst í tæknilega útúrsnúninga og málið sagt of flókið. Ef breyta á landbúnaðarkerfinu í þágu bænda og neytenda er svipuð afstaða tekin og spyrnt við fótum. Þetta er ósköp einfalt. Gamlir flokkar með augljósa sérhagsmuni í broddi fylkingar eru stundum sorglega fyrirsjáanlegir. Viðreisn er andhverfan. Ungur flokkur sem setur almannahagsmuni í öndvegi og hefur kjark til að breyta í þágu framfara. Við viljum breyta úreltum kerfum og færa þau til nútímans. Við höfum allt að vinna – engu að tapa. Ekkert frekar en þorri almennings. Við höfum sett krónuna í forgrunn og bent á að hún er flestum okkar dýrt spaug og neyðir okkur til að vinna launalaust í sex vikur á ári. Við borgum húsnæðið okkar þrisvar vegna svimandi hás vaxtakostnaðar á meðan vinir okkar í nágrannalöndum gera það einu sinni. Engu að síður eru enn til þeir stjórnmálamenn sem vilja verja áframhaldandi og óbreytta umgjörð þessarar örmyntar okkar þvert gegn hagsmunum íslenskra fjölskyldna, neytenda og atvinnulífs. Viðreisn er ekki þar. Við viljum festa krónu við Evru eða aðra erlenda mynt. Þannig snarlækkum við þá miklu vaxta(r)verki sem fylgja krónunni og gjörbreytum því óvissuástandi sem einkennir bæði efnahagsumhverfi heimilanna og atvinnulífsins í landinu. Við viljum halda öllum dyrum opnum fyrir áframhaldandi aðild að ESB og leyfa unga fólkinu að eiga atkvæðisrétt um framtíð sína. Það er kominn tími til að treysta þjóðinni í þessu máli. Við erum einlægur velferðarflokkur sem lætur sér annt um þétt riðið öryggisnet og vandaða þjónustu í íslensku samfélagi. Við viljum hins vegar staðgreiða þann veruleika en ekki taka hann að láni eins og berlega hefur komið í ljós að flokkarnir á vinstri vængnum hyggjast gera. Við viljum sjálfbæra velferð sem grundvallast á öflugri verðmætasköpun atvinnulífsins. Velferð og vellíðan er hins vegar lítils virði ef við höfum ekki jafnan aðgang að henni. Þess vegna kappkostar Viðreisn að spegla alla sína pólitísku sýn út frá jafnrétti. Við höfum náð miklum árangri í launajafnrétti kynjanna og viljum fylgja honum eftir með því að efna til víðtækrar þjóðarsáttar um bætt kjör kvennastétta. Kynbundið ofbeldi er jafnframt jafnréttismál, aðgengi barna að leikskólum er það líka og einnig réttur hinsegin fólks. Til þess að draumar okkar geti ræst þarf kjark til að breyta. Viðreisn hefur hann. Til að frjálslyndir vindar blási um Alþingi þarf öflugan stuðning frá þjóðinni. Þú ræður honum.Höfundur er formaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson Skoðun Við þurfum að tala um Bálstofuna Matthías Kormáksson Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Skoðun Að stela framtíðinni Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Opinber ómöguleiki Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Gervigreindin mun gjörbylta öllum samfélögum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferðarlögin tíu ára Einar Örn Thorlacius skrifar Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen skrifar Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í borginni Björg Eva Erlendsdóttir,Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Slæm stjórnsýsla heilbrigðismála - dauðans alvara Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Sjá meira
Fyrir rótgróna flokka er sjaldan tíminn til að breyta. Þegar reynir á raunverulegan vilja til að ná sátt um gjald fyrir sameiginlega fiskveiðiauðlind okkar er lagst í tæknilega útúrsnúninga og málið sagt of flókið. Ef breyta á landbúnaðarkerfinu í þágu bænda og neytenda er svipuð afstaða tekin og spyrnt við fótum. Þetta er ósköp einfalt. Gamlir flokkar með augljósa sérhagsmuni í broddi fylkingar eru stundum sorglega fyrirsjáanlegir. Viðreisn er andhverfan. Ungur flokkur sem setur almannahagsmuni í öndvegi og hefur kjark til að breyta í þágu framfara. Við viljum breyta úreltum kerfum og færa þau til nútímans. Við höfum allt að vinna – engu að tapa. Ekkert frekar en þorri almennings. Við höfum sett krónuna í forgrunn og bent á að hún er flestum okkar dýrt spaug og neyðir okkur til að vinna launalaust í sex vikur á ári. Við borgum húsnæðið okkar þrisvar vegna svimandi hás vaxtakostnaðar á meðan vinir okkar í nágrannalöndum gera það einu sinni. Engu að síður eru enn til þeir stjórnmálamenn sem vilja verja áframhaldandi og óbreytta umgjörð þessarar örmyntar okkar þvert gegn hagsmunum íslenskra fjölskyldna, neytenda og atvinnulífs. Viðreisn er ekki þar. Við viljum festa krónu við Evru eða aðra erlenda mynt. Þannig snarlækkum við þá miklu vaxta(r)verki sem fylgja krónunni og gjörbreytum því óvissuástandi sem einkennir bæði efnahagsumhverfi heimilanna og atvinnulífsins í landinu. Við viljum halda öllum dyrum opnum fyrir áframhaldandi aðild að ESB og leyfa unga fólkinu að eiga atkvæðisrétt um framtíð sína. Það er kominn tími til að treysta þjóðinni í þessu máli. Við erum einlægur velferðarflokkur sem lætur sér annt um þétt riðið öryggisnet og vandaða þjónustu í íslensku samfélagi. Við viljum hins vegar staðgreiða þann veruleika en ekki taka hann að láni eins og berlega hefur komið í ljós að flokkarnir á vinstri vængnum hyggjast gera. Við viljum sjálfbæra velferð sem grundvallast á öflugri verðmætasköpun atvinnulífsins. Velferð og vellíðan er hins vegar lítils virði ef við höfum ekki jafnan aðgang að henni. Þess vegna kappkostar Viðreisn að spegla alla sína pólitísku sýn út frá jafnrétti. Við höfum náð miklum árangri í launajafnrétti kynjanna og viljum fylgja honum eftir með því að efna til víðtækrar þjóðarsáttar um bætt kjör kvennastétta. Kynbundið ofbeldi er jafnframt jafnréttismál, aðgengi barna að leikskólum er það líka og einnig réttur hinsegin fólks. Til þess að draumar okkar geti ræst þarf kjark til að breyta. Viðreisn hefur hann. Til að frjálslyndir vindar blási um Alþingi þarf öflugan stuðning frá þjóðinni. Þú ræður honum.Höfundur er formaður Viðreisnar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar