Friðarbylting unga fólksins
Í hefðbundinni friðarumræðu á alþjóðavísu hefur jafnan verið horft fram hjá því hlutverki sem ungt fólk getur gegnt í friðaruppbyggingu. Ályktun Sameinuðu þjóðanna frá því í desember 2015 um ungt fólk, frið og öryggi hefur þó umbylt þeirri umræðu, og hefur skapað umgjörð um framlag ungs fólks til friðaruppbyggingar og baráttunnar gegn ofbeldisfullum öfgastefnum.
Aukin menntun og valdefling ungs fólks skiptir sköpum fyrir þróun heimsmála næstu árin og í því tilliti er mikilvægt að fræðasamfélagið og borgin skapi vettvang fyrir upplýsta umræðu um friðarmál hér á landi. Þar gegnir Höfði friðarsetur mikilvægu hlutverki en Reykjavíkurborg og Háskóli Íslands standa að setrinu.
Áskoranir heimsmála kalla á víðtækt samstarf og samtal. Höfði friðarsetur býður til þess samtals í dag á alþjóðlegri ráðstefnu þar sem leiddir eru saman heimsþekktir leiðtogar og aðgerðasinnar í friðarmálum. Tawakkol Karman, handhafi friðarverðlauna Nóbels árið 2011 og blaðamaður frá Jemen, sem hefur beitt sér bæði fyrir tjáningarfrelsi og bættri stöðu kvenna, er þar meðal flytjenda ásamt Faten Mahdi Al-Hussaini, baráttukonu gegn ofbeldisfullum öfgahópum og talskonu norska ríkissjónvarpsins gegn hatursorðræðu í Noregi, auk annarra frábærra þátttakenda.
Friðarvika í Reykjavík er nú orðinn að föstum viðburði í byrjun október, þegar Friðarsúlan í Viðey er tendruð til að minna okkur á von Yoko Ono og Johns Lennon um heimsfrið. Okkar von er að framlag Höfða friðarseturs með árlegri friðarráðstefnu geti orðið til þess að festa Reykjavíkurborg enn frekar í sessi sem borg friðar á alþjóðavísu.
Dagur B. Eggertsson er borgarstjóri.
Jón Atli Benediktsson er rektor Háskóla Íslands.
Skoðun
Um menntun barnanna á Gaza
Ingólfur Steinsson skrifar
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina?
Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja
Björn Ólafsson skrifar
Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang?
Ó. Ingi Tómasson skrifar
Innviðaskuld
Rúnar Vilhjálmsson skrifar
Ég vil fá boð í þessa veislu!
Silja Björk Björnsdóttir skrifar
Mögnum markþjálfun til framtíðar
Lella Erludóttir skrifar
Blekking Valkyrjanna
Högni Elfar Gylfason skrifar
Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran?
Ingólfur Shahin skrifar
Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum
Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Forvitni er lykillinn að framtíðinni
Árni Sigurðsson skrifar
Tölum endilega um staðreyndir
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur?
Ole Anton Bieltvedt skrifar
Ekki meira bull, takk!
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar
Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar
Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Yrkjum lífsgæði í Dölunum
Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Átta hagnýt orkuverkefni
Björn Hauksson skrifar
Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers?
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Forgangsröðum forgangsröðun
Gylfi Ólafsson skrifar
Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd
Skúli Gunnar Sigfússon skrifar
Forseti ASÍ á skautum
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar
Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta
Ólafur Ágúst Hraundal skrifar
Munu næstu fjögur ár nægja?
Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt
Aðalgeir Ásvaldsson skrifar
Stórkostlega ungur
Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar
Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu
Sigvaldi Einarsson skrifar
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra
Erna Guðmundsdóttir skrifar
Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki
Matthildur Björnsdóttir skrifar
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn
Bjarki Oddsson skrifar
Helvítis væl alltaf í þessum kalli
Hólmgeir Baldursson skrifar