Klárum verkið Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 18. október 2017 07:00 Hagtölur benda til þess að ungt fólk sé í verri stöðu nú á Íslandi en áður. Atvinnutækifærin eru færri, launin eru lægri, eignamyndunin er minni og húsnæðisvandinn snertir öll heimili landsins. Hætta er á að börnin okkar leiti tækifæranna annars staðar frekar en hérlendis, ef ekkert er að gert. Húsnæðisvandinn er grafalvarlegt mál sem við verðum að finna lausn á. Bæta þarf aðgengi að fjármagni, fella niður afborganir námslána og auka framboð af íbúðum víðsvegar um landið.Svissneska leiðin Framsókn vill að ungu fólki verði heimilt að taka út iðgjald sem það hefur lagt í lífeyrissjóð og nýta sem útborgun við íbúðarkaup. Í Sviss hefur þessi leið nýst vel til að auðvelda fólki að eignast eigið húsnæði. Hægt er að nýta hluta af lífeyrissjóði sem útborgun og þarf því ekki að greiða vexti til bankana inn á lán af þeirri fjárhæð. Þegar íbúðin er seld er iðgjaldinu skilað aftur inn í lífeyrissjóðinn. Það er bein fjárfesting til þeirra sem nýta. Lífeyrissjóðurinn er á fyrsta veðrétti og fær því allt sitt til baka. Leiðin skaðar auk þess ekki þá sem nýta sér ekki úrræðið. Þeirra iðgjald er enn inni í viðkomandi lífeyrissjóði og hann sér um ávöxtun á þeim fjármunum. Útfærsluatriði er hvenær lífeyrissjóðurinn fær sitt til baka. Gæti verið við 50 ára aldur. Þá hefur eign í íbúðinni aukist og viðkomandi getur ráðið hvort hann borgar það sama til baka og var tekið út eða greiðir meira.Þungur baggi Á sama tíma og ungt fólk með börn er að reyna að eignast heimili eru námslánin oftar en ekki þungur baggi í heimilisrekstri. Framsókn vill að ungt fólk geti frestað afborgunum á námslánum sínum í fimm ár við kaup á fyrstu íbúð. Jafnframt þarf að koma hreyfingu á húsnæðismarkaðinn með því að auka framboðið af íbúðum. Framsókn vill að í samstarfi við lífeyrissjóðina verði fjárfestir minnst 10 milljarðar árlega til uppbyggingar á 300 hagkvæmum íbúðum og hjúkrunarrýmum fyrir eldra fólkið. Klárum nú verkið og búum til stöðugleika í samfélaginu. Getum við ekki öll verið sammála um það? Höfundur er formaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Sigurður Ingi Jóhannsson Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Hagtölur benda til þess að ungt fólk sé í verri stöðu nú á Íslandi en áður. Atvinnutækifærin eru færri, launin eru lægri, eignamyndunin er minni og húsnæðisvandinn snertir öll heimili landsins. Hætta er á að börnin okkar leiti tækifæranna annars staðar frekar en hérlendis, ef ekkert er að gert. Húsnæðisvandinn er grafalvarlegt mál sem við verðum að finna lausn á. Bæta þarf aðgengi að fjármagni, fella niður afborganir námslána og auka framboð af íbúðum víðsvegar um landið.Svissneska leiðin Framsókn vill að ungu fólki verði heimilt að taka út iðgjald sem það hefur lagt í lífeyrissjóð og nýta sem útborgun við íbúðarkaup. Í Sviss hefur þessi leið nýst vel til að auðvelda fólki að eignast eigið húsnæði. Hægt er að nýta hluta af lífeyrissjóði sem útborgun og þarf því ekki að greiða vexti til bankana inn á lán af þeirri fjárhæð. Þegar íbúðin er seld er iðgjaldinu skilað aftur inn í lífeyrissjóðinn. Það er bein fjárfesting til þeirra sem nýta. Lífeyrissjóðurinn er á fyrsta veðrétti og fær því allt sitt til baka. Leiðin skaðar auk þess ekki þá sem nýta sér ekki úrræðið. Þeirra iðgjald er enn inni í viðkomandi lífeyrissjóði og hann sér um ávöxtun á þeim fjármunum. Útfærsluatriði er hvenær lífeyrissjóðurinn fær sitt til baka. Gæti verið við 50 ára aldur. Þá hefur eign í íbúðinni aukist og viðkomandi getur ráðið hvort hann borgar það sama til baka og var tekið út eða greiðir meira.Þungur baggi Á sama tíma og ungt fólk með börn er að reyna að eignast heimili eru námslánin oftar en ekki þungur baggi í heimilisrekstri. Framsókn vill að ungt fólk geti frestað afborgunum á námslánum sínum í fimm ár við kaup á fyrstu íbúð. Jafnframt þarf að koma hreyfingu á húsnæðismarkaðinn með því að auka framboðið af íbúðum. Framsókn vill að í samstarfi við lífeyrissjóðina verði fjárfestir minnst 10 milljarðar árlega til uppbyggingar á 300 hagkvæmum íbúðum og hjúkrunarrýmum fyrir eldra fólkið. Klárum nú verkið og búum til stöðugleika í samfélaginu. Getum við ekki öll verið sammála um það? Höfundur er formaður Framsóknarflokksins.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar