Trump getur ekki afnumið loftslagsaðgerðir með töfrasprota Kjartan Kjartansson skrifar 19. október 2017 13:45 Holdren hefur einnig áhyggjur af afnámi Trump á reglum og viðmiðum um viðbúnað við náttúruhamförum eins og flóðum, skógareldum og stormum. Vísir/AFP Ríkisstjórn Donalds Trump í Bandaríkjunum getur ekki veifað töfrasprota og látið loftslagsaðgerðir sem voru ákveðnar í tíð Baracks Obama hverfa. Þrátt fyrir það getur hún unnið skaða á baráttunni gegn loftslagsvánni í nútíð og framtíð, að mati Johns Holdren, fyrrum vísindaráðgjafa Obama. Holdren var vísinda- og tækniráðgjafi Obama í átta ár og kom sem slíkur að ákvörðunum sem um loftslags- og orkustefnu forsetans. Parísarsamkomulagið í loftslagsmálum, sem var talið marka tímamót í baráttunni gegn loftslagsbreytingum, var jafnframt samþykkt í tíð Obama. Frá því að Trump tók við völdum í byrjun þessa árs hefur ríkisstjórn hans leitast við að snúa við aðgerðum Obama. Í júní tilkynnti Trump að hann ætlaði að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu vegna þess að það væri „lélegur samningur“ fyrir landið. Nú síðast hefur Umhverfisstofnun Bandaríkjanna (EPA) lýst því yfir að hún ætli að afnema Áætlunina um hreina orku (e. Clean Power Plan (CPP)), hryggjarstykkið í loftslagsaðgerðum Obama sem setti orkugeiranum í Bandaríkjunum markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda.Endar fyrir Hæstarétti BandaríkjannaHoldren, sem var staddur hér á landi í síðustu viku í tengslum við Arctic Circle-ráðstefnuna og fer fyrir nýju Norðurskautaverkefni á vegum Harvard Kennedy-skólans ásamt Höllu Hrund Logadóttur, segir hins vegar erfiðara að snúa ákvörðunum stjórnvalda við en fólk heldur.Sjá einnig:Ísland vegi skaðann af olíulekum á móti ábata af vinnslu á norðurslóðum Þannig segir hann að EPA verði stefnt fyrir dómstólum vegna ákvörðunar hennar um að afnema CPP. Það verði löng barátta sem endi líklega fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna. „Ég veit ekki hver niðurstaðan verður en þetta verður löng barátta. Þau geta ekki bara veifað töfrasprota og látið þetta hverfa,“ segir Holdren í viðtali við Vísi. Þá bendir Holdren á að samkvæmt ákvæðum Parísarsamkomulagsins geti lönd ekki dregið sig út úr því fyrr en að fjórum árum liðnum. Þau tímamörk renni út daginn eftir forsetakosningarnar vestanhafs árið 2020. Því geti nýr forseti snúið við ákvörðun Trump.Trump með Scott Pruitt, forstjóra EPA. Pruitt hefur afneitað þeirri vísindalegu staðreynd að koltvísýringur valdi auknum gróðurhúsaáhrifum á jörðinni.Vísir/AFPGæti hægt á þróun endurnýjanlegrar orku á heimsvísuÞó er ekki þar með sagt að stjórn Trump geti ekki unnið raunverulegan skaða í millitíðinni. Það getur hún meðal annars gert með því að leggja ekki til fé í sjóð sem samið var um með Parísarsamkomulaginu og ætlað er að þróuð ríki styðji til að hjálpa þróunarríkjum að draga úr losun og aðlagast þeim loftslagsbreytingum sem ekki verður hægt að forðast. Sérstaklega óttast Holdren þó að Trump muni hætta fjárfestingum bandarísku alríkisstjórnarinnar í rannsóknum og þróun á endurnýjanlegum orkugjöfum. Áhrif þess verði ekki mikil til skemmri tíma litið þar sem Bandaríkin muni reiða sig á núverandi tækni til að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins sem gildir til 2030. Til þess að ná markmiði samkomulagsins um að halda hnattrænni hlýnun innan við 2°C verður hins vegar nauðsynlegt að halda áfram djúpstæðum niðurskurði á losun gróðurhúsalofttegunda. „Það er þar sem skortur á fjárfestingum í rannsóknum og þróun byrjar að skemma fyrir vegna þess að það mun hægja á hraða framþróunar í hreinni orkutækni í Bandaríkjunum. Í ljósi þess hversu stórt hlutverk Bandaríkin leika á alþjóðasviðinu verða menn að telja að það hægi á þróuninni á heimsvísu,“ segir Holdren.Aðrir fylla upp í skarðiðHoldren telur þó að skaðinn sem Trump-stjórnin gæti valdið verði ekki alger þar sem að einstök ríki Bandaríkjanna, borgir, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklingar muni fylla í skarðið að því leyti sem þau geta. Um leið og Trump tilkynnti um brotthvarfið frá Parísarsamkomulaginu hafi sprottið fram hreyfing 22 af 50 ríkjum Bandaríkjanna, tuga stórborga, háskóla, fyrirtækja og félagasamtaka sem hafi kallað sig „Við erum enn um borð“. Hún hafi heitið því að standa við skuldbindingar Bandaríkjamanna og bæta í aðgerðir til þess að koma til móts við brotthvarf alríkisstjórnarinnar. „Bandaríkin eins og önnur ríki eru ekki svo einföld. Þau eru ekki bara það sem forsetinn lýsir yfir. Þau eru einnig það sem einstaklingar, fyrirtæki og aðrar stofnanir fyrir utan alríkisstjórnina eru reiðubúnar að gera. Ég held að við eigum eftir að sjá bæði áframhaldandi baráttu fyrir dómstólum um það sem Trump er að reyna að gera og við munum sjá ríki, borgir, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga bæta í aðgerðir sínar til að fylla í skarðið að því leyti sem alríkisstjórninni tekst að draga úr sínum aðgerðum,“ segir Holdren. Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Málsvari kolaiðnaðarins tilnefndur næstráðandi Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna Kolaiðnaðurinn er einn helsti mengunarvaldurinn í Bandaríkjunum. 6. október 2017 19:08 Ísland vegi skaðann af olíulekum á móti ábata af vinnslu á norðurslóðum Fyrrverandi vísindaráðgjafi Baracks Obama segir að íslensk stjórnvöld ættu að kanna hvort þau búi yfir innviðum til að takast á við olíuslys áður en þau heimila vinnslu í Norður-Íshafinu. 13. október 2017 09:30 Áhrif loftlagsbreytinga mun hraðari en talið var Áhrif loftlagsbreytinganna á lífríki og loftslag eru mun hraðari og umfangsmeiri en vísindamenn hafa talið til þessa. 12. október 2017 20:58 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Sjá meira
Ríkisstjórn Donalds Trump í Bandaríkjunum getur ekki veifað töfrasprota og látið loftslagsaðgerðir sem voru ákveðnar í tíð Baracks Obama hverfa. Þrátt fyrir það getur hún unnið skaða á baráttunni gegn loftslagsvánni í nútíð og framtíð, að mati Johns Holdren, fyrrum vísindaráðgjafa Obama. Holdren var vísinda- og tækniráðgjafi Obama í átta ár og kom sem slíkur að ákvörðunum sem um loftslags- og orkustefnu forsetans. Parísarsamkomulagið í loftslagsmálum, sem var talið marka tímamót í baráttunni gegn loftslagsbreytingum, var jafnframt samþykkt í tíð Obama. Frá því að Trump tók við völdum í byrjun þessa árs hefur ríkisstjórn hans leitast við að snúa við aðgerðum Obama. Í júní tilkynnti Trump að hann ætlaði að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu vegna þess að það væri „lélegur samningur“ fyrir landið. Nú síðast hefur Umhverfisstofnun Bandaríkjanna (EPA) lýst því yfir að hún ætli að afnema Áætlunina um hreina orku (e. Clean Power Plan (CPP)), hryggjarstykkið í loftslagsaðgerðum Obama sem setti orkugeiranum í Bandaríkjunum markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda.Endar fyrir Hæstarétti BandaríkjannaHoldren, sem var staddur hér á landi í síðustu viku í tengslum við Arctic Circle-ráðstefnuna og fer fyrir nýju Norðurskautaverkefni á vegum Harvard Kennedy-skólans ásamt Höllu Hrund Logadóttur, segir hins vegar erfiðara að snúa ákvörðunum stjórnvalda við en fólk heldur.Sjá einnig:Ísland vegi skaðann af olíulekum á móti ábata af vinnslu á norðurslóðum Þannig segir hann að EPA verði stefnt fyrir dómstólum vegna ákvörðunar hennar um að afnema CPP. Það verði löng barátta sem endi líklega fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna. „Ég veit ekki hver niðurstaðan verður en þetta verður löng barátta. Þau geta ekki bara veifað töfrasprota og látið þetta hverfa,“ segir Holdren í viðtali við Vísi. Þá bendir Holdren á að samkvæmt ákvæðum Parísarsamkomulagsins geti lönd ekki dregið sig út úr því fyrr en að fjórum árum liðnum. Þau tímamörk renni út daginn eftir forsetakosningarnar vestanhafs árið 2020. Því geti nýr forseti snúið við ákvörðun Trump.Trump með Scott Pruitt, forstjóra EPA. Pruitt hefur afneitað þeirri vísindalegu staðreynd að koltvísýringur valdi auknum gróðurhúsaáhrifum á jörðinni.Vísir/AFPGæti hægt á þróun endurnýjanlegrar orku á heimsvísuÞó er ekki þar með sagt að stjórn Trump geti ekki unnið raunverulegan skaða í millitíðinni. Það getur hún meðal annars gert með því að leggja ekki til fé í sjóð sem samið var um með Parísarsamkomulaginu og ætlað er að þróuð ríki styðji til að hjálpa þróunarríkjum að draga úr losun og aðlagast þeim loftslagsbreytingum sem ekki verður hægt að forðast. Sérstaklega óttast Holdren þó að Trump muni hætta fjárfestingum bandarísku alríkisstjórnarinnar í rannsóknum og þróun á endurnýjanlegum orkugjöfum. Áhrif þess verði ekki mikil til skemmri tíma litið þar sem Bandaríkin muni reiða sig á núverandi tækni til að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins sem gildir til 2030. Til þess að ná markmiði samkomulagsins um að halda hnattrænni hlýnun innan við 2°C verður hins vegar nauðsynlegt að halda áfram djúpstæðum niðurskurði á losun gróðurhúsalofttegunda. „Það er þar sem skortur á fjárfestingum í rannsóknum og þróun byrjar að skemma fyrir vegna þess að það mun hægja á hraða framþróunar í hreinni orkutækni í Bandaríkjunum. Í ljósi þess hversu stórt hlutverk Bandaríkin leika á alþjóðasviðinu verða menn að telja að það hægi á þróuninni á heimsvísu,“ segir Holdren.Aðrir fylla upp í skarðiðHoldren telur þó að skaðinn sem Trump-stjórnin gæti valdið verði ekki alger þar sem að einstök ríki Bandaríkjanna, borgir, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklingar muni fylla í skarðið að því leyti sem þau geta. Um leið og Trump tilkynnti um brotthvarfið frá Parísarsamkomulaginu hafi sprottið fram hreyfing 22 af 50 ríkjum Bandaríkjanna, tuga stórborga, háskóla, fyrirtækja og félagasamtaka sem hafi kallað sig „Við erum enn um borð“. Hún hafi heitið því að standa við skuldbindingar Bandaríkjamanna og bæta í aðgerðir til þess að koma til móts við brotthvarf alríkisstjórnarinnar. „Bandaríkin eins og önnur ríki eru ekki svo einföld. Þau eru ekki bara það sem forsetinn lýsir yfir. Þau eru einnig það sem einstaklingar, fyrirtæki og aðrar stofnanir fyrir utan alríkisstjórnina eru reiðubúnar að gera. Ég held að við eigum eftir að sjá bæði áframhaldandi baráttu fyrir dómstólum um það sem Trump er að reyna að gera og við munum sjá ríki, borgir, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga bæta í aðgerðir sínar til að fylla í skarðið að því leyti sem alríkisstjórninni tekst að draga úr sínum aðgerðum,“ segir Holdren.
Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Málsvari kolaiðnaðarins tilnefndur næstráðandi Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna Kolaiðnaðurinn er einn helsti mengunarvaldurinn í Bandaríkjunum. 6. október 2017 19:08 Ísland vegi skaðann af olíulekum á móti ábata af vinnslu á norðurslóðum Fyrrverandi vísindaráðgjafi Baracks Obama segir að íslensk stjórnvöld ættu að kanna hvort þau búi yfir innviðum til að takast á við olíuslys áður en þau heimila vinnslu í Norður-Íshafinu. 13. október 2017 09:30 Áhrif loftlagsbreytinga mun hraðari en talið var Áhrif loftlagsbreytinganna á lífríki og loftslag eru mun hraðari og umfangsmeiri en vísindamenn hafa talið til þessa. 12. október 2017 20:58 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Sjá meira
Málsvari kolaiðnaðarins tilnefndur næstráðandi Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna Kolaiðnaðurinn er einn helsti mengunarvaldurinn í Bandaríkjunum. 6. október 2017 19:08
Ísland vegi skaðann af olíulekum á móti ábata af vinnslu á norðurslóðum Fyrrverandi vísindaráðgjafi Baracks Obama segir að íslensk stjórnvöld ættu að kanna hvort þau búi yfir innviðum til að takast á við olíuslys áður en þau heimila vinnslu í Norður-Íshafinu. 13. október 2017 09:30
Áhrif loftlagsbreytinga mun hraðari en talið var Áhrif loftlagsbreytinganna á lífríki og loftslag eru mun hraðari og umfangsmeiri en vísindamenn hafa talið til þessa. 12. október 2017 20:58