Lýðræðið Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 3. október 2017 07:00 Það er áhyggjuefni að kosningaþátttaka hefur leitað niður á við í kosningum en á sama tíma er vaxandi krafa almennings víða um heim að fá vald til að hafa áhrif á það í hvernig heimi fólk vill búa. Misskipting auðs í heiminum fer vaxandi og óánægja fólks í ólíkum löndum með þá þróun eykst. Alþjóðavæðing og tæknibylting síðasta áratuginn hafa haft margvíslegar en á stundum gjörólíkar afleiðingar á líf almennings. Þessi þróun hefur haft þau áhrif að risavaxin alþjóðafyrirtæki eru smátt og smátt að taka yfir í mjög mörgum geirum. Almenningur upplifir í auknum mæli að ákvarðanir um nærumhverfi þeirra séu teknar í stjórnum stórfyrirtækja án aðkomu almennings eða stjórnvalda á hverjum stað.Vilji almennings Krafa almennings kallaði fram vilja Íslendinga í Icesave sem snerist um að verja efnahagslegt fullveldi lands og þjóðar. Skotar greiddu einnig atkvæði um sjálfstæði fyrir nokkrum árum, Bretar um Brexit og nú eru fréttir um löngun íbúa Katalóníu á Spáni til að segja skoðun sína í atkvæðagreiðslu um sjálfstæði. Alveg óháð því hvort stjórnskipun Spánar leyfi slíka kosningu er afar misráðið af þarlendum stjórnvöldum að reyna allt til að koma í veg fyrir að fólk segi sína meiningu. Það er stjórnmálanna að leysa úr mismunandi niðurstöðu, alveg eins og í tilfelli Skota og Breta og hörmulegt að horfa upp á að stjórnvöld Spánar beiti ofbeldi til að koma í veg fyrir að vilji fólksins nái fram að ganga.Hér heima Nýlegur íbúafundur á Vestfjörðum staðfestir hvernig íbúarnir krefjast þess að hafa bein áhrif á þróun síns nærsamfélags. Innan stjórnmálaflokkanna verður lýðræði grasrótarinnar að ráða för bæði um stefnu og val á frambjóðendum á lista. Við þurfum traustan þingheim og stjórnmálamenn sem eru traustsins verðir. Nýtum réttinn til að kjósa, hvert atkvæði skiptir máli. Það er lýðræði.Höfundur er formaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Sigurður Ingi Jóhannsson Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Það er áhyggjuefni að kosningaþátttaka hefur leitað niður á við í kosningum en á sama tíma er vaxandi krafa almennings víða um heim að fá vald til að hafa áhrif á það í hvernig heimi fólk vill búa. Misskipting auðs í heiminum fer vaxandi og óánægja fólks í ólíkum löndum með þá þróun eykst. Alþjóðavæðing og tæknibylting síðasta áratuginn hafa haft margvíslegar en á stundum gjörólíkar afleiðingar á líf almennings. Þessi þróun hefur haft þau áhrif að risavaxin alþjóðafyrirtæki eru smátt og smátt að taka yfir í mjög mörgum geirum. Almenningur upplifir í auknum mæli að ákvarðanir um nærumhverfi þeirra séu teknar í stjórnum stórfyrirtækja án aðkomu almennings eða stjórnvalda á hverjum stað.Vilji almennings Krafa almennings kallaði fram vilja Íslendinga í Icesave sem snerist um að verja efnahagslegt fullveldi lands og þjóðar. Skotar greiddu einnig atkvæði um sjálfstæði fyrir nokkrum árum, Bretar um Brexit og nú eru fréttir um löngun íbúa Katalóníu á Spáni til að segja skoðun sína í atkvæðagreiðslu um sjálfstæði. Alveg óháð því hvort stjórnskipun Spánar leyfi slíka kosningu er afar misráðið af þarlendum stjórnvöldum að reyna allt til að koma í veg fyrir að fólk segi sína meiningu. Það er stjórnmálanna að leysa úr mismunandi niðurstöðu, alveg eins og í tilfelli Skota og Breta og hörmulegt að horfa upp á að stjórnvöld Spánar beiti ofbeldi til að koma í veg fyrir að vilji fólksins nái fram að ganga.Hér heima Nýlegur íbúafundur á Vestfjörðum staðfestir hvernig íbúarnir krefjast þess að hafa bein áhrif á þróun síns nærsamfélags. Innan stjórnmálaflokkanna verður lýðræði grasrótarinnar að ráða för bæði um stefnu og val á frambjóðendum á lista. Við þurfum traustan þingheim og stjórnmálamenn sem eru traustsins verðir. Nýtum réttinn til að kjósa, hvert atkvæði skiptir máli. Það er lýðræði.Höfundur er formaður Framsóknarflokksins.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar