Ekki kaupa rafbíl! Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 25. september 2017 15:00 Ýmsir málsmetandi menn hafa stigið á stokk að undanförnu og líst verulegum efasemdum um vænleika rafbíla. Sumir lýsa yfir miklum áhyggjum af umhverfisvænleika rafbíla á meðan aðrir reyna að útskýra fyrir fólki að rafbíllinn sé í raun ekki tilbúinn og fólk eigi ekki að hugsa um slík kaup næstu árin. Alvöru rannsóknir sýna hins vegar að rafbíll hefur mun lægra kolefnisspor en bensín- eða dísilbílar þó að námuvinnsla, framleiðsla rafhlöðu og endurvinnsla þeirra sé tekin með í reikninginn. Kolefnissporið er örlítið misjafnt eftir raforkukerfum en það er nánast ekki til það svæði í heiminum þar sem enginn heildarávinningur er af rafbílum. Auðvitað eiga menn að efast um vænleika nýrrar tækni, skárra væri það nú, en má ég þá biðja um að svipuðum efasemdum sé haldið á lofti gagnvart bílum sem ganga fyrir mengandi, heilsuspillandi, loftlagsbreytandi, ósjálfbærri, ferskvatnsspillandi, eldfimri og friðarógnandi olíu. Einhverjir lögðu til nýverið að við ættum frekar að kaupa bensínbíla en rafbíla til að stöðva barnaþrælkun í kóbaltnámum í Kóngó. Þetta er mjög mikilvæg ábending um slæmar aðstæður sem þarf að taka á strax en að mínu mati er rafbílabann ekki töfralausn fyrir ástandið í Kongó. Í júní dóu 157 í Pakistan þegar kviknaði í bensínflutningabíll, sem er alltof algengt víða í þróunarlöndum. Fréttin fékk litla athygli og ég man ekki eftir að fólk væri hvatt til að kaupa ekki bensínbíla til að bregðast við ástandinu. Enn merkilegri er málflutningurinn um að rafbíllinn sé ekki tilbúinn af þeirri ástæðu að ekki eru til tegundir sem henta hverjum einasta Íslendingi með sínar 300 þúsund sérþarfir. Er þá ekki hægt að byrja rafbílavæðingu á Íslandi fyrr en rafbíllinn sem hentar nákvæmlega síðasta sérvitringnum er kominn á markað? Þetta er algert vanmat á þeim risastóra neytendahóp sem er einfaldlega að fíla í botn þá rafbíla sem nú þegar eru til á markaðnum. Þetta er bara hugsandi fólk sem veit vel að það getur ekki keyrt 700 km í einum rykk og getur mögulega ekki dregið á eftir sér hjólhýsi. Það er bara fullt af neytendum sem langar í rafbíl af því að þeim finnst hann hreinlega flottari, eða þeir vilja ekki nota olíu, eða þeir vilja vera nútímalegri, eða vilja hafa meiri hröðun, eða vilja hafa minni hávaða, eða hreinlega elska að koma í upphitaðan bíl á köldum vetrarmorgnum. Þessu má líkja við að starfsmenn í raftækjaverslun hefðu hvatt neytendur til að bíða með eða sleppa því að kaupa Ipad af því að hann væri í raun ekki með venjulegu lyklaborði eins og hefðbundnar tölvur og því með miklar takmarkanir. Stóra málið er, að við höfum engan tíma til að bíða með rafvæðingu samgangna á Íslandi. Það er nefnilega uppselt þarna uppi og ekki pláss fyrir meira kolefni í lofthjúpnum án alvarlegra afleiðinga. Hver olíuknúinn bíll sem nýskráður verður hér á landi í framtíðinni er tapað tækifæri til að minnka losun koltvísýrings um tugi þúsunda kílóa. Bílar sem koma nýir inn í kerfið hér á næstunni eru auk þess líklegir til að vera ennþá stórir losendur árið 2030 þegar við þurfum að skila inn metnaðarfullum samdrætti á losun vegna skuldbindinga okkar í Parísarsamkomulaginu. Með öðrum orðum þá gætu nýskráðir bensín- og dísilbílar morgundagsins stuðlað að nauðsynlegum og kostnaðarsömum kaupum á losunarkvótum ef okkur mistekst að ná markmiðunum. Ég er í raun sammála fyrirsögninni, því best væri ef fólk keypti alls ekki bíl og notaði hjólreiðar og almenningssamgöngur í staðinn. En að leggja til að neytendur kaupi nýja bensín- eða dísilbíla af umhverfisástæðum eða vegna þess að rafbílar henta ekki nákvæmlega öllum, er afar vafasamur málflutningur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ýmsir málsmetandi menn hafa stigið á stokk að undanförnu og líst verulegum efasemdum um vænleika rafbíla. Sumir lýsa yfir miklum áhyggjum af umhverfisvænleika rafbíla á meðan aðrir reyna að útskýra fyrir fólki að rafbíllinn sé í raun ekki tilbúinn og fólk eigi ekki að hugsa um slík kaup næstu árin. Alvöru rannsóknir sýna hins vegar að rafbíll hefur mun lægra kolefnisspor en bensín- eða dísilbílar þó að námuvinnsla, framleiðsla rafhlöðu og endurvinnsla þeirra sé tekin með í reikninginn. Kolefnissporið er örlítið misjafnt eftir raforkukerfum en það er nánast ekki til það svæði í heiminum þar sem enginn heildarávinningur er af rafbílum. Auðvitað eiga menn að efast um vænleika nýrrar tækni, skárra væri það nú, en má ég þá biðja um að svipuðum efasemdum sé haldið á lofti gagnvart bílum sem ganga fyrir mengandi, heilsuspillandi, loftlagsbreytandi, ósjálfbærri, ferskvatnsspillandi, eldfimri og friðarógnandi olíu. Einhverjir lögðu til nýverið að við ættum frekar að kaupa bensínbíla en rafbíla til að stöðva barnaþrælkun í kóbaltnámum í Kóngó. Þetta er mjög mikilvæg ábending um slæmar aðstæður sem þarf að taka á strax en að mínu mati er rafbílabann ekki töfralausn fyrir ástandið í Kongó. Í júní dóu 157 í Pakistan þegar kviknaði í bensínflutningabíll, sem er alltof algengt víða í þróunarlöndum. Fréttin fékk litla athygli og ég man ekki eftir að fólk væri hvatt til að kaupa ekki bensínbíla til að bregðast við ástandinu. Enn merkilegri er málflutningurinn um að rafbíllinn sé ekki tilbúinn af þeirri ástæðu að ekki eru til tegundir sem henta hverjum einasta Íslendingi með sínar 300 þúsund sérþarfir. Er þá ekki hægt að byrja rafbílavæðingu á Íslandi fyrr en rafbíllinn sem hentar nákvæmlega síðasta sérvitringnum er kominn á markað? Þetta er algert vanmat á þeim risastóra neytendahóp sem er einfaldlega að fíla í botn þá rafbíla sem nú þegar eru til á markaðnum. Þetta er bara hugsandi fólk sem veit vel að það getur ekki keyrt 700 km í einum rykk og getur mögulega ekki dregið á eftir sér hjólhýsi. Það er bara fullt af neytendum sem langar í rafbíl af því að þeim finnst hann hreinlega flottari, eða þeir vilja ekki nota olíu, eða þeir vilja vera nútímalegri, eða vilja hafa meiri hröðun, eða vilja hafa minni hávaða, eða hreinlega elska að koma í upphitaðan bíl á köldum vetrarmorgnum. Þessu má líkja við að starfsmenn í raftækjaverslun hefðu hvatt neytendur til að bíða með eða sleppa því að kaupa Ipad af því að hann væri í raun ekki með venjulegu lyklaborði eins og hefðbundnar tölvur og því með miklar takmarkanir. Stóra málið er, að við höfum engan tíma til að bíða með rafvæðingu samgangna á Íslandi. Það er nefnilega uppselt þarna uppi og ekki pláss fyrir meira kolefni í lofthjúpnum án alvarlegra afleiðinga. Hver olíuknúinn bíll sem nýskráður verður hér á landi í framtíðinni er tapað tækifæri til að minnka losun koltvísýrings um tugi þúsunda kílóa. Bílar sem koma nýir inn í kerfið hér á næstunni eru auk þess líklegir til að vera ennþá stórir losendur árið 2030 þegar við þurfum að skila inn metnaðarfullum samdrætti á losun vegna skuldbindinga okkar í Parísarsamkomulaginu. Með öðrum orðum þá gætu nýskráðir bensín- og dísilbílar morgundagsins stuðlað að nauðsynlegum og kostnaðarsömum kaupum á losunarkvótum ef okkur mistekst að ná markmiðunum. Ég er í raun sammála fyrirsögninni, því best væri ef fólk keypti alls ekki bíl og notaði hjólreiðar og almenningssamgöngur í staðinn. En að leggja til að neytendur kaupi nýja bensín- eða dísilbíla af umhverfisástæðum eða vegna þess að rafbílar henta ekki nákvæmlega öllum, er afar vafasamur málflutningur.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun