Ekki kaupa rafbíl! Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 25. september 2017 15:00 Ýmsir málsmetandi menn hafa stigið á stokk að undanförnu og líst verulegum efasemdum um vænleika rafbíla. Sumir lýsa yfir miklum áhyggjum af umhverfisvænleika rafbíla á meðan aðrir reyna að útskýra fyrir fólki að rafbíllinn sé í raun ekki tilbúinn og fólk eigi ekki að hugsa um slík kaup næstu árin. Alvöru rannsóknir sýna hins vegar að rafbíll hefur mun lægra kolefnisspor en bensín- eða dísilbílar þó að námuvinnsla, framleiðsla rafhlöðu og endurvinnsla þeirra sé tekin með í reikninginn. Kolefnissporið er örlítið misjafnt eftir raforkukerfum en það er nánast ekki til það svæði í heiminum þar sem enginn heildarávinningur er af rafbílum. Auðvitað eiga menn að efast um vænleika nýrrar tækni, skárra væri það nú, en má ég þá biðja um að svipuðum efasemdum sé haldið á lofti gagnvart bílum sem ganga fyrir mengandi, heilsuspillandi, loftlagsbreytandi, ósjálfbærri, ferskvatnsspillandi, eldfimri og friðarógnandi olíu. Einhverjir lögðu til nýverið að við ættum frekar að kaupa bensínbíla en rafbíla til að stöðva barnaþrælkun í kóbaltnámum í Kóngó. Þetta er mjög mikilvæg ábending um slæmar aðstæður sem þarf að taka á strax en að mínu mati er rafbílabann ekki töfralausn fyrir ástandið í Kongó. Í júní dóu 157 í Pakistan þegar kviknaði í bensínflutningabíll, sem er alltof algengt víða í þróunarlöndum. Fréttin fékk litla athygli og ég man ekki eftir að fólk væri hvatt til að kaupa ekki bensínbíla til að bregðast við ástandinu. Enn merkilegri er málflutningurinn um að rafbíllinn sé ekki tilbúinn af þeirri ástæðu að ekki eru til tegundir sem henta hverjum einasta Íslendingi með sínar 300 þúsund sérþarfir. Er þá ekki hægt að byrja rafbílavæðingu á Íslandi fyrr en rafbíllinn sem hentar nákvæmlega síðasta sérvitringnum er kominn á markað? Þetta er algert vanmat á þeim risastóra neytendahóp sem er einfaldlega að fíla í botn þá rafbíla sem nú þegar eru til á markaðnum. Þetta er bara hugsandi fólk sem veit vel að það getur ekki keyrt 700 km í einum rykk og getur mögulega ekki dregið á eftir sér hjólhýsi. Það er bara fullt af neytendum sem langar í rafbíl af því að þeim finnst hann hreinlega flottari, eða þeir vilja ekki nota olíu, eða þeir vilja vera nútímalegri, eða vilja hafa meiri hröðun, eða vilja hafa minni hávaða, eða hreinlega elska að koma í upphitaðan bíl á köldum vetrarmorgnum. Þessu má líkja við að starfsmenn í raftækjaverslun hefðu hvatt neytendur til að bíða með eða sleppa því að kaupa Ipad af því að hann væri í raun ekki með venjulegu lyklaborði eins og hefðbundnar tölvur og því með miklar takmarkanir. Stóra málið er, að við höfum engan tíma til að bíða með rafvæðingu samgangna á Íslandi. Það er nefnilega uppselt þarna uppi og ekki pláss fyrir meira kolefni í lofthjúpnum án alvarlegra afleiðinga. Hver olíuknúinn bíll sem nýskráður verður hér á landi í framtíðinni er tapað tækifæri til að minnka losun koltvísýrings um tugi þúsunda kílóa. Bílar sem koma nýir inn í kerfið hér á næstunni eru auk þess líklegir til að vera ennþá stórir losendur árið 2030 þegar við þurfum að skila inn metnaðarfullum samdrætti á losun vegna skuldbindinga okkar í Parísarsamkomulaginu. Með öðrum orðum þá gætu nýskráðir bensín- og dísilbílar morgundagsins stuðlað að nauðsynlegum og kostnaðarsömum kaupum á losunarkvótum ef okkur mistekst að ná markmiðunum. Ég er í raun sammála fyrirsögninni, því best væri ef fólk keypti alls ekki bíl og notaði hjólreiðar og almenningssamgöngur í staðinn. En að leggja til að neytendur kaupi nýja bensín- eða dísilbíla af umhverfisástæðum eða vegna þess að rafbílar henta ekki nákvæmlega öllum, er afar vafasamur málflutningur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Atvinnumál fatlaðra Ína Valsdóttir Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skyndihjálp: Lykillinn að öruggara samfélagi Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal skrifar Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Sjá meira
Ýmsir málsmetandi menn hafa stigið á stokk að undanförnu og líst verulegum efasemdum um vænleika rafbíla. Sumir lýsa yfir miklum áhyggjum af umhverfisvænleika rafbíla á meðan aðrir reyna að útskýra fyrir fólki að rafbíllinn sé í raun ekki tilbúinn og fólk eigi ekki að hugsa um slík kaup næstu árin. Alvöru rannsóknir sýna hins vegar að rafbíll hefur mun lægra kolefnisspor en bensín- eða dísilbílar þó að námuvinnsla, framleiðsla rafhlöðu og endurvinnsla þeirra sé tekin með í reikninginn. Kolefnissporið er örlítið misjafnt eftir raforkukerfum en það er nánast ekki til það svæði í heiminum þar sem enginn heildarávinningur er af rafbílum. Auðvitað eiga menn að efast um vænleika nýrrar tækni, skárra væri það nú, en má ég þá biðja um að svipuðum efasemdum sé haldið á lofti gagnvart bílum sem ganga fyrir mengandi, heilsuspillandi, loftlagsbreytandi, ósjálfbærri, ferskvatnsspillandi, eldfimri og friðarógnandi olíu. Einhverjir lögðu til nýverið að við ættum frekar að kaupa bensínbíla en rafbíla til að stöðva barnaþrælkun í kóbaltnámum í Kóngó. Þetta er mjög mikilvæg ábending um slæmar aðstæður sem þarf að taka á strax en að mínu mati er rafbílabann ekki töfralausn fyrir ástandið í Kongó. Í júní dóu 157 í Pakistan þegar kviknaði í bensínflutningabíll, sem er alltof algengt víða í þróunarlöndum. Fréttin fékk litla athygli og ég man ekki eftir að fólk væri hvatt til að kaupa ekki bensínbíla til að bregðast við ástandinu. Enn merkilegri er málflutningurinn um að rafbíllinn sé ekki tilbúinn af þeirri ástæðu að ekki eru til tegundir sem henta hverjum einasta Íslendingi með sínar 300 þúsund sérþarfir. Er þá ekki hægt að byrja rafbílavæðingu á Íslandi fyrr en rafbíllinn sem hentar nákvæmlega síðasta sérvitringnum er kominn á markað? Þetta er algert vanmat á þeim risastóra neytendahóp sem er einfaldlega að fíla í botn þá rafbíla sem nú þegar eru til á markaðnum. Þetta er bara hugsandi fólk sem veit vel að það getur ekki keyrt 700 km í einum rykk og getur mögulega ekki dregið á eftir sér hjólhýsi. Það er bara fullt af neytendum sem langar í rafbíl af því að þeim finnst hann hreinlega flottari, eða þeir vilja ekki nota olíu, eða þeir vilja vera nútímalegri, eða vilja hafa meiri hröðun, eða vilja hafa minni hávaða, eða hreinlega elska að koma í upphitaðan bíl á köldum vetrarmorgnum. Þessu má líkja við að starfsmenn í raftækjaverslun hefðu hvatt neytendur til að bíða með eða sleppa því að kaupa Ipad af því að hann væri í raun ekki með venjulegu lyklaborði eins og hefðbundnar tölvur og því með miklar takmarkanir. Stóra málið er, að við höfum engan tíma til að bíða með rafvæðingu samgangna á Íslandi. Það er nefnilega uppselt þarna uppi og ekki pláss fyrir meira kolefni í lofthjúpnum án alvarlegra afleiðinga. Hver olíuknúinn bíll sem nýskráður verður hér á landi í framtíðinni er tapað tækifæri til að minnka losun koltvísýrings um tugi þúsunda kílóa. Bílar sem koma nýir inn í kerfið hér á næstunni eru auk þess líklegir til að vera ennþá stórir losendur árið 2030 þegar við þurfum að skila inn metnaðarfullum samdrætti á losun vegna skuldbindinga okkar í Parísarsamkomulaginu. Með öðrum orðum þá gætu nýskráðir bensín- og dísilbílar morgundagsins stuðlað að nauðsynlegum og kostnaðarsömum kaupum á losunarkvótum ef okkur mistekst að ná markmiðunum. Ég er í raun sammála fyrirsögninni, því best væri ef fólk keypti alls ekki bíl og notaði hjólreiðar og almenningssamgöngur í staðinn. En að leggja til að neytendur kaupi nýja bensín- eða dísilbíla af umhverfisástæðum eða vegna þess að rafbílar henta ekki nákvæmlega öllum, er afar vafasamur málflutningur.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun