Höldum áfram Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar 26. september 2017 09:15 Á síðasta kjörtímabili náði Ísland hraðasta efnahagslega viðsnúningi nokkurs ríkis í seinni tíð. Á sama tíma komst stærsti hluti fjármálakerfis landsins í eigu ríkisins. Einstakar aðstæður sköpuðust til að ráðast í sögulegar samfélagsumbætur. Með bættu efnahagsástandi var hægt að hverfa frá dýrri varnarbaráttu og snúa sér þess í stað að arðbærri sókn. Þar með varð mögulegt að fjárfesta í framtíðinni í stað þess að fást fyrst og fremst við vandamál fortíðar. Það á við á mörgum sviðum, til dæmis í menntun, tækni og vísindum en einnig á sviði byggðamála. Fyrirheit höfðu verið gefin um stórsókn í byggðamálum þegar stjórnvöld sæju til lands í stóru efnahagsaðgerðunum eins og uppgjöri slitabúa bankanna. Slík sókn er nauðsynleg til þess að Ísland allt virki sem ein heild og hægt sé að leysa úr læðingi verðmæti sem liggja í landinu, byggðarlögunum og fólkinu. Bætt staða gerir okkur líka kleift að koma sérstaklega til móts við hópa fólks sem dregist hefur aftur úr í hinni hröðu kaupmáttaraukningu síðustu ára. Ítök ríkisins á fjármálamarkaði, auk hins efnahagslega stöðugleika, veittu svo einstakt tækifæri til að ráðast í umbætur á því sviði og byggja upp fjármálakerfi sem virkar betur fyrir almenning og atvinnulífið en nú er. Þótt eftirfylgnina hafi vantað í eitt og hálft ár veita kosningarnar nú tækifæri til að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið. Þótt undirbúningur hafi gengið vel og aðstæður séu góðar verður þó ekki auðvelt að hrinda svo stórum breytingum í framkvæmd, ekki nú frekar en áður. Ríkjandi fyrirkomulag verður varið af miklum krafti. Til að koma hreyfingu á hlutina þarf því enn meira afl að koma á móti. Það mun þurfa stjórnmálaflokka sem hafa þolgæði og festu. Flokka sem nálgast úrlausnarefnin af opnum hug en eru svo reiðubúnir til að beita sér fyrir skynsamlegustu lausnunum af krafti. Flokka sem eru reiðubúnir til að verja réttlætið bæði þegar það er auðvelt og þegar það er erfitt. Á næstu dögum birtist slíkur flokkur. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Mest lesið Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Á síðasta kjörtímabili náði Ísland hraðasta efnahagslega viðsnúningi nokkurs ríkis í seinni tíð. Á sama tíma komst stærsti hluti fjármálakerfis landsins í eigu ríkisins. Einstakar aðstæður sköpuðust til að ráðast í sögulegar samfélagsumbætur. Með bættu efnahagsástandi var hægt að hverfa frá dýrri varnarbaráttu og snúa sér þess í stað að arðbærri sókn. Þar með varð mögulegt að fjárfesta í framtíðinni í stað þess að fást fyrst og fremst við vandamál fortíðar. Það á við á mörgum sviðum, til dæmis í menntun, tækni og vísindum en einnig á sviði byggðamála. Fyrirheit höfðu verið gefin um stórsókn í byggðamálum þegar stjórnvöld sæju til lands í stóru efnahagsaðgerðunum eins og uppgjöri slitabúa bankanna. Slík sókn er nauðsynleg til þess að Ísland allt virki sem ein heild og hægt sé að leysa úr læðingi verðmæti sem liggja í landinu, byggðarlögunum og fólkinu. Bætt staða gerir okkur líka kleift að koma sérstaklega til móts við hópa fólks sem dregist hefur aftur úr í hinni hröðu kaupmáttaraukningu síðustu ára. Ítök ríkisins á fjármálamarkaði, auk hins efnahagslega stöðugleika, veittu svo einstakt tækifæri til að ráðast í umbætur á því sviði og byggja upp fjármálakerfi sem virkar betur fyrir almenning og atvinnulífið en nú er. Þótt eftirfylgnina hafi vantað í eitt og hálft ár veita kosningarnar nú tækifæri til að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið. Þótt undirbúningur hafi gengið vel og aðstæður séu góðar verður þó ekki auðvelt að hrinda svo stórum breytingum í framkvæmd, ekki nú frekar en áður. Ríkjandi fyrirkomulag verður varið af miklum krafti. Til að koma hreyfingu á hlutina þarf því enn meira afl að koma á móti. Það mun þurfa stjórnmálaflokka sem hafa þolgæði og festu. Flokka sem nálgast úrlausnarefnin af opnum hug en eru svo reiðubúnir til að beita sér fyrir skynsamlegustu lausnunum af krafti. Flokka sem eru reiðubúnir til að verja réttlætið bæði þegar það er auðvelt og þegar það er erfitt. Á næstu dögum birtist slíkur flokkur. Höfundur er alþingismaður.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun